Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 52

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 39. ROVIO ANGRY BIRDS Tölvuleikur (ca. 115 kr., www.rovio.com). Frábær og stórundar­ legur smátölvuleikur fyrir iPhone­ og Nokia­síma. Takmarkið er að kasta pirruðum fuglum inn fyrir virkismúra eggjastelandi svínagengis og hvað getur verið skemmtilegra en það? 40. INNERGIE MCUBE MINI Rafmagnstengi (u.þ.b. 12.000 kr., www.myinnergie.com). Ef þú ferðast mikið með fartölvu sem þarf ekki mikla orku er þetta ör­ smáa rafmagnstengi fyrir bíla og flugvélar eitthvað fyrir þig. Það er ekki stærra en tveir þumlar og getur haldið flestum hefðbundnum fartölvum fullhlöðnum á ferðalaginu. 41. LOOKOUT MOBILE SECURITY Farsímaforrit (ókeypis, www.mylookout.com). Þrefalt öryggi fyrir Android­, BlackBerry­ og Windows Mobile­síma. Lookout keyrir veiruskönnun á hvert forrit sem sótt er í símann, hjálpar not and anum að finna símann ef hann týnist og sér um öryggisafritun gagna á símanum. 42. ATI RADEON HD 5870 Skjákort (65.950 hjá www.att.is). Þetta skjákort skilar einhverri bestu grafík sem hægt er að kreista út úr einum grafíkörgjörva þótt samkeppnin sé vissulega hörð. Verðið er hins vegar betra en á flestum sambærilegum kortum. 43. IVINA BULLETSCAN S300 Skanni (u.þ.b. 50.000 kr., www.bulletscan.com). Meðfærileiki, fjölhæfni og frammistaða eru aðalsmerki þessa skanna, því hægt er að skilja 20­blaðsíðna arkamatarann eftir heima og taka einungis litla skönn unareiningu sem fær rafmagn í gegnum USB­tengi tölvunnar með í ferðalagið. 44. DIMDIM Netþjónusta (ókeypis, en Pro­útgáfa kostar um 3.000 kr. á mánuði, www.dimdim.com). DimDim er netfundatól sem er einfalt í not kun og krefst engrar sérstakrar uppsetningar. Með því má gera kann anir meðal fundarmanna, deila skrám og vista þær og fjórir geta vídeó­ spjallað í einu, svo eitthvað sé nefnt. 45. SMARTFISH ERGOMOTION MOUSE Tölvumús (u.þ.b. 10.000 kr., www.getsmartfish.com). Einstök mús sem notar sérstaka tækni til að laga sig að stöðu handarinnar og er ótrúlega þægileg í notkun. 46. LENOVO THINKPAD X100E Fartölva (verð frá 109.900 hjá www.netverslun.is). Þessar smáu en knáu fartölvur státa kannski ekki af 8 klst. rafhlöðuendingu, en AMD Athlon­ og Turion­örgjörvarnir sem notaðir eru í þær gera þær mun öflugri en fartölvur sem nota Atom­örgjörva. Í kaupbæti fylgja hin alþekktu gæði Lenovo í hönnun lyklaborða og snertimúsa. 47. FACEBOOK Samfélagsvefur (ókeypis, www.facebook.com). Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika hvað varðar persónuvernd á árinu hefur Facebook tekist að koma með nýjungar sem hafa eflt þennan vinsælasta samfélagsvef í heimi og haldið honum inni á lista yfir bestu græjur ársins. 48. PLANTRONICS K100 Handfrjáls búnaður (verð u.þ.b. 15.000 kr., www.plantronics. com). K100­græjan tengist farsímanum gegnum Bluetooth, er fest við sólhlífina í framrúðunni og er mun þægilegri í notkun við akst­ urinn en hefðbundinn handfrjáls búnaður. 49. TAPTRIX BRUSHES Farsímaforrit (u.þ.b. 1.000 kr., www.brushesapp.com). Þetta teikniforrit fyrir iPhone og iPad er svo einfalt í notkun að flestir ættu að geta notað það. Samt er það nógu öflugt til nýtast listamönnum við störf sín – t.d. hafa forsíður tímaritsins New Yorker verið hann­ aðar með Brushes. 50. CORSAIR 800D Tölvukassi (63.950 kr. hjá www.att.is). Hér er á ferðinni frábær kassi fyrir þá sem vilja smíða sínar eigin tölvur. Hliðarspjöldin detta af ef ýtt er á takka og auðvelt er að skipta út íhlutum. Sérstök hliðargeymsla fyrir kapla heldur öllu snyrtilegu, sem bæði eykur loftflæði og sér til þess að allt líti vel út þegar gægst er inn um gluggann á hlið kassans. 40 Innergie mCube Mini er minnsta fartölvu hleðslu­ tækið á markaðnum. 50 Corsair 800D heillar tölvusmiðina, enda er hann með flottari tölvu­ kössum á markaðnum. 45Sérstök tækni Smartfish ErgoMotion­músarinnar gerir hana einstaklega þægilega. 39 Hvað getur verið skemmtilegra en að henda reiðum fuglum í svín? SL EN SK A SI A .I S I CE 5 27 59 1 2 /2 01 0 ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. • Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. • Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. • Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. • Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG ÞÖKKUM FYRIR SAMSTARFIÐ Á LIÐNU ÁRI ECONOMY COMFORT Meiri þægindi, góð vinnuaðstaða, rafmagnsinnstunga fyrir tölvu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.