Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 24

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: RAGNAR TH. Ragnar Th. Sigurðsson á gosstöðvunum. Fyrst þetta ... M Myndir Ragnars Th. Sigurðssonar ljós myndara af eldgosinu í Eyjafjallajökli eru meðal mest birtu ljósmynda ársins í erlendum fjölmiðlum yndin sem Time til­ nefndi sem eina af bestu myndum ársins var tekin 16. apríl kl. 22.40,“ segir Ragnar, sem heldur ná kvæmt bók­ hald um allar sínar myndir og tók um tíu þúsund ljós myndir af eldgosinu í Eyja fjalla jökli og Fimmvörðuhálsi. „Þennan dag var ég að mynda á gos­ stöðv unum og í lok dagsins hringir myndritstjóri New York Times í mig og spyr hvort ég sé ekki á svæðinu, ég játti því og þá spyr hann hvort ég geti tekið fyrir hann forsíðumynd, ég sá að sjálfsögðu ekkert því til fyrirstöðu og spurði hvað hann vildi og hann svaraði að ég réði því en það þyrfti að vera eitthvað krassandi. Þetta var eitthvað um fimmleytið og ekkert sér stakt að gerast í gosinu enda var öskufallið með mesta móti. Þessi dag ur var einnig sá dagur þegar birti til en skýjað hafði verið undan farna daga. Ég vissi að það myndi birta enn meira þegar líða færi á kvöldið og ég ákvað því að eyða nóttinni á gosstöðvunum í þeirri von að ég næði góðri mynd með eldingum. Ásdís eiginkona mín var með mér og við biðum því eftir myrkr­ inu og hafði ég góðan tíma til að velja mér stað en eldingarnar sjást ekki hvar sem er og við fórum að bænum Dalseli í Austur­Landeyjum og Dalsel er bærinn sem er í forgrunni á myndinni sem birtist í Time. Hugs unin á bak við myndina var að tengja bæinn saman við gosið, sýna áhrif gossins á byggðina. Ég var þarna í dálítinn tíma og myndaði en það voru samt ekki eins miklar eldingar og ég hafði gert mér vonir um. Ég fór því síðar um nóttina fyrir fjallið inn í Fljótshlíð og þar náði ég myndinni sem fór á forsíðu New York Times og forsíður fleiri erlendra blaða.“ Eftir að New York Times hafði birt myndina og birt myndaseríu á vefnum sínum og CNBC­sjón­ varpsstöðin, sem einnig fékk myndir hjá Ragn ari, birti þær á sínum vef má segja að allt hafi orðið vitlaust. „Ég fékk eitthvað 500 til 600 tölvupósta frá fjölmiðlum og einstaklingum strax fyrsta daginn eftir birt ingu myndarinnar og eftir að mynd­ irnar birtust á vefsíðum og fleiri fjölmiðlar fóru að birta myndir fjölgaði tölvupóstum enn meira. Flestir sem báðu um mynd vildu fá myndina sem var á forsíðu New York Times, en aðrir eins og Time völdu aðrar myndir. Síðan hafa margir fjölmiðlar birt myndir úr þessari seríu og enn er verið að panta myndir.“ Í Lapplandi þegar gosið á Fimmvörðuhálsi hófst Þegar gosið á Fimmvörðuhálsi hófst í janúar var Ragnar ekki á landinu. „Ég og Ásdís vorum nýkomin til Lapplands til að taka myndir af Íshótelinu sem er 400 km fyrir norðan heimskautsbaug, búin að vera sólarhring á ferðalagi og vorum að leggja okkur dauðþreytt til svefns þegar ég fæ sms um að gos sé hafið á Fimmvörðuhálsi. Eftir það stopp aði síminn varla hjá mér og ég fékk nánast beina útsendingu af eldgos inu frá vinum og ættingjum alla nóttina. Næstu fjóra daga var mikil vinna hjá mér en ég var í raun friðlaus, að vera með verkefni í útlöndum og eldgos heima. Segja má að forsjónin hafi verið mér hliðholl í þetta skiptið því gosið sást lítið fyrstu fimm dagana og það er ekki fyrr en ég kem heim að það birtir til og ég fór að sjálfsögðu strax á gosstöðvarnar og sinnti því gosi vel og myndirnar sem ég tók í Lapplandi mátti ég ekkert vera að því að vinna, þær urðu að bíða. Svo kom stóra gosið í Eyja­ fjalla jökli og það var eins með það og fyrra gosið að það náðist lítið af góðum myndum í upphafi vegna þess hve skýjað var, en ég fór á gosstöðvar dag eftir dag og þvældist um og tók fullt af myndum og á það verður að líta að þegar aðstæður eru ekki góðar er samt alltaf verið að reyna þannig að myndafjöldinn er mikill þó svo aðeins brot að því séu góðar og nothæfar ljósmyndir.“ Svartur veggur Ragnar er spurður hvað sé eftirminnilegast frá gosinu. Við meginhlaupið úr Gígjökli 14. apríl náði ísskriða að hvolfast yfir hábrúnir vestan við Gígjökul og niður fjallið langleiðina að Steins holtsá. Skriðan reif með sér möl, grjót og björg úr hömrunum allra efst og hlíðinni fyrir neðan. Stærsta grjótið stendur eins og minnismerki um sjónleik náttúrunnar. Að sögn Ragnars er það hald manna að grjót ið sé um 1.300 tonn að þyngd þótt aðeins hafi verið gefið upp að það sé rúm 1.000 tonn. Stærð grjótsins má vel sjá þegar miðað er við eiginkonu Ragnars, Ásdísi Gissurar dóttur, sem rétt grillir í í horninu hægra megin. Ljósmynd þessi rataði fyrir nokkrum dögum í breska blaðið The Sun. ERLEND STÓRBLÖÐ KAUPA MYNDIR AF RAGNARI TH. Í kjölfarið fékk Ragnar hundruð tölvupósta á dag með beiðnum um myndir frá eldgosinu og ein þeirra var síðan í uppgjöri hjá Time valin ein af bestu myndum ársins og birt á heilli opnu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.