Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 65

Frjáls verslun - 01.07.2010, Side 65
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 65 Umtalsverður vöxtur og árangur hefur orðið hjá fjölmörgum af þeim fyrirtækjum sem Ný sköpunarmiðstöð Íslands hýsir nú á sínum frumkvöðlasetrum. Um þrjú hundruð manns vinna hjá þeim tæplega hundrað fyrirtækjum sem nú eru á þeim átta frum kvöðlasetrum sem NMÍ á hlut að. Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, framkvæmda stjóra Nýsköp unar miðstöðvar Íslands og rekstr arstjóra frumkvöðlasetra, hefur miðstöðin tólf ára farsæla reynslu af rekstri frumkvöðlasetra: „Í kjölfar efna ­ hagskreppunnar skynjuðum við mikla þörf á aðstoð sem þessari við framgang góðra viðskiptahugmynda hjá frumkvöðlum og litlum sprotafyrirtækjum. Upp úr því voru stofnuð sjö ný setur. Hluti af þessari velgengni var samstarf margra ólíkra aðila, t.d. afar gott samstarf við Íslandsbanka við opnun Kvosarinnar í Lækjargötu og við Hafnarfjarðarbæ, Álftanes og Garðabæ, sem eru samstarfsaðilar okkar varðandi Kveikjuna í Strandgötu í Hafnarfirði. Eins höfum við gert góðan samstarfssamning við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) um aðkomu að rekstri frumkvöðlasetra á Ásbrúarsvæðinu. Eitt af þessum setrum er sérhæft fyrir heilbrigðistækni en það er frumkvöðlasetrið Kím – Medical Park. Það er fyrsta sérhæfða frumkvöðlasetrið hér á landi og nú þegar eru þar fimmtán fyrirtæki sem öll byggjast á rannsóknum og þróun á heilsutæknitengdum hug­ mynd um, s.s. þróun á heilaskanna, þróun á svefnrannsóknartæki fyrir börn, lækningamætti íslenskra jurta og nýjum greiningaraðferðum á sviði krabba meins­ lækninga. Sprotar nútíðarinnar – stórfyrirtæki framtíðarinnar Við þurfum að hlúa vel að sprotum nú ­ tíðarinnar því á meðal þeirra leynast stór­ fyrirtæki framtíðarinnar. Við klæðskera­ saumum lausnir og aðstoð með hverju fyrirtæki fyrir sig. Nýsköpun er undirstaða hagvaxtar og til að ná enn frekari árangri í nýsköpun hér á landi er grundvallaratriði að fleiri aðilar vinni saman að góðum viðskipta­ hugmyndum.“ Klæðskerasaumaðar lausnir fyrir frumkvöðla og fyrirtæk NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og rekstrarstjóri frumkvöðlasetra NMÍ. „Nýsköpun er undirstaða hagvaxtar og til að ná enn frekari árangri í nýsköpun hér á landi er grundvallaratriði að fleiri aðilar vinni saman að góðum viðskiptahugmyndum.“ Japönsk sæbjúgu úr tilraunaeldisstöð Sæbýlis ehf. sem hefur haft aðstöðu á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sæbýli ehf. hefur þróað SustainCycle™ aðferðafræðina við eldi á botnlægum hryggleysingjum eins og stichopus japonicus, sem er ein dýrasta sjávarafurð í heimi. Ferskt sæbjúga.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.