Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 38

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 Keppt við innflutning í 15 ár Bannað var að flytja inn ís fram til ársins 1995 þegar gildistaka EES­samningsins opnaði á innflutning. Kjörís brást við með því að hefja innflutning frá Unilever, stærsta matvælaframleiðanda í heimi, og segir Guðrún að það hafi verið gæfuspor og stutt við starfsemi félagsins. Í framhaldinu hafi ísneysla aukist og ekki tekið sölu af þeim sem voru fyrir. Kjörís er þekkt vöumerki á Íslandi en svo háttar til að erlendu ísvör­ urnar frá Unilever seljast best þar sem erlendir ferðamenn eru á ferð. Þannig virðist nokkur íhaldssemi ríkja þegar kemur að ísneyslu og á við hið fornkveðna; hverjum þykir sinn ís fagur! Það mun þannig vera reyndin að við Íslendingar erum dálítið líkir Bandaríkjamönnum þegar kemur að neyslu á ís. Rétt eins og Banda ríkjamenn vilja Íslendingar gjarnan vélarís og þá tilbúna rétti, s.s. sælgætis hræringa og hristing. Að sögn Valdimars hefur samstarfið gengið mjög vel en þeir hafa aðallega skipt við fyrirtæki í Englandi og Danmörku. Á heima mark­ aði er Emmessís helsti keppinautur fyrirtækisins en segja má að það séu þessir tveir framleiðendur sem skipta með sér ísmarkaðinum hér á landi. Emmessís selur einnig innfluttan ís. Að sögn Valdimars hefur innflutningurinn ekki haft teljandi áhrif á rekstrarstöðu inn lendra framleiðenda en vissulega hafi þeir orðið að hafa hliðsjón af inn flutn­ ingnum við sína vöruþróun. Þarna komu til heimsþekkt vöru merki og REYNT AÐ STÖÐVA ÍSGERÐINA Ekki var kálið sopið þótt í ausuna væri komið. Framleiðsluráð reyndi sitt besta til að stöðva ísgerðina á sama hátt, eins og meðfylgjandi bréf vottar. Hafsteinn var ekki lengi búinn að reka rjómaísgerðina þegar hann fékk bréfið góða frá framleiðsluráðinu. Þar var honum tjáð að ekki væru lengur leyfðar niðurgreiðslur á mjólk og smjöri sem nota ætti til ísgerðar. Hafsteinn neyddist þá til að skipta yfir í jurtaís enda var honum með þessu gert ómögulegt að keppa við Mjólkursamsöluna í verði á rjómaís. Þessi saga er rakin ágætlega í tímaritinu Efst á baugi árið 1994. Þar kemur fram að næstu árin hafi Hafsteinn komið með ýmsar nýjungar á markaðinn, t.d. frostpinna sem urðu mjög vinsælir, en Mjólkursamsalan fylgdi oftast í kjölfarið með framleiðslu svipaðra vara. Einhvern veginn tókst þó Kjörís að lifa af samkeppnina og er reyndar eina fyrirtækið sem hefur lifað af samkeppni við Mjólkursamsöluna. Kjarninn í uppskriftum okkar eru uppskriftir frá pabba sem sjálfsagt komu að hluta til frá Dan mörku þar sem hann lærði á sínum tíma. Við höldum vel utan um þær. ÍS ER GÓÐUR. Þessi snáði sleikti ísinn með tilþrifum í einni vinsælustu ísbúð landsins; Ísbúðinni í Garðabæ. Í KLÓM FRAMLEIÐSLURÁÐSINS: OSTAGERÐIN STÖÐVUÐ Stofnandi Kjöríss, Hafsteinn Kristinsson, stofnaði Ostagerðina hf. árið 1967 og hugðist setja ýmsar nýjungar á markaðinn, svo sem ostana Camembert og Port Salut. Þegar framleiðslan var í þann mund að verða söluhæf fékk fyrirtækið bréf frá Framleiðsluráði landbúnaðarins þar sem tilkynnt var um 30% niðurgreiðslur á öllum öðrum ostum en þeim sem Ostagerðin framleiddi. Með þessu var stoðunum algerlega kippt undan Ostagerðinni og henni gert ókleift að starfa áfram. Á sínum tíma varð af þessu töluvert blaðamál. Þess má geta að skömmu seinna hóf Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi framleiðslu á þessum sömu ostum. Hafsteinn gafst hins vegar ekki upp og hóf rekstur Kjöríss í húsnæði því sem hann hafði ætlað undir ostagerðina. Það er reyndar merkilegt til þess að hugsa að Íslendingar týndu niður kunnáttu í ostagerð á 17. og 18. öld og eftir það voru það helst höfðingjar sem fluttu inn osta frá útlöndum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.