Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 22

Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Verða það Hagar næst? Ýmsir spá því að Framtakssjóðurinn láti næst til sín taka með því að kaupa Haga af Arion banka. Það er stórfyrirtæki og með fjölda manns í vinnu. Kaupin myndu losa bankann við þann böggul sem svo mjög hefur verið í sviðsljósinu og stórskaðað ímynd stjórnenda bankans. Þetta yrði álíka leið og Vestia fór. Það var nefnilega Steinþór Páls­ son, bankastjóri Landsbankans, sem hringdi í Finnboga Jónsson, for stjóra Framtakssjóðsins, og stakk upp á samstarfi. Það símtal varð upp hafið að sölunni á Vestia. Vestia var í raun aldrei almennilega til friðs innan Landsbankans. Bank inn var að nálgast lokadagsetningar varðandi eignarhald á mörg um þessara fyrirtækja vegna samkeppnissjónarmiða – svona að því leyti sem þau eru enn við lýði á Íslandi. Það var heldur ekki þægilegt fyrir Landsbankann að draga þessi félög í Vestia inn í samstæðuppgjör sitt sem hefði litið svolítið undar­ lega út. Niðurstaðan á sölu Vestia verður því að teljast mjög heppileg fyrir Landsbankann. Fyrirtækin fara út úr bókum án frekari afskrifta og aðrir þurfa að hafa áhyggjur af rekstrinum. Þessa leið gæti Arion banki farið með Haga. Bankinn gæsti losað sig við Haga út úr bókum bankans og selt fyrirtækið til Fram taks­ sjóðsins – og augljóslega losað sig við þann vandræðagang sem fylgt hefur fyrirtækinu innan bankans. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hlýtur að hafa hugsað þennan leik og tekið upp símann líkt og Steinþór Pálsson gerði. Ekki er ólíklegt að verðmiðinn á Högum (10­11 er komið út) gæti legið í kringum 12 til 15 milljarða króna í mesta lagi. Hagar hafa verið að skila hagnaði upp á um 700 milljónir til einn milljarð á undan­ förnum árum. Miðað við V/H­hlutfall upp á 15, sem ekki er mjög hátt, yrði verðmiðinn á Högum á bilinu 11 til 15 milljarðar króna. Framtakssjóðurinn á fyrir því. Að vísu greiða lífeyrissjóðirnir stofn­ fé sitt í Framtakssjóðinn í áföngum á þremur árum. Fyrst 40% svo 30% og 30%. Það gera um 17 milljarðar á fyrsta ári frá líf eyris sjóð­ unum miðað við 42 milljarða hlutafjárframlag. Í reglum Framtakssjóðs er klásúla um að hver fjárfesting megi ekki nema meira en 15% af hlutafé sjóðsins. Kaup á Högum á bilinu 12 til 15 milljarða í hæsta lagi rúmast innan 90 milljarða hlutafjárins verði það að veruleika. Hitt er líklegra að Framtakssjóðurinn kaupi Haga í félagi við annan fjárfesti og sé þá kannski með rúmlega 50% hlut. En þetta eru auð­ vitað fyrst og fremst vangaveltur. Framlag bankans er Vestia Í raun er Framtakssjóðurinn ekki búinn að leggja út nema þessa þrjá milljarða í Icelandair. Og ætla að bæta þar við um 700 til 900 mill­ jónum á næstunni. 18 milljarða hlutafjárframlag Lands bankans liggur að mestu í því að koma með Vestia­fyrirtækin inn í Fram takssjóðinn. Það er því til afgangur í sjóðnum til að kaupa Haga þótt vissulega sé búið að fjárfesta talsvert upp í kvótann á árinu. Tæknilega séð er þetta þó þannig samkvæmt reglum sjóðsins að ekki má greiða fyrir hlutafé í Framtakssjóðinn öðru vísi en með reiðufé. Þetta leiðir reyndar hugann að því hvers vegna Framtakssjóður tók ekki yfir Atorku og það fjölbreytta eignasafn sem þar var fyrir – en 40% eignarhlutur bankans í Atorku var innan Vestia. Hann var tek­ inn út úr Vestia fyrir söluna til Framtakssjóðsins. Stærsta fyrir tækið innan Atorku er Prómens. Það er eitt stærsta fyrirtæki landsins. Ragnhildur Geirsdóttur er þar forstjóri. Hann er sagður fjölbreyttur kröfuhafahópurinn í Atorku sem á um 60% í fyrirtækinu en lífeyrissjóðirnir eru þeirra á meðal. Sjálfsagt hefur engin leið verið að blanda þessum kröfuhafahópi inn í Framtakssjóðinn. Þess má geta að Parlogis var fyrsta félagið sem selt var út úr eigna­ safni Vestia en Parlogis var eitt af fyrirtækjum Atorku Group. Steinþór Baldursson ekki til Framtakssjóðsins Steinþór Baldursson er framkvæmdastjóri Vestia. Hann var ráðinn í það starf af Ásmundi Stefánssyni, fyrrverandi bankastjóra Lands bankans. Steinþór mun ekki koma yfir til Framtakssjóðsins sem starfs maður en um fjórir starfsmenn Vestia verða starfsmenn sjóðsins. Steinþór hefur verið svolítið umdeildur sem framkvæmdastjóri Vestia og hefur vera hans þar farið fyrir brjóstið á mörgum af prins ipp ástæðum. Það Lífeyrissjóðir Framtakssjóðsins eru með 64% af því eða um 1.200 milljarða. Þessir 42 milljarðar eru því um 3,5% af heildareignum þessara lífeyrissjóða. ÁHÆTTA FRAMTAKSSJÓÐSINS 42 milljarðar af 1.200 milljarða lífeyriseign sextán lífeyrissjóða Hvaða áhættu eru lífeyrissjóðirnir að taka? Þeir hafa lofað að leggja inn 42 milljarða í Framtakssjóðinn á móti 18 milljörðum frá Vestia. Eignir lífeyrissjóðanna í landinu eru rúmir 1.800 milljarðar. Lífeyrissjóðir Framtakssjóðsins eru með 64% af því eða um 1.200 milljarða. Þessir 42 milljarðar eru því um 3,5% af heildareignum þessara lífeyrissjóða. Ef allt færi á versta veg með Framtakssjóðinn – sem er auðvitað mjög hæpið og þyrfti í raun aðra kollsteypu í þjóðfélaginu – þá eru það þessir 42 milljaðar sem myndu tapast. KAUPIN Á VESTIA

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.