Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Qupperneq 61

Frjáls verslun - 01.11.2010, Qupperneq 61
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 61 Hvaða fjögur atriði eru brýnust í efna­ hags málum þjóðarinnar? Byrjum á því að fara yfir stöðuna. Fyrir­ liggjandi gögn um framvindu efna hags ­ lífsins gefa því miður ekki tilefni til að ætla að lát sé að verða á kreppunni. Ef marka má nýjastu greinargerð Hagstofunnar (Hagtíðindi 2010:15, 7. des. sl.) verður minnkun landsframleiðslu á árinu 2010 enn meiri en áður hafði verið reiknað með (sbr. fjárlagafrumvarp fyrir 2011 og spá Seðlabankans Peningamál 2010.4), sennilega nálægt ­4%. Bætist þessi samdráttur við tæplega 7% samdrátt lands framleiðslunnar á árinu 2009. Kaup­ máttur ráðstöfunartekna hefur minnkað langt umfram þetta (Hagstofan frétt 199:2010). Vissar vísbendingar eru um að botni kreppunnar hafi nú verið náð. Skiptir þar mestu að samdráttur í einkaneyslu kann að hafa stöðvast. Á hinn bóginn eru litlar sem engar vísbendingar um að umtalsverður hagvöxtur sé framundan. Eins og sakir standa eru mestar horfur á að hagkerfið skjögri áfram eftir botni þessarar efnahagslægðar á komandi misserum. Brýnasta viðfangsefnið í efnahagsmálum er að koma í veg fyrir að þessar horfur verði að raunveruleika. Í flestum öðrum vestrænum löndum hefur samdráttur landsframleiðslu verið miklu minni og þorri þeirra hefur umtalsverðan hagvöxt á yfirstandandi ári – væntanlegur hag vöxtur í ríkjum OECD 2011 er t.d. 2,8%. Ísland hefur nú þegar fallið um mörg sæti á tekjulista vestrænna þjóða. For senda þess að Ísland nái á ný fyrri stöðu í samfélagi þjóðanna er að hressilegur hagvöxtur rífi þjóðartekjur á mann og kaupmátt upp í fyrri hæðir. Gerist það ekki er hætt við því að veiking atvinnu lífsins og brottflutningur menntaðs og framtakssams fólks frá landinu verði í þeim mæli að ekki verði aftur snúið. Þá mun Ísland dæmast til þess til að verða til frambúðar í hópi fátækari Evrópuríkja eins og landið var raunar öldum saman áður fyrr. Sem betur fer er enn ekki of seint að grípa í taumana. Til þess þarf hins vegar sem fyrst að grípa til ákveðinna efna hagsráðstafana. Þessar eru mikil­ vægastar: 1. Lækkun skatta Skattar hafa verið stórhækkaðir. Þessi aukna skattaheimta dregur beinlínis úr vinnuvilja, framtaki og sparnaðarhneigð. Þar með vinnur hún beinlínis gegn því að landið komist sem fyrst út úr kreppunni. Jafnframt rýrir hún skattstofna bæði vegna dýpri kreppu og vegna þess að hún hrekur skattþegna og tekjur frá landinu og vinnur þannig gegn því yfir lýsta markmiði sínu að afla tekna í ríkissjóð. 2. Niðurskurður í útgjöldum hins opinbera Hlutdeild hins opinbera í þjóðar búskapn­ um, sérstaklega ríkissjóðs, hefur stór­ lega vaxið. Skiptir þar mestu máli hið viðamikla millifærslukerfi sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt höfuðáherslu á að þenja út og telur jafngilda velferð. Stór hluti þessara opinberu umsvifa er hallarekstur fjármagnaður með lánum sem hækkar vexti í bráð og jafngildir nýjum byrðum á skattgreiðendur fram­ tíðarinnar í lengd. Þetta þýðir einfaldlega minna svigrúm fyrir einkaframtakið og þar með minni umsvif í atvinnulífinu, minni fjárfestingar og dýpri kreppu. Til þess að glæða hagvöxt er nauðsynlegt að ríkið láti minna fyrir sér fara og gefi einka­ aðilum rúm til að koma hjólum atvinnu­ lífsins af stað á nýjan leik. 3. Afnám gjaldeyrishafta Gjaldeyrishöftin liggja eins og mara á bæði atvinnuvegum og einstaklingum. Hinn efnahagslegi kostnaður við þau er miklu meiri en virðast kann í fljótu bragði. Þau skerða viðskiptatækifæri, kosta stór­ fé í framkvæmd og fela í sér tæki fyrir stjórnvöld til að handstýra efnahagslífinu. Með áframhaldandi gjaldeyrishöftum er erfitt að sjá hvernig íslenskt atvinnulíf getur þroskast eðlilega á komandi árum, hvað þá rifið landið upp úr kreppunni. Það er því lykilatriði að afnema þau sem fyrst. 4. Láta af því að grafa undan atvinnulífinu Það hefur verið rauður þráður í efna­ hagsstefnu ríkisstjórnarinnar að skerða réttindi og veikja rekstrarskilyrði mikil­ vægustu atvinnuvega þjóðarinnar, ekki síst sjávarútvegsins og stóriðjunnar. Þetta er gert með beinum ráðstöfunum, hótunum um ráðstafanir, sífelldu nei­ kvæðu umtali og jafnvel rógi. Hvað annað sem um þessa áráttu valdamanna má segja getur hún ekki orðið til annars en lengja í kreppunni og draga úr líkunum á því að við rífum okkur myndarlega upp úr henni. Á meðan aðrar þjóðir reyna að efla sína bestu atvinnuvegi er núverandi ríkisstjórn upptekin af því að ofsækja þá með öllum mögulegum ráðum. Ofangreindar efnahagsráðstafanir eru nán ast þveröfugar við það sem núverandi ríkisstjórn er að gera. Það er raunar kjarni málsins. Til þess að Ísland komist út úr þessari efnahagskreppu með sæmilega heilli há er nauðsynlegt að gjörbreyta um efnahagsstefnu. RAGNAR ÁRNASON, prófessor við Háskóla Íslands: Ríkisstjórnin ofsækir atvinnuvegina HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? MAT HAGFRÆÐINGA Ragnar Árnason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.