Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 41

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 41 Hversu mikilvæg eru sprotafyrirtæki fyrir íslenskt hagkerfi? Gísli: Ég held að mikilvægi slíkra fyrirtækja verði ekki ofmetið. Ísland stendur á tíma- mótum, þar sem við verðum að breyta at vinnu lífinu frá fábreytni stóriðju og sjávar útvegs yfir í að verða fjölbreytt þekk- ingar drifið atvinnulíf, þar sem menntun og þekking leggur grundvöll að meiri verð- mætasköpun og þar með lífskjörum en nú er. Sem þjóð þurfum við að þroskast upp úr sementshagkerfi framkvæmda og stóriðju, og færast yfir í þjónustu og iðnað í alþjóðlegri samkeppni. Þetta er eina leiðin til að ungu fólki á Íslandi bjóðist tækifæri og lífskjör sambærileg við það sem gerist annars staðar. Helga: Það eru til margar rannsóknir sem sýna fram á að fjárfesting í nýsköpunar- fyrir tækjum er atvinnuskapandi og eykur hagvöxt til lengri tíma litið. Jafnframt þessu eykur fjárfesting í nýsköpun fjölbreytni í atvinnulífinu. Svo skal ekki gleyma því að fjárfesting í nýsköpun er mikilvægur þáttur í því að auka framfarir í tækni og vísindum. Til staðfestingar á mikilvægi sprota má t.d. benda á það að um áramót var Nýsköpunarsjóður hluthafi í 38 fyrirtækjum sem voru samtals með ríflega átta milljarða í veltu og hjá þessum fyrirtækjum starfa yfir 500 manns. Til viðbótar má benda á að flest þau fyrirtæki sem við eigum í eru útflutningsfyrirtæki. Þannig að bróður- parturinn af þessum átta milljörðum er í formi erlends gjaldeyris. Hversu mikilvægt er fjármagn fyrir sprotafyrirtæki? Og hvenær í vaxtarferlinu er það mikilvægt? Eggert: Fjármagn gegnir alltaf mikilvægu hlutverki í öllu æviferli sprotafyrirtækisins. Fjármagn ræður því hvort fyrirtækið heldur lífi. Hins vegar eru það aðrir þættir sem skipta öllu máli um það hvort eitt hvað verður úr sprotanum. Flestum sprota fyrir- tækjum sem á annað borð komast á legg, ná að skapa vöru og einhverja viðskiptavini finnst erfiðast að finna fjármagn til vaxtar, líkt og Frumtak er að leggja fyrirtækjum til. Baldur: Það fer alveg eftir eðli sprota- fyrir tækja hvort þau þurfa fjármagn, hve mikið þau þurfa og á hvaða tímapunkti þau eiga að sækja það. Það þarf t.d. sífellt minna fjármagn til að koma vef tengd um fyrirtækjum af stað á meðan rann sóknar- tengd sprotafyrirtæki, eins og lyfja- og líf- tæknifyrirtæki, þurfa augljóslega mikið af þolinmóðu fjármagni. Frumkvöðlar ættu að hafa það í huga að oftar en ekki er það þeirra hagur að reyna að bíða með að sækja fé hjá fjárfestum, vera komin með fyrirtækið sem lengst með eigin framlagi, til að vera í sem bestri samningsaðstöðu gagnvart fjárfestum. Helga: Mikilvægi fjármagns fyrir sprota- fyrirtæki og á hvaða tíma það kemur inn er að sjálfsögðu háð undirliggjandi starfsemi fyrirtækisins. Við hjá Nýsköpunarsjóði þekkjum dæmi þess að fyrirtæki hafi náð góðum vexti án þess að taka við utan að- komandi fjármagni, við höfum líka séð góðar hugmyndir lognast út af vegna fjárskorts. Hin hefðbundna leið fyrir fyrirtæki, að minnsta kosti eins og mark aðurinn er á Íslandi, er að fyrirtæki þurfa nokkrar milljónir á meðan það er verið að stofna fyrirtækið og þróa viðskiptalíkan, síðan þurfa þau að fullþróa vöru sína og þjónustu og sanna að hægt sé að selja hana. Á þessum tíma tekur fyrirtækið inn frá tugum upp í nokkur hundruð milljónir í fjárfestingu. Nýsköpunarsjóður