Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 48

Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 48
48 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 Pappírinn endanlega út Markús Guðmundsson verkfræðingur hjá Unimaze: Unimaze hóf starfsemi árið 2006 og hefur einbeitt sér að lausnum fyrir rafræn viðskipti, sem hafa það að markmiði að sjálfvirknivæða ferla milli fyrirtækja. Á bak við fyrirtækið standa Markús Guðmundsson tölvuverkfræðingur og Heiðar Jón Hannesson eðlisfræðingur og MBA. Markús segir að ferlar í rafrænum viðskiptum hafi lítið breyst frá því að netið náði almennri hylli um 1980. Í þeim tilvikum þar sem ferlar hafi verið rafvæddir hafi það ekki verið gert enda í enda og þar með hafi full hagræðing ekki náðst. Almennt eru hin rafrænu skjöl skrifuð út á pappír hjá sendanda og færð handvirkt inn í rafrænt bókhald hjá móttakanda. Jafnvel þótt rafrænn pappír sé sendur milli aðila inniheldur hann ekki nægar upplýsingar til að hægt sé að færa hann sjálfvirkt inn. Í dag eru til staðlar og aðferðir til þess að gera þessi samskipti alveg rafræn. Dýr handavinna Markmiðið er að spara útgjöld og hagræða með betri nýtingu auð- linda hjá fyrirtækjum. Mikil vinna fer í að koma reikningum úr raf- rænu bókhaldi í umslög og í póst. Því fylgir kostnaður hjá bæði sendanda og móttakanda. Einföld mannleg mistök í úrvinnslunni geta verið dýrkeypt. Ein ásláttarvilla með einu núlli of mikið eða of lítið kostar mikla vinnu. „Okkar markmið hefur alltaf verið að þróa þjónustu þar sem ólík bókhaldskerfi geta sent gögn sín á milli og unnið saman,“ segir Markús. Í upphafi þessa árs, eftir meira en þriggja ára þróunar- vinnu, settum við lausnirnar á markað. Markhópar okkar eru allir lögaðilar sem skiptast á reikningum og öðrum viðskiptaskjölum. Dæmi um þjónustur eru dreifingarmiðstöð Sendils, www.sendill.is, sem er nokkurs konar rafrænt pósthús fyrir stór sem smá fyrirtæki, og einyrkjavefur fyrir aðra sem ekki hafa rafrænt bókhald. Núna er einnig unnið að samningum við framleiðendur og þjón- ustu aðila viðskiptakerfa um að þeir styðji og þjónusti lausnir Unimaze. Í sumar var gengið frá samningum við DK hugbúnað og Maritech og eru aðrir samningar í burðarliðnum. Meðal notenda Sendils eru Penninn, verslanir Kaupáss og opin- berar stofnanir og sveitarfélög s.s. Landspítalinn og Reykja víkur- borg. Erlendis hefur til dæmis norska Síldarsölusamlagið tekið kerfi Unimaze í notkun, en það er einn stærsti uppboðsmarkaður fyrir fisk í heiminum. Auk þess tengjast 70.000 fyrirtæki í Danmörku. Frá sprota til vaxtar Til þessa hefur fyrirtækið verið dæmigert sprotafyrirtæki. Þróunar- vinna hefur verið kostuð af frumkvöðlunum hingað til, en nú er þjónustan komin í rekstur og þörf er á fjármagni frá utanaðkomandi aðilum til að takast á við fyrir- séðan vöxt. Viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að þjónustan nái fótfestu á Íslandi og í EES-löndum. „Það hefur ef til vill verið erfiðast að vera í mörgum hlutverkum samtímis,“ segir Markús og á þar við að frumkvöðlarnir hafa orðið að skipta með sér öllum verkum sem til falla innan fyrirtækis á meðan tekna var aflað utan fyrirtækis. „Í kjölfar hrunsins héldu fyrirtæki almennt að sér höndum í fjár- festingum sem tafði fyrir upptöku á markaðnum,“ segir Markús. „Nú er sá tími að baki. Fyrirtæki horfa nú til hagræðingar í rekstri og upptaka á rafrænum reikningum er þar mikilvægur þáttur, sem fellur vel að tímasetningu á innkomu okkar á markaðinn.“ „Markmið okkar er að þróa þjónustu þar sem ólík bókhaldskerfi geta sent gögn sín á milli og unnið saman með skil virk- um hætti.“ Hugmyndin er að gera rafræn viðskipti að fullu rafræn. Allir hafa veitt því athygli að svokölluðum rafrænum viðskiptum fylgir mikið pappírsflóð og handvirkir ferlar. Markús Guðmundsson hjá Unimaze segir að þessu megi og þurfi að breyta.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.