Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.11.2010, Qupperneq 45
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 45 Spurningarnar fimm eru eftirfarandi: Hvert er hlutverk okkar? Hver er viðskiptavinurinn? Hvað skiptir viðskiptavininn máli? Hvaða árangri höfum við náð? Hver eru markmiðin? Hlutverk fyrirtækisins verður að vera skýrt til að fólk haldi einbeitingu og nái árangri. Því betur sem við þekkj ­ um viðskiptavininn þeim mun auð ­ veldara verður að mæta þörfum hans og fara fram úr væntingum hans. Hættan felst í því að við teljum okkur þekkja viðskiptavininn og vita hvað hann vill og drögum þar af leiðandi oft rangar ályktanir um hvað skiptir hann mestu máli. Af þeim sökum náum við ekki tilætluðum árangri og byggjum markmið okkar og áætlanir á röngum forsendum. Eins og fram kemur í bókinni er ekkert fyrirtæki án viðskiptavina og því er eins gott að gera sitt allra besta í að þekkja þá vel, fara fram úr væntingum þeirra og þannig halda þeim í viðskiptum. Auk þessara fimm spurninga eru í við auka viðbótarspurningar sem nota má til að kafa enn dýpra og ná fram enn meiri upplýsingum. Sjálfs mat fyrirtækisins verður fyrir vikið mark­ vissara og nákvæmara, ekki síst þegar fenginn er breiður hópur til að svara spurningunum, en höfundur leggur áherslu á nauðsyn þess. Þannig næst fram aukin þátttaka, starfsmenn eigna sér niðurstöðuna þar sem þeir eru beinir þátttakendur og eru þar með líklegri til að grípa hratt til þeirra að­ gerða sem þörf er á. Virk þátttaka hvetur hraða breytinganna. Fyrir hverja? Bókin er fyrir alla þá sem taka leiðtoga ­ hlutverkið alvarlega og vilja ná enn meiri árangri með sínu fólki með því að gera markvissari áætlanir og skilgreina vænt ingar um þann árangur sem hægt er að ná með því að fara fram úr vænt­ ingum viðskiptavinarins. Hvort sem leið toginn stýrir litlu verkefna teymi eða stóru fyrirtæki getur hann fundið gagn legar spurningar í bókinni sem auka skilning hans og liðsmanna hans á umhverfi fyrirtækisins, áskorunum þess og tækifærum. Með auknum skiln ingi náum við meiri árangri og náum þar með fyrr og betur en ella að mæta auknum kröfum á nýju ári. Höfundur bókarinnar, Peter Druc ker, er mörgum að góðu kunnur og hefur stundum verið kallaður „faðir nútíma stjórnunar“. SPURNINGAR DRUCKERS 1. Hvert er hlutverk okkar? 2. Hver er viðskiptavinurinn? 3. Hvað skiptir viðskiptavininn máli? 4. Hvaða árangri höfum við náð? 5. Hver eru markmiðin? Hljómar einfalt, en kann að vera flóknara en það virðist í fyrstu. Eins og höfundur segir í lokaorðum og leiðbeiningum um hvernig nota á bókina: „Ekki hlaupa í gegnum hana á síðustu stundu. Spurningarnar fimm virðast einfaldar, en þær eru það ekki. Gefðu þeim tíma til að síast inn, glímdu við þær. Vel unnið sjálfsmat þróar hæfni og getu og eykur skuldbindingu. Virk þátttaka er tækifæri til að styrkja sýnina og móta framtíðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.