kemur yfirleitt inn á þessu stigi. Ef allt gengur vel þarf að skala fyrir tækið upp og þá er hyggilegt að taka á móti síðasta fjármagninu, sem er þá yfirleitt mörg hundruð milljónir. Gísli: Fjármagn er alltaf mikilvægt. Allir þurfa að borða. Með fjármagni kemur líka agi, sem tekur sprotana úr sandkassanum og breytir þeim í fyrirtæki. Fjármagn er alltaf mikilvægt fyrir lítil fyrirtæki en hlutverk þess breytist. Í fyrstu er það til að lifa, síðar til að stækka, og loks til að besta vörur og ferli. Flestir efnilegir sprotar koma á þann punkt að þeir verða að fá fjármagn til að geta stækkað nógu hratt til að geta nýtt þau tækifæri sem árangur á klakstigi hefur skilað. Þetta finnst mér mest spennandi tíminn fyrir sprotafyrirtæki, þ.e. að slíta barns skónum og komast frá því að vera efni - legur sproti yfir í að vera öflugt fyrirtæki. Á þessu stigi erum við að fjárfesta og starfa. Hversu aðgengilegt er fjármagn hér á landi, er það nægilegt? Baldur: Fljótt á litið sýnist mér að ís - lenskir fjárfestar fjárfesti árlega fyrir um tvo milljarða í íslenskum sprota- og vaxtar- fyrirtækjum. Eftir að hafa kynnt mér tæplega 200 sprotafyrirtæki og viðskiptahugmyndir á undanförnum 18 mánuðum tel ég að það séu mörg áhugaverð fjárfestingartækifæri fyrir hendi og því hægt að auka þessa upp- hæð án þess að það komi niður á gæð um fjárfestinganna. Bæði er hægt að fjár festa í fleiri fyrirtækjum og eins styrkja enn betur þau sem eru komin á gott skrið. Helga: Fjármagn fyrir tæknifyrirtæki sem eru að leita að 20-200 milljónum er nokkuð aðgengilegt hérlendis. Hins vegar hygg ég að það vanti oft fjármagn í góðar hugmyndir sem vantar bara 1-15 milljónir, svona ein- hvers konar „micro finance“. Jafnframt vantar alvörufjármagn til að fylgja eftir mjög metn aðarfullum hugmyndum. Fyrirtæki eins og Skype og Google hefðu aldrei orðið til á Íslandi, hérlendis er enginn fjárfestir með nægilega djúpa vasa til að fjármagna mjög hraðan vöxt. Í þessu samhengi er líka áhugavert að benda á að sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu fjárfestum við um helmingi minna en Bandaríkjamenn. Gísli: Til lengri tíma ræðst framboð fjármagns til sprota af afrakstri – allir verða að horfast í augu við það. Ég sé tvær meginhindranir í fjármögnun sprota - fyrirtækja á Íslandi. Annað er fáir kostir á klakstigi, og undarlegt að ríkið skuli ekki beita sér þar frekar en að vera með ríkis - styrkt fjárfestingarfélög á síðari stigum í samkeppni við einkageirann. Hin stóra hindrunin er krónan sem kemur í veg fyrir eðlilegt flæði fjárfestinga inn í landið. Krónan er viðbótaráhætta sem erlendur fjárfestir fær enga umbun fyrir að taka. Aðgengi sprotafyrirtækja, nýrra og lengra kominna, mun stórbatna þegar krónan verður lögð niður. NÝSKÖPUNARSJÓÐUR ATVINNULÍFSINS Helga Valfells er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Sjóðurinn er áhættufjárfestir sem fjárfestir beint í nýsköpunarfyrirtækjum þegar þau eru enn á klak- eða sprotastigi. Flest þau fyrirtæki sem Nýsköpunarsjóður hefur fjárfest í til þessa eru tæknifyrirtæki með mikla útflutningsmöguleika. Árlega fjárfestir Nýsköpunarsjóður fyrir um 500 milljónir íslenskra króna beint í fyrirtækjum og síðan greiðir hann álíka upphæð inn í þá sjóði sem hann er þátttakandi í. Nýsköpunarsjóður á hlut í Frumtaki, Auði 1 og Brú II. Helga Valfells.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.