Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 54

Frjáls verslun - 01.10.2010, Síða 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 Hlýnun jarðar hefur síst dregið úr eftirspurn eftir þjónustu ísbrjóta þótt ísinn sé þynnri en áður. Rosatomflot er meira en hálfrar aldar gamalt fyrirtæki þótt þjónusta þess hafi aðeins staðið skipum undir öðrum fána en rússneskum til boða í eitt ár. Fyrirtækið varð til á valdatíma Níkíta Krústsjovs og er því, eins og nafnið bendir til, gamalt ríkisfyrirtæki frá sovéttímanum. Það átti upphaflega aðeins eitt skip; kjarnorkuísbrjótinn Lenín, fyrsta skip sinnar tegundar í heiminum. Múrmansk kom einu sinni við sögu nánast daglega í skipafréttum Ríkis­ útvarpsins. Það var á þeim árum þegar til dæmis íslensk skip fóru að sigla til Múrmansk með síld í skiptum fyrir steypustyrktarjárn. Flutningar og viðskipti með hráefni voru grundvöllurinn að hag vextinum þá og sú saga er að endurtaka sig. Það er rífandi gangur í Múrmansk okkar tíma. Óreiðan – eða hrunið – í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna er að baki. Múrmansk er við vestur­ enda Norðausturleiðarinnar. Þar er þegar nóg að gera og verður á næstu árum ef allar spár ganga eftir. Spöruðu sér 17 sólarhringa siglingu Siglingaleiðin milli Rotterdam og Sjanghæ er 8.000 sjómílur ef farið er um Súesskurð – en 4.300 mílur ef farið er norður um eftir Norð­ austurleiðinni. Þarna munar nær helmingi á vegalengd og það er óneitanlega kostur að engir sjóræningjar eru í Íshafinu. Þeir eru til vandræða á Adenflóa áður en komið er í Súesskurðinn. Rússar eru óþreytandi að minna á þetta. Það verður samkeppni milli þessara tveggja höfuðleiða. Egyptar taka gjald fyrir siglingu um Súesskurðinn; Rússar munu taka gjald fyrir þjónustu ísbrjóta. Hver býður best? Margir hugsa sér gott til glóðarinnar þegar flutningar milli heims­ álfa hefjast fyrir alvöru um Norðausturleiðina. Það mun koma upp samkeppni um þjónustu á milli þeirra sem geta boðið land og hafnir við báða enda þessarar siglingaleiðar. Íslendingar gætu blandað sér í þá samkeppni en það eru margir um hituna. Fyrsta skip í eigu annarra en Rússa er komið í gegn og sigldi í haust á 22 sólarhringum frá Kirkinesi í Noregi og út um Beringssund með járn grýti á leið til Kína. Útgerðinni reiknast til að sparast hafi 17 sólarhringa sigling. Núna hafa skipafélög boðað komu ekki færri en 20 hafskipa á þessari leið næsta sumar. Það eru þau skip sem útgerðir hafa pantað aðstoð fyrir hjá Rosatomflot. Án ísbrjóta verður leiðin ekki farin um fyrir sjáan lega framtíð þótt ís sé minni nú en áður. Rússar stýra sjóleiðinni Fyrir Rússa táknar Norðausturleiðin viðskipti á tímum kreppunnar. Allir vilja draga úr kostnaði og stytta flutningaleiðir. Rússar þurfa ekki að halda leiðinni lokaðri fyrir meintum óvinum og hafa ekkert á móti því að útlend skip sigli þarna líka. Rússar gjörþekkja þessa leið því þeir hafa notað hana í átatugi. Á sovét tímanum voru kol, málmar og timbur flutt um Íshafið með að stoð kjarn orkuísbrjóta og svo er enn. Þetta er mikilvæg flutningaleið „Þarna munar nær helmingi á vegalengd og það er óneitanlega kostur að engir sjóræningjar eru í Íshafinu.“ Höfnin í Múrmansk er risastór og nú þegar notuð sem umskipunarhöfn fyrir Norðausturleiðina. Til skamms tíma var bannað að taka myndir þar. Nú er allt leyfilegt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.