Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 77

Frjáls verslun - 01.10.2010, Page 77
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 1 0 77 DANSAÐ Í KRINGUM JÓLATRÉÐ Ég baka smákökusortir sem við vöndumst í Þýskalandi. Þó höldum við okkur að mestu leyti við íslensku hefð irnar.“ Á meðal hefða er að baka piparkökuhús. Þóra og eign­mað ur hennar eiga tvö börn. „Númer eitt er að hafa skemmtilegt með þeim.“ Þóra kemur fram á nokkrum tónleikum á aðventunni og þeirra á meðal eru Jólasöngvarnir í Langholtskirkju og Requiem eftir Mozart ásamt Garðari Cortes og Óperukórnum. Fyrsta sunnudag í aðventu kom hún fram á jólatónleikum í Þýskalandi. „Mér finnst ómiss andi að komast á jólamarkað í Essen og í Wiesbaden þar sem við bjuggum.“ Þóra segist hafa gaman af jólunum. „Við föndruðum í nóvember og ég skreyti og baka snemma.“ Þóra er vön að borða skötu á Þorláksmessu og hún segir að það hafi hún gert þegar hún bjó í útlöndum. Hvað varðar matinn á aðfangadagskvöld segir Þóra að ekkert ákveðið sé alltaf í matinn. „Okkur finnst æðislegt að vera með rjúpur auk þess að prófa ýmislegt svo sem gæs, önd og hreindýr. Með þessu erum við með heimalagað rauðkál og heimalagaðan ís í eftirrétt.“ Rjúpur eiga að vera í matinn þetta árið. Svo er fjölskyldan vön að syngja saman og dansa í kringum jólatréð. Uppáhaldsjólalagið? „Jólaóratorían eftir Bach. Ég get ekki hugsað mér neitt flottara.“ Þóra Einarsdóttir sópransöngkona hefur búið í Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Ýmsar hefðir eru í þessum löndum. Þóra Einarsdóttir. „Ég baka smákökusortir sem við vöndumst í Þýskalandi. Þó höldum við okkur að mestu leyti við íslensku hefðirnar.“ TÖFRARNIR OG TÓNLISTIN ÞÓRA EINARSDÓTTIR SÓPRANSÖNGKONAÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON BARÍTÓN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.