Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 22

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 ristinn segir markmið könn­ unarinnar fyrst og fremst að veita félagsmönnum aðstoð og stuðning í baráttunni fyrir bættum kjörum. „Niðurstöðurnar í fyrirtæki ársins veita upplýsingar um starfskjör inn an fyrirtækja en launakönnunin veitir upp­ lýsingar um kaup og kjör svo félagsmenn geti borið laun sín saman við laun sem greidd eru í hliðstæðum starfsgreinum. Könn unin er stjórnendun fyrirtækja einnig afar mikilvæg. Niðurstöðurnar eru mæli­ kvarði á frammistöðu fyrirtækja sem vinnu­ staða, þær sýna hvað vel er gert og hvar nauð synlegt er að gera breytingar. Ég hvet stjórnendur til að taka þátt í þessari könnun með alla sína starfsmenn, hvort sem þeir eru í VR eður ei.“ Könnun meðal fleiri en tvö þúsund stjórnenda Nú er nýlokið könnun VR meðal rúmlega tvö þúsund stjórnenda á almennum og opinberum vinnumarkaði, í þriðja skipti sem félagið gerir könnun meðal þessa hóps. „Í könnuninni er áhersla lögð á að kanna viðhorf stjórnenda til ýmissa þátta í starf inu, líðan þeirra og væntingar. Heildar niður­ stöður verða birtar í janúar en ljóst er að ýmsar áhugaverðar breytingar hafa orðið á viðhorfum stjórnenda á síðustu tveimur árum.“ Að sögn Kristins hefur áhersla á síðasta ári verið lögð á að efla grasrót VR og auðvelda þátttöku félagsmanna í stefnumótun félags­ ins í opnu og gegnsæju ferli. „Það var m.a. gert með fjölmennum fundum og stefnu­ þingi í anda þjóðfundarins árið 2009. Sömu vinnubrögðum var beitt við kröfugerð fél­ agsins vegna komandi kjaraviðræðna. Niður­ stöðurnar eru mikilvægt framlag til þeirrar umræðu og vinnu sem á sér stað innan fél ags ins varðandi framtíðarhlutverk þess og áherslur. Mikilvægi VR fyrir félagsmenn sína hefur aldrei verið meira en nú þegar kreppir að og það er undir okkur komið að vera í stakk búin til að veita þá aðstoð og stuðning sem þörf er á.“ „Síðastliðið ár hefur áhersla verið lögð á að efla grasrót VR og auðvelda aðkomu félags­ manna að stefnumótun félags­ ins í opnu og gegnsæju ferli.“ Langstærsta könnunin á vinnumarkaðnum VR Kristinn R. Jóhannesson, formaður VR. K Í upphafi næsta árs stendur VR fyrir vali á fyrirtæki ársins, fimmtánda árið í röð. Samhliða því er gerð launakönnun meðal félags ­ manna en VR hefur kannað kaup og kjör hjá félagsmönnum sínum frá árinu 1996. „Þessi könnun er orðin lang stærsta vinnu­ markaðskönnun sem gerð er á Íslandi, segir Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR. Fleiri stéttarfélög hafa bæst í hópinn og fjölmörg fyrirtæki og opin berar stofnanir taka þátt í könnuninni með alla sína starfsmenn, burtséð frá stéttarfélagsaðild. Könn unin árið 2011 nær til um fjörutíu þúsund starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.