Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 37

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 37
mun ekki leiða byltingu nýsköpunar á Íslandi. Og ekki heldur háskólar. Það verður að vera atvinnulífið sem blæs til sóknar. Íslensk fyrirtæki geta ekki útvistað nýsköpun á Íslandi til hins opinbera. Þá verður engin nýsköpun. Þetta verður að vera samvinna hins opinbera, háskóla og atvinnulífsins þar sem fyrirtæki taka frumkvæðið. Mýmörg dæmi eru um hvernig fyrirtæki geta búið til grunn fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki ef þau nýta auðlindir sínar og hæfni með það að leiðarljósi. Atvinnulífið hefur ekki síður mikla þörf fyrir nýsköpun og að áhugaverð sprotafyrirtæki verði til á Íslandi. Það er grundvallaratriði fyrir samkeppnishæfni Íslands og aukna verð- mæta sköpun. Orðið samkeppni má hins vegar ekki blinda mönnum sýn þegar flest vaxtarfyrirtæki þurfa að sækja markaði sína út fyrir landsteinana og þá er oftast verið að tala um örsmáa markaðshlutdeild til þess að búa til stöndug fyrirtæki. Samvinna fyrirtækja er nauðsynleg til að byggja skotpallinn sem gerir sprotafyrirtækjum kleift að taka á flug. Forgangsröðun Vandamálið er fyrst og fremst forgangsröðun. Íslenskir stjórn mála- menn hafa ekki sýnt skilning á því að framtíðarsýn Íslands verður að vera nýsköpunarsamfélag en ekki auðlindasamfélag fortíðarinnar. Nýsköpun ætti að vera efst á forgangsröðunarlista stjórnmálanna en ekki neðst. Þetta er ekki verkefni sem hægt er að henda krónun og aurum í til að friða samviskuna. Það er verið að eyða miklu stærri upp - hæðum í verkefni sem skila takmörkuðum verðmætum til lengri tíma. Háskólar verða að læra betur að miðla þekkingu af því að þeir hafa samfélagslegt hlutverk en ekki reyna að einoka hana og ætla sér að vera upphaf og endir alls. Í auknum mæli þarf þekking að leiða til verðmætasköpunar. Atvinnulífið getur ekki staðið á hliðarlínunni leng - ur og hvert og eitt fyrirtæki einungis hugsað um eigin hag. Kerfis hrun útmáði næstum því allt atvinnulíf Íslands. Sameiginleg upp bygg ing kerfis nýsköpunar skapar öllum fyrirtækjum ný tækifæri. Uppspretta nýrra fyrirtækja Stór hluti nýrra sprotafyrirtækja á Íslandi í dag verður til í krafti ein - staklingsframtaks. Frumkvöðlar með ástríðu og framtíðarsýn byggja upp fyrirtæki með svita og tárum. Það er mikilvægt og nauð synlegt að slík fyrirtæki verði til en vegna þess að þau eiga lítið sem ekkert bakland eða auðlindir verður þrautagangan maraþon án leiðar merk- inga og nestis. Það sem vantar er að fleiri hugmyndir eigi bakland og stuðning í háskólum, hjá opinberum stofnunum og hjá fyrirtækjum. Þau verða að vera duglegri við að útvista verkefnum án þess að nýta sér ein - ok unar stöðu og hafa það að markmiði að drepa allt í kringum sig. Með slíka uppsprettu getur Viðskiptasmiðjan sem farvegur nýrra fyrir tækja haft gríðarleg áhrif á uppbyggingu íslensks atvinnulífs. Í sam vinnu við fjárfesta er vettvangur viðskiptaþekkingar, ráðgjafar og tengslanets hraðbraut nýrra fyrirtækja sem miðar að því að koma þeim úr viðskiptahugmynd í vaxtarfyrirtæki. Áhugaverð sprotafyrirtæki Listi yfir áhugaverð sprotafyrirtæki er fyrst og fremst áminning um að þrátt fyrir lítinn áhuga lykilaðila í kerfinu – stjórnvalda, há skólanna og atvinnulífsins – er stöðugt verið að sá fræjum vaxtar fyrir tækja. Flest eiga þau erfitt með að ná að vaxa vegna þess að þau hafa ekki þekkinguna, hæfnina eða auðlindirnar sem til þarf. Þessi listi á að vera listi yfir stjörnusprota sem geta verið fyrirmyndir annarra fyrirtækja, listi yfir fyrirtæki sem geta skapað þúsundir nýrra starfa á ári hverju. Sú flóra af góðum við skiptahugmyndum og einstakl- ingsframtaki sem þessi listi gefur vís bendingu um er vonin um bjarta framtíð Íslands. En þetta er ein ungis upphafið. Með alvöru þátttöku ríkisins, sam vinnu háskóla og frum kvæði atvinnulífsins getur orðið bylting. Umbreyting sem gerir Ísland að vöggu áhugaverðra sprota- fyrirtækja. Ríkið mun ekki leiða byltingu nýsköpunar á Íslandi. Og ekki heldur háskólar. Það verður að vera atvinnulífið sem blæs til sóknar. Framtíðarsýn Íslands verður að vera nýsköp- unar samfélag en ekki auð linda sam félag for - tíðarinnar. Nýsköpun ætti að vera efst á for - gangslista stjórnmálanna en ekki neðst. F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.