Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 72

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 mögulegt en gjaldeyrishöftin ýta bara vandanum áfram. Hluti þess erlenda fjár magns sem nú er fast hér var aldrei hugsaður til lengri tíma fjárfestingar og ekki óeðlilegt að hann leiti annað. Hvað telur þú að sé algengasta umræðuefnið á meðal stjórnenda núna? Að skilyrði til atvinnurekstrar og upp bygg­ ingar fari versnandi og vandséð hvernig núverandi skatta­ og efnahagsstefna geti orðið grundvöllur hagvaxtar og verð­ mætasköpunar í framtíðinni. Finnst þér bankarnir hreyfa sig hraðar við að afskrifa skuldir fyrirtækja og endurskipuleggja fjármál þeirra? Það er okkar tilfinning að þessi vinna þyrfti að ganga mun hraðar og vonandi mun nýtt samkomulag um skuldavanda lítilla og meðal stórra fyrirtækja hjálpa þar til. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfum þér á árinu? Þegar eiginkonan upplýsti að við ættum von á fjórða stráknum á næsta ári. Á árinu bættist líka hundur í fjölskylduna sem hefur átt marga minnisstæða spretti. Vinnu lega stendur það upp úr að ég tók við starfi fag­ legs framkvæmdastjóra LEX og hef haft í mörg ný horn að líta sem slíkur. Heimir Örn Herbertsson HELGA VALFELLS, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins: Mikilvægt að fara að fjár festa í framtíðinni FORRÁÐAMENN FYRIRTÆKJA Hvaða árangur ert þú ánægðust með innan þíns fyrirtækis á árinu? Hjá Nýsköpunarsjóði at­ vinnulífsins fjárfestum við í fjórum vaxandi ný sköp­ unarfyrirtækjum á árinu. Jafnframt náðum við að selja Hafmynd til erlends fjár festis fyrir góðan hagnað og tryggðum áfram haldandi starfsemi Haf myndar á Íslandi og frekari framþróun á þeirri tækni sem Hafmynd er byggð á. Áttu von á því að gjald­ eyrishöftin verði afn um­ in á næsta ári? Því miður þykir mér það frekar ósennilegt. Vonandi verða höftin þó milduð í einhverjum áföngum á árinu. Það er spurning hvort við losnum nokkuð við þau fyrr en við tökum upp aðra mynt. Óttast þú fjár magns­ flæði frá landinu með afnámi gjaldeyrishafta? Óþolinmóðasta fjármagn­ ið fer væntanlega um leið og höftin verða afnumin. En það má ekki gleyma því að höftin hindra líka fjármagnsflæði til lands­ ins. Til lengri tíma litið er tímabundin veiking krón unnar tollur sem ég er tilbúin að greiða til að losna við höftin. Hvað telur þú að sé al­ g eng asta umræðu efnið á meðal stjórn enda núna? Á meðal þeirra stjórnenda sem ég vinn mest með eru útflutningur og samkeppnishæfni ís­ lenskra fyrirtækja mikið rædd. En almennt tel ég að stjórnendur séu upp­ teknir af skattamálum og endurskipulagningu fyrir tækja. Mér heyrist umræða um skatta og afskriftir mjög algeng hjá vel reknum fyrirtækjum sem hafa ekki fengið nein lán afskrifuð en eru að búa sig undir töluverðar skatta hækkanir. Finnst þér bankarnir hreyfa sig hraðar við að afskrifa skuldir fyrir ­ tækja og endur skipu ­ leggja fjármál þeirra? Bankarnir virðast vera að hreyfa sig hraðar varð­ andi afskriftir. Okkur hjá Nýsköpunarsjóði atvinnu lífsins finnst bank­ arnir ef til vill of seinir að fara að lána og treysta fyrirtækjum framtíðarinnar sem þurfa ekki afskriftir heldur lítil rekstrarlán. Þótt það sé hugsanlega þjóð hagslega mikilvægt að afskrifa fortíðarvanda er jafnvel enn mikilvægara að fara að fjárfesta í framtíðinni. Hvað var minnisstæðast hjá sjálfri þér á árinu? Á árinu tók ég við nýju starfi sem fram kvæmda­ stjóri Nýsköp unarsjóðs atvinnulífsins. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa feng­ ið tækifæri til að vinna við það sem ég tel vera eitt skemmtilegasta starf á Íslandi í dag. Persónulega fannst mér sumarið 2010 alveg frábært. Ég á margar minningar um góðar stundir með fjöl skyldunni í sól og sumaryl. Helga Valfells HVAÐ SEGJA ÞAU UM ÁRAMÓT?

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.