Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 80

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 ATLI FREYR EINARSSON framkvæmdastjóri DHL Nafn: Atli Freyr Einarsson Fæðingarstaður: Reykjavík, 17. ágúst 1975 Foreldrar: Guðrún Jóhannsdóttir og Einar Gylfi Jónsson Maki: Anna Svandís Gísladóttir Börn: Sigrún Ásta, 6 ára, og Gísli Már, 3 ára Menntun: Viðskiptafræðingur Atli Freyr Einarsson. „Næst á dagskrá er fjölgun í fjölskyldunni þar sem við eigum von á okkar þriðja barni og ríkir mikill spenningur á heimilinu.“ Ég hóf störf sem bílstjóri hjá DHL í september 1997. Fyrirtækið hefur breyst talsvert á þeim þrettán árum sem liðin eru en kjarnagildin eru þau sömu. Í upphafi árs 1999 fór ég í iðn- rekstrarfræði og alþjóðamarkaðsfræði í Tækniháskólanum sem síðan sameinaðist Háskólanum í Reykjavík. Með námi vann ég hjá DHL við innslátt flutningspappíra á kvöldin og síðan í þjónustudeild í sumar- og jólafríum. Að námi loknu starfaði ég sem sölufulltrúi í söludeild og síðan sem sölu- og markaðsstjóri í ein fimm ár þar til ég tók við sem framkvæmdastjóri í ágústbyrjun.“ DHL hefur verið starfrækt á Íslandi síðan 1982 og var fyrst hraðflutningsfyrirtækja til að hefja rekstur hér á landi. „Fyrir sjö árum byrjuðum við að bjóða upp á flug- og sjófrakt og höfum náð frábærum árangri þar. Á síðasta ári bættum við enn við þjón - ustuþætti og bjóðum nú hýsingu og dreif - ingu. Nú einbeitum við okkur inn á við, reynum að bæta enn frekar það sem við gerum vel. Það er hátt þjónustustig sem skilar því að viðskiptavinir velja DHL og megin ástæðan fyrir því er starfsfólkið. Gott starfs fólk gerir gæfumuninn.“ Atli Freyr kvæntist Önnu Svandísi Gísla- dóttur hjúkrunarfræðingi árið 2006. „Anna Svandís er Bolvíkingur og við reynum að fara í Víkina nokkrum sinnum á ári. Það er ómetanlegt að geta komist vestur í afslappað og vinalegt umhverfi enda frá - bært fólk sem býr í Bolungarvík. Þar eru krakk arnir okkar í essinu sínu og fíla sig alveg í botn enda upplifa þau meira frelsi þar en í borginni. Frá Bolungarvík höfum við farið í styttri ferðir yfir í Jökulfirðina og næst er stefnan sett á að ganga Hornstrandir. Við ferðumst mikið innanlands, sérstaklega á sumrin. Síðastliðið sumar fórum við m.a. til Vestmannaeyja þaðan sem föðurfjölskylda mín er. Þar er yndislegt að vera og Eyja- menn höfðingjar heim að sækja. Næst á dagskrá er samt fjölgun í fjölskyldunni þar sem við eigum von á okkar þriðja barni og ríkir mikill spenningur á heimilinu. Áhugamálin eru, auk útiveru og ferðalaga, íþróttir. Ég er fæddur og uppalinn Vestur- bæ ingur og lék körfuknattleik með KR og sat síðan í stjórn deildarinnar. Fylgist að sjálfsögðu einnig með knattspyrnuliði stórveldisins. Ég er búinn að vera hálfgerður byrjandi í golfi undanfarin ár, ætla að gera skurk í því á næsta ári, þ.e. ef ég finn tvo eða þrjá tíma sem ég get bætt við sólar- hringinn. Ég á stóran og góðan vinahóp sem kallast Dallas-klúbburinn. Hópurinn var stofnaður fyrir 15 árum og telur 17 snillinga sem hittast reglulega við ýmis tilefni. Í ágúst fórum við í árlega veiðiferð í Veiðivötn, sem var virkilega skemmtileg að vanda. Góðir og traustir vinir eru dýrmætir og því eru það forréttindi að eiga eins gott bakland og Dallas-klúbburinn er.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Fólk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.