Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 70

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT? AÐALSTEINN STEINÞÓRSSON, framkvæmdastjóri Lyfjavers: Bankarnir á hraða snigilsins FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvaða árangur ert þú ánægð­ astur með innan þíns fyrir­ tækis á árinu? Hvernig starfsfólk Lyfjavers hefur leyst fjölmörg gríðarlega erfið verkefni í framhaldi af breyt ingum stjórnvalda á reglu­ gerðum um þátttöku Sjúkra­ trygginga Íslands í lyfja kostnaði almennings. Áttu von á því að gjaldeyrishöftin verði afnumin á næsta ári? Nei, ég tel að gjaldeyrishöftin verði að mestu óbreytt á næsta ári og útilokað að þau verði afnumin nema í áföng­ um, sem gæti tekið fjögur til átta ár. Óttast þú fjármagnsflæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Já, erlendir aðilar eiga hund r uð milljarða sem þeir munu ekki vilja eða geta haft hér lengur en nauðsyn krefur. Hvað telur þú að sé algengasta umræðuefnið á meðal stjórnenda núna? Annars vegar skattahækkanir og auknar álögur á fólk og fyrirtæki og hins vegar mis­ munandi starfsaðferðir bank­ anna við endurreisn atvinnu­ lífsins. Finnst þér bankarnir hreyfa sig hraðar við að afskrifa skuldir fyrirtækja og endurskipuleggja fjármál þeirra? Veit það ekki, en ef þeir hreyfa sig hraðar eru þeir þó enn á hraða snigilsins. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Eftir vandræði með forgjöfina í sumar er það „örn“ sem ég náði á 7. braut á Korpunni 4. október. Aðalsteinn Steinþórsson HREFNA RÓSA SÆTRAN, eigandi og yfirkokkur á Fiskmarkaðinum: Við þurfum virkilega að passa upp á innkaupin FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvaða árangur ert þú ánægðust með innan þíns fyrirtækis á árinu? Ég er alltaf ánægð með það hversu ánægt fólk er með Fiskmarkaðinn al­ mennt þannig að ég tel það mikinn árangur að ná því að hafa alla kúnn ana okkar ánægða þar sem þetta eru 150­ 250 manns á dag. Annars vorum við líka mjög dugleg á þeim erfiðu tímum þegar eldgosið var að passa upp á fyrirtækið og það gengur vel hjá okkur.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.