Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 63

Frjáls verslun - 01.07.2010, Page 63
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 63 Það hefur færst í vöxt að íslensk fyrir tæki úthýsi að hluta eða öllu leyti tölvubúskap sínum til þjón­ustu fyrirtækja. Lætur nærri að það séu um það bil 60% íslenskra fyrirtækja, að sögn Magnúsar Böðvars Eyþórssonar, fram­ kvæmdastjóra sölu­ og lausnasviðs Skyggnis: „Oftar en ekki er það í formi þess að fyrir­ tækin eigi sjálf vinnustöðvarnar, prentara og staðarnetsbúnað en leigi aðgang að mið­ lægum vélasölum þjónustuaðila og sæki þangað sína þjónustu og þurfi því ekki að fjár festa í netþjónum, diskastæðum eða afrit­ unarbúnaði. Þetta fyrirkomulag er heppilegt að mörgu leyti því kostnaðurinn við reksturinn er orðinn þekktur og fyrirsjáanlegur fyrir fyrir tæki, og engin fjárfesting í miðlægum búnaði nauðsynleg.“ Tækifæri til fjárhagslegrar hagræðingar Almennt er litið á tölvuskýsþjónustu sem tækifæri til fjárhagslegrar hagræðingar. Google og Amazon eru dæmi um slíka þjónustuaðila. Íslensku þjónustufyrirtækin eru á þessu sviði mjög samkeppnishæf við þau erlendu. „Öryggi, heilleiki og aðgengi gagna og persónuvernd skipta einnig miklu máli. Ég tel að í dagslok byggist ákvörðun fyrirtækja um val á þjónustuaðila í upplýsingatækni á tvennu; trausti á þjónustugetu aðilans og verðlagningu þjónustunnar. Tölvuský er sú þjónusta sem flest íslensk fyrir tæki munu að einhverju leyti nýta sér í náinni framtíð. Ég hef hins vegar ekki trú á að erlendir þjónustuaðilar verði um ­ fangs miklir á íslenska markaðinum, ein ­ fald lega vegna samkeppnishæfni íslensku þjónustufyrirtækjanna.“ Er fjarlægur draumur eða raunhæfur möguleiki að íslensk fyrirtæki sæki UT-þjónustu sína til erlendra þjónustuaðila? SKYGGNIR „Íslensku þjónustufyrirtækin á þessu sviði eru mjög sam­ keppnis hæf alþjóðlega sem sést vel á því að Skyggnir hefur t.d. haslað sér völl með slíka þjónustu í Danmörku.“ Magnús Böðvar Eyþórsson, framkvæmdastjóri sölu- og lausnasviðs Skyggnis.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.