Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 91

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 91
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 91 MYNDLIST / SÆLKERINN / HESTAMENNSKA / KVIKMYNDIR / BÍLAR TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Fljótlega kemur nýr Nissan Patrol á mark­ aðinn, stór og sterkur bíll, sem á að keppa við Range Rover, Mercedes Benz GL og Land Cruiser 200. Þetta er bíll sem Nissan segir að sé bæði betri og ódýrari. Bíllinn er byggður á grind, en með nýja gerð loft­ púðafjöðrunar sem gerir þennan stóra bíl einstaklega rásfastan. Hann kemur með sjö gíra sjálfskiptingu og 400 hestafla vél í byrjun. Erlendis virðist vera góður markaður fyrir stóra og öfluga fjórhjóladrifsbíla, þótt þessi ríkisstjórn vilji að allir keyri um á Toyota iQ eða Yaris. TRABANT Á stærstu bílasýningu í heimi, Frankfurt Auto Show, verður nú í haust kynntur nýr bíll, Trabant nT, en hann kemur á markað á næsta ári. Trabantinn var framleidd ur í Austur­Þýskalandi á árunum 1957­1991, en eftir fall kommúnismans varð trabbinn tákngerving ur fyrir hve framleiðslan var léleg hjá sósíalist unum hinum megin við járntjaldið. Nýi Trabantinn verður ekki ólíkur þeim gamla að útliti, en nú er þetta lúxussmábíll með rafmót or upp á 75 hestöfl. Hámarkshraðinn verður 130 km og hleðslan dugir í 250 kílómetra ferðalag; frá Reykjavík og norður á Blönduós á einni hleðslu. Spennandi. TEXTI OG LJÓSMYND: PÁLL STEFÁNSSON O.FL. Bílar NÝR NISSAN PATROL / INFINITY QX56 ÖRYGGI Á ODDINN Nýr Volvo V60 var að koma á markaðinn og markar viss tíma mót hjá kínversk-sænska fram leiðandanum Volvo. Þetta er sportskutbíll sem á og getur keppt við það besta og skemmtilegasta sem aðrir eðal framleiðendur eins og Audi og Alfa Romeo bjóða upp á. Volvo, sem hefur verið braut ryðjandi í öryggismálum síðustu 50 árin, kemur hér með bíl sem ekki er bara öruggur fyrir þá sem sitja í hon- um, heldur er hann með innbyggðan radar í stuðara, radar sem dregur 150 metra – og tekur völdin af ökumanni, stöðvar bif reiðina í tæka tíð ef t.d. börn eru í hættu og fyrir á veginum. Eins er V60 með veglínuskynjara, þannig að bíllinn varar við ef maður gleymir sér andartak. Hönnun bílsins er svipsterk og sportleg og innrétting og stjórntæki eins og best verður á kosið. Þarna slær Volvo nýjan tón, kemur með bíl sem höfðar til yngri kaup enda sem vilja kraft og snerpu; sexí bíl. Volvo V60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.