Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 93

Frjáls verslun - 01.11.2010, Page 93
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 1 0 93 Kristbjörg Kjeld fékk Edduverðlaunin fyrir leik sinn sem mamma Gógó í samnefndri kvikmynd. Kvik myndir HEIMILDARMYNDIR Eins og áður segir rata flestar heimildarmyndir í sjónvarpið og þeir sem stjórