Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 55

Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 55
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 55 Hrunið bjargaði Blikum, Íslandsmeisturum karla árið 2010 í knattspyrnu. Boltinn er orð inn biss ness hjá félaginu og áætlar Frjáls versl un að tekjur félagsins á skömmum tíma séu yfir 200 millj ónir króna vegna sölu leikmanna og þátttökuréttar í undan keppni Meist aradeildar Evrópu næsta sumar. Mest munar um söluna á Gylfa Má Sigurðssyni frá Read ing til þýska liðsins Hoffenheim en fyrir þá sölu fengu Blikar um tíu prósent af andvirð­ inu eða 100 millj ónir kóna. Yfir 200 milljónir í peningakassann • Breiðablik fékk rúmlega 15 milljónir króna fyrir að taka þátt í UEFA­keppninni síðasta sumar. • Breiðablik fær yfir 100 milljónir króna vegna sölu Reading á Gylfa Þór Sigurðssyni til þýska liðsins Hoffenheim síðasta sumar. Gylfi Þór, sem kom ungur til Breiðabliks frá FH, fór frá Blikum til Reading 2005. • Breiðablik kemur til með að fá 30-50 milljónir króna fyrir þátttöku sína í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta sumar. • Breiðablik fékk 20 til 30 milljónir fyrir söluna á Alfreð Finnbogasyni til belgíska liðsins Lokeren. • Breiðablik fékk 20 til 30 milljónir fyrir söluna á Jóhanni Berg Guðmundssyni til AZ Alkmaar í Hollandi fyrir bráðum tveimur árum. Ekki er ólíklegt að fleiri leikmenn Blika verði seldir á næst unni og meira fé bætist í kassann. Þannig hafa Krist inn Steindórsson og Elvar Freyr Helgason verið til skoð unar hjá erlendum félögum. Erlendum leikmönnum sagt upp En förum aðeins yfir söguna um það hvernig hrunið bjarg aði Blikum. Þegar óveðursský hrönnuðust upp yfir íslenskum fjármálamarkaði, sem varð til þess að hann hrundi haustið 2008, fór að birta yfir herbúðum knatt spyrnu manna Breiðabliks í Fífuhvammi í Kópavogi. Það er næsta víst, eins og Bjarni Felixson íþrótta frétta maður sagði svo oft, að hrunið er lykillinn að því Blikar hömpuðu Íslands meist­ ara titlinum í knattspyrnu karla í fyrsta sinn tveimur árum síðar – á haustmánuðum 2010. Hrunið varð til þess að forráðamenn Breiðabliks urðu að hugsa sinn gang og sníða sér stakk eftir vexti. Margir af öflugustu styrktaraðilum Breiðabliks, sem höfðu lagt geysi legt fé í félagið, héldu að sér höndum og var Mile stone ehf. einn þeirra. Þegar hrunið varð fóru forráðamenn Breiðabliks að skera niður rekstrarkostnað og laun þjálfara og leik manna til að endar næðu saman. Laun Ólafs Helga Kristjáns sonar þjálfara voru lækkuð um 30% og ákveðið að segja upp samningum við fimm erlenda leikmenn Breiðabliks. Hér var um að ræða leikmenn sem höfðu leikið stórt hlutverk hjá Blikum, en voru dýrir á fóðrum. Einnig var ákveðið að endurnýja ekki samning við einn besta leik mann liðsins, Marel J. Baldvinsson, og hinn efnilegi Jóhann Berg Guðmundsson var seldur til AZ Alkmaar í Hollandi. Arnar og ungarnir Blikar byrjuðu á því að kalla heim aftur unga leikmenn sem höfðu verið í láni hjá öðrum félögum, eins og Hauk Baldvinsson, Alfreð Finnbogason, Kára Ársælsson og Guðmund Kristjánsson. Tekin var sú ákvörðun að byggja Breiðabliksliðið á ungum leik­ mönnum og segja við þá: Nú er ykkar tími kominn – standið á eigin fótum og sýnið hvers þið eruð megnugir. Blikarnir gáfu ungum leikmönnum tækifæri, sem þeir hefðu eflaust ekki fengið ef hrunið hefði ekki orðið, sem varð til þess að fimm erlendir leikmenn voru látnir fara. Það var mikill styrkur fyrir ungu strákana að Arnar Grét ars son, sem hafði öðlast mikla reynslu sem atvinnu maður í Grikklandi og Belgíu, var kominn heim á ný og var hann eins og önd með ungana sína – foringinn á miðjunni; hokinn af reynslu sem leikmaður með AEK Aþenu og Lokeren. Hinir ungu leikmenn Breiðabliks, sem höfðu flestir verið meist arar með Blikum upp yngri flokka og þekktu því hvernig var að vera sigurvegari, fögnuðu sigri í Bikar keppni KSÍ 2009 – fyrsti stóri bikarinn hjá Blikum var í höfn. Margir Breiðabliksmenn voru ekki bjartsýnir þegar Arnar ákvað að yfirgefa Breiðablik í byrjun árs 2010 og halda til AEK Aþenu, þar sem hann var ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi í sambandi við þjálfun hjá gríska félaginu. Strákarnir stóðust prófið Blikarnir, sem höfðu fengið góðan liðstyrk frá Víkingi 2009 er markvörðurinn Ingvar Þór Kala gekk til liðs við þá, fengu annan góðan liðsmann frá Víkingi fyrir keppnistímabilið 2010 – Jökul I. Elísabetarson, sem féll mjög vel inn í hópinn. Jökull náði strax mjög góðum tökum á miðjunni, var yfirvegaður og útsjónarsamur. Það má með sanni segja að hann hafði náð að fylla skarðið sem Arnar skildi eftir. Ingvar Þór (27 ára) og Jökull (26 ára) hafa gert stór góða hluti hjá Blikum á stuttum tíma. Það gekk eftir síðasta sumar sem þjálfararnir Pétur Pétursson og Úlfar Hinriks son, sem höfðu þjálfað hina ungu leikmenn Blika, spáðu – að með meiri reynslu ættu hinir ungu leikmenn eftir að þroskast og verða mjög sigursælir í framtíðinni. Strák arnir náðu þeim þroska fyrr en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Blikar léku mjög skemmtilega knattspyrnu í sumar, þeir gáfust ekki upp og stóðust prófið þegar á hólminn var kom ið. Stóðu uppi sem meistarar í æsispennandi loka bar áttu við þáverandi meistara FH og Eyjamenn. Með liðinu lék hópur ungra leikmanna en meðalaldur liðsins var 22,9 ár. Blikarnir eru með eitt yngsta meistara lið Íslandssögunnar, aðeins tvö meistaralið eru yngri; með al aldur Víkingsliðsins sem varð meistari 1920 var 18,1 ár og meðalaldur leikmanna Framliðsins sem varð meist ari án keppni 1913 var 18,7 ár. Blikarnir gáfu ungum leikmönnum tækifæri, sem þeir hefðu eflaust ekki fengið ef hrunið hefði ekki orðið, sem varð til þess að fimm erlendir leikmenn voru látnir fara. Kristinn Steindórsson. MYNDIR: GEIR GUÐSTEINSSON

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.