Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0
S T J Ó R N U N
Bandaríski hugsuðurinn og fræðimaðurinn dr. Robert E. Kelley er heimsþekktur fyrir skrif sín á sviði stjórn unarfræða. Árið 1988 birti hann tímamótagrein í Harvard Business Review er ber heitið In Praise of Followers. Sú grein olli straumhvörfum innan stjórn
unar fræð anna á þeim tíma.
Í fyrsta skipti í meira en hálfa öld höfðu fylgjendur (followers)
virku hlutverki að gegna í velgengni skipulagsheilda, eða frá því
að Mary Parker Follett fjallaði sérstaklega um þá í upphafi fjórða
áratugar síðustu aldar.
Í umræddri tímamótagrein segir Kelley frá niðurstöðum rann
sóknar sinnar er laut að atferli fylgjenda. Hann sá fljótt að sá hópur
skiptist í tvo meginflokka, annars vegar virka fylgjendur, hins vegar
óvirka fylgjendur.
Hann fann tvær undirliggjandi hegðunartengdar víddir í rann
sóknum sínum:
Sýna fylgjendur sjálfstæða gagnrýna hugsun eða horfa þeir til
leiðtogans og lúta hugsun hans?
Eru fylgjendur virkir í því að vinna af krafti fyrir viðkomandi
skipulagsheild eða eru þeir bæði neikvæðir og óvirkir í afstöðu
sinni?
Fimm flokkar fylgjenda
Kelley setti fram ákveðið flokkunarlíkan sem hann byggði á þess
um tveimur víddum. Innan þessa flokkunarlíkans má finna fimm
grundvallarfylgjendagerðir.
Sauðirnir (Sheep). Þeir eru óvirkir og horfa til leiðtogans sem sér
um að hugsa fyrir þá og hvetja til ákveðinna verka. Þá skortir allt
frumkvæði og ábyrgðartilfinningu.
Já-fólkið (Yes-people). Það er jákvætt fólk sem er ávallt sammála
leiðtoganum og lítur til hans eftir leiðsögn, stefnu og framtíðarsýn.
Ef leiðtoginn biður það að gera eitthvað sérstakt, þá hefur það
kraftinn til að framkvæma viðkomandi verkefni. Að því loknu
kemur jáfólkið til leiðtogans og spyr: „Hvað viltu að ég geri næst?“
Fúll á móti (Alienated). Þetta fólk hugsar sitt, en er ákaflega
nei kvætt. Í hvert sinn sem leiðtoginn eða skipulagsheildin reyna
að stuðla að framförum og einhverri jákvæðri þróun finnur það
nýjungunum allt til foráttu. Fúll á móti er ekki lausnamiðaður,
heldur fullur efasemda og kaldhæðni.
Þeir sem haga seglum eftir vindi (Survivors/ Pragmatists). Þetta
fólk athugar hvaðan vindurinn blæs hverju sinni. Tækifærissinnar
er hugtak sem lýsir því vel. Samt lítur það á sig sem vörslumenn
óbreytts ástands (status quo). Þegar breytingar ganga yfir gerir það
allt sem það getur til þess að lifa af og bíða af sér breytingar, þ.e.
eins og einhver sem fer í skjól þegar stormurinn skellur á og bíður
af sér óveðrið. Þetta fólk er mjög raunsætt, nytsamt og skynsamt.
Það stillir sig eftir aðstæðum hverju sinni.
Gullfólkið/Eldsálirnar/Fyrirmyndarfylgjendur (Effective
Follow ers/The Star Followers). Þetta fólk er hugsandi og sjálfstætt.
Það er jákvætt og kraftmikið. Það samþykkir ekki ákvörðun
leiðtogans nema það sé sjálft sammála henni, þ.e. að því finnist
ákvörðunin vera skipulagsheildinni til góðs. Ef gullfólkið er
samþykkt ákvörð un leiðtogans veitir það honum fullan stuðning.
Ef það er hins vegar á öndverðum meiði kemur það með aðra
tillögu, sem er þá uppbyggileg og hjálpar leiðtoganum og
skipulagsheildinni í viðkomandi máli. Það er stundum sagt, að
þetta fólk sé „leiðtogar í dulargervi“. Það er þá sagt af þeim sem
sjá ofsjónum yfir því að fylgjendur geti verið svona sjálfstæðir í
hugsun, og verið jafnframt jákvæðir í allri framgöngu. Þetta er
fólkið sem leiðtogar kalla sína „hægri hönd“. Gullfólkið er því
virkir fylgjendur, í jafnvægi og ábyrgðarfullt, og getur unnið starf
sitt af prýði án leiðsagnar sterks leiðtoga.
FJÖLGUM
GULLFÓLKINU
TEXTI: BJARNI ÞÓR BJARNASON
MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Fylgjendur á vinnustöðum:
Hvers vegna fylgja starfsmenn sumum leiðtogum en
öðrum ekki? Hvers vegna vaða þeir eld og brenni stein
nánast í blindni fyrir suma en aðra ekki? Hvað er að
vera fylgismaður og hvernig hegða fylgjendur sér á
vinnustað?
Gullfólkið er fyrirmyndarfylgjendur. Það er hugs-
andi og sjálfstætt. Það er jákvætt og kraft mikið.
Það samþykkir ekki ákvörðun leið togans nema
það sé sjálft sammála henni, þ.e. að því finnist
ákvörðunin vera fyrirtækinu til góðs.
Greinarhöfundur, Bjarni Þór Bjarnason, er
prestur og M.Sc. í mannauðsstjórnun.