Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 66

Frjáls verslun - 01.11.2010, Side 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? PÁLL BRAGASON, forstjóri Fálkans: Tel langt í land með að krónan fari á flot FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvaða árangur ert þú ánægðastur með innan þíns fyrirtækis á árinu? Stöðugan og heilbrigðan rekstur. Áttu von á því að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næsta ári? Ekki að neinu marki. Á þó von á að byrjað verði að slaka á innstreymishöftum, en tel langt í land með að krónan fari á flot, geri hún það nokkurn tíma. Óttast þú fjármagnsflæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Skyndilegt og algert afnám gjaldeyris­ hafta væri óráðlegt. Hætt er við að fjár­ flæði úr landi yrði illviðráðanlegt. Krónan er einfaldlega ekki haffær. Hvað telur þú að sé algengasta umræðuefnið á meðal stjórnenda núna? Af ótalmörgu er að taka, en ég nefni þrennt. Eitt er stóraukin skatt heimta, mikill hallarekstur ríkissjóðs og ótak­ mörkuð ríkisábyrgð á banka inni stæð­ um. Þetta eru allt baneitruð peð, sem veikja atvinnustarfsemi og vinna gegn fjárfestingu og endurnýjun. Annað er óskiljanleg þvermóðska sumra ráðamanna gegn umsóknarferlinu að ESB. Það er afkáralegt, þegar t.d. er beinlínis staðið gegn útréttri hjálparhönd til að hressa upp á opinbera stjórnsýslu, sem víða er bágborin, sbr. skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í þriðja lagi vekur aðkoma banka og fram­ takssjóðs að reksti gjaldþrota fyrir tækja mikla tortryggni. Að „bjarga störfum“ með því að hrúga líkum í öndun arvélar, ef nota má þá líkingu, eru undarleg fræði. Það heftir náttúrulega grisjun á markaði, og vinnur gegn endur reisn atvinnulífsins. Bankar verða að horfast í augu við þá staðreynd, að þeir njóta nánast einskis trausts í samfélaginu. Finnst þér bankarnir hreyfa sig hraðar við að afskrifa skuldir fyrirtækja og endurskipuleggja fjármál þeirra? Bankar eiga án tafar (og hefðu átt að vera búnir fyrir lifandis löngu) að ganga í að: Afskrifa allar óinnheimtanlegar kröfur. Leiðrétta myntkörfulán fyrirtækja til að eyða óvissu. Setja í þrot fyrirtæki, sem eru með bæði vonlausan rekstur og ónýtan efnahag. Hjálpa til við að finna nýja eigendur eða meðeigendur að fyrirtækjum sem eru með nýtilegan rekstur en ónýtan efnahag. Takist það ekki innan hæfilegs frests, t.d. 6­12 mánaða, þá fari þau í þrot. Hjálpa eigendum fyrirtækja með nýtilegan rekstur en erfiðan efnahag að komast á réttan kjöl, t.d. með blöndu af afskriftum og nýju hlutafé. Og umfram allt, drífa sig! Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Einkar gott og gæfuríkt fjölskylduár. Þau hafa reyndar jafnan verið góð, Guði sé lof, en sjaldan eða aldrei höfum við hjónin átt jafnmargar ánægjustundir með börnum okkar og barnabörnum og á þessu ári. Páll Bragason

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.