Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: HILMAR KARLSSON Kvik myndir Sá ágæti kvikmyndaleikstjóri David Fincher hefur verið í fréttum undanfarið og er ástæðan sú að hann mun leikstýra amerísku útgáfunni af Millennium­þríleik Stiegs Larssons um Lisbeth Salander. Kvikmyndirnar verða þrjár og sú fyrsta frumsýnd í desember 2011. Undan­ farna mánuði hefur mikið verið spáð í spilin varðandi hvaða leik­ kona færi í fótspor Noomi Rapace sem gerði garðinn frægan í sænsku mynd unum. Eins og margir vonuðust eftir valdi Fincher óþekkta leikkonu, Rooney Mara, í hlutverkið. Þessa ákvörðun tók Fincher eftir að hafa leikstýrt Mara í litlu hlutverki í nýjustu kvik mynd sinni The Social Network sem frumsýnd verður í byrjun október vestanhafs og um miðjan sama mánuð hér á landi. Aðalpersónan í The Social Network er Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook­netsíðunnar. Hefst myndin haustkvöld árið 2003 í Harvard­ háskólanum þegar hann, nítján ára gamall, byrjar að útfæra hug ­ myndina að Facebook. Það er svo ekki fyrr en boltinn er farinn að rúlla að félagar hans við Harvard fara að vekja athygli á því að hug myndin hafi ekki eingöngu komið frá Zuckerberg. Sá sem gekk harðast fram í að fá viðurkenndan sinn þátt í þróuninni var Eduardo Saverin, sem var einn meðstofnanda að Facebook en var fljótlega ýtt til hliðar af Zuckerberg, sem einn vildi njóta frægðarinnar. Þunga­ miðja kvikmyndarinnar er samskipti þeirra tveggja. Í aðalhlutverkum eru Jesse Eisenberg, sem leikur Zuckerberg, og Andrew Garfield, sem leikur Saverin, en hann mun leika titil hlut verkið í næstu Spider Man­kvikmynd. Þá fer Justin Timberlake með stórt hlutverk í myndinni. Leikur hann Sean Parker, stofnanda Napster, sem var fyrsti stjórnarformaður Facebook. Zuckerberg segir myndina skáldskap Handritið að The Social Network skrifar Aron Sorkin og byggir á bók inni The Accidental Billionaires eftir Ben Mezrich, sem kom út í fyrra, og skýrslum úr málaferlum sem Zuckerberg og Facebook hafa lent í. Zuckerberg neitaði að ræða við Mezrich eins og allir aðrir sem vinna hjá Facebook, en það gerði Eduardo Saverin svo bókin þykir nokkuð einsleit þegar kemur að manninum Mark Zuckerberg og kemur hann út í versta falli sem samviskulaust ungmenni sem Sean Parker (Justin Timberlake) aðstoðar Mark Zuckerberg (Jesse Eisenberg) við að setja Facebook á stofn. SAMSKIPTAVEFURINN The Social Network fjallar um tölvuséníið Mark Zucker- berg, nemanda í Harvard, sem settist haustkvöld eitt árið 2003 við tölvuna og hóf undirbúning á hugmynd sem hann hafði gengið með og nefndi Facebook. Sjö árum og fimm hundruð milljón vinum síðar er Zuckerberg yngsti mill - jarðamæringur heims, en átti hann skilið að vera talinn eini hugmyndasmiðurinn á bak við Facebook?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.