Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 36

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Fyrir tveimur árum var fyrsti listinn yfir áhugaverð sprota fyrirtæki gerður fyrir Frjálsa verslun. Listinn vakti mikla athygli vegna þess að margir áttuðu sig á að þrátt fyrir allt er talsvert af fyrirtækjum á Íslandi sem geta vaxið úr grasi og orðið stórfyrirtæki framtíðarinnar. Ísland þarf vaxtarfyrirtæki vegna þess að það eru slík fyrirtæki sem skapa mestu verðmætin og flest störfin. Þessi fyrirtæki geta komið úr ýmsum geirum þó að oft séu það tæknifyrirtækin sem fá mestu at hyglina. Þessir tæknisprotar eiga oft auðvelt með að vaxa hratt en áhættan er meiri ef þróunarferillinn er langur og flókinn. Líftæknisprotinn Orf hefur náð miklum árangri síðustu misserin og er nú kominn í þá stöðu að fara að hagnast á mikilli rannsóknar- og þróunarvinnu. Leikjasprotinn Gogogic hefur verið á góðri siglingu sem er mikilvægt fyrir leikjaiðnaðinn á Íslandi svo að það verði til fleiri skilvirk upp- lifunar- og leikjafyrirtæki hér en CCP. Sprotafyrirtæki sem hafa náð árangri og vaxið úr grasi eru mjög mikil vægt umhverfi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Þau eru stjörn- urnar sem eru leiðarljós annarra fyrirtækja. Smám saman geta þessar stjörnur myndað þyrpingar sem hjálpa til við að búa til fleiri ný fyrir - tæki í sama eða tengdum geira. Það eru slík sólkerfi af áhuga verðum sprota fyrirtækjum sem þörf er fyrir á Íslandi. Þörf fyrir Viðskiptasmiðju Það leikur lítill vafi á því að hver króna sem ríkið leggur í nýsköpun og sprotafyrirtæki skilar sér að jafnaði margfalt til baka. Auðvitað er það háð því hvernig peningarnir eru nýttir hversu margar krónur skila sér. Vandamálið er að stjórnmálamenn þurfa að vera færir um að geta horft til lengri tíma. Tökum sem dæmi Viðskiptasmiðjuna – hraðbraut nýrra fyrirtækja, eina frumkvöðlanámið á háskólastigi á Íslandi sem miðar að því búa til vaxtarfyrirtæki. Viðskiptasmiðjan er í sjálfu sér miklu meira en háskólanám þar sem hún er hreiður fyrir ný fyrirtæki að dafna og farvegur fyrir vaxtar- fyrirtæki. Þetta er verkefni sem hefur verið dásamað af frumkvöðlum og lofað í hástert af erlendum sérfræðingum og óhætt að fullyrða að Viðskiptasmiðjan er fullkomlega samkeppnishæf við jafnvel bestu meist - aragráður í frumkvöðlafræðum eða önnur verkefni sem miða að því að hjálpa frumkvöðlum í Evrópu. Opinberir aðilar hafa ákveðið að það sé engin þörf fyrir stuðning við þetta verkefni á Íslandi. Jafnvel frekar lagt stein í götu þess en að hjálpa til við uppbygginguna. Engu að síður hefur Viðskiptasmiðjan dafnað og sannað virði sitt fyrir íslenskum frumkvöðlum og skapað um leið ómæld verðmæti fyrir íslensku þjóðina. Þörfin er ótvíræð enda er mikilvægt að leiða saman fjármagn og þekkingu til að byggja upp vaxtarfyrirtæki. Háskólar sem fóstra nýsköpun Háskólunum hefur ekki tekist nógu vel að nýta sér uppsprettu sprota- fyrirtækja. Allt of fá fyrirtæki verða til úr íslenskum rannsóknum og þekkingu. Eftir að vísindagarðar háskólanna voru blásnir af hefur verið skortur á nýrri sókn á þessu sviði. Gagnkvæmur ávinningur fyrir samflot allra háskólanna við svona sprot a uppsprettu eins og Viðskiptasmiðjuna er augljós – veitir háskól - unum aðgang að vaxtarfyrirtækjum sem eru oft leiðandi í tækni og nýj - ung um sem og uppspretta raundæma, reynslu og atvinnu. Við skipta - smiðjan gæti verið vettvangur til þess að skapa frum kvöðl um og sprota - fyrirtækjum réttu tengslin inn í háskólana fyrir rannsóknar sam starf og trúverðugleika. Með samvinnu frumkvöðla og fræði manna er miklu lík legra en ella að til verði fleiri áhugaverð sprota fyrirtæki á Íslandi. Atvinnulífið verður að taka frumkvæðið Nýsköpun, frumkvöðlar og sprotafyrirtæki eru ekki einungis mikil - væg fyrir íslenskt samfélag og nauðsynlegt verkefni sem ríki og háskólar verða að taka þátt í heldur eru þau nauðsynleg fyrir atvinnu lífið. Ríkið Leikjasprotinn Gogogic hefur verið á góðri siglingu sem er mikilvægt fyrir leikjaiðnaðinn á Íslandi svo að það verði til fleiri skilvirk upplifunar- og leikjafyrirtæki hér en CCP. Orf Líftækni hefur náð miklum árangri og er nú komið í þá stöðu að hagnast á mikilli rannsóknar- og þróunarvinnu. Orf Líftækni hefur náð miklum árangri. Úr Eve online sem CCP framleiðir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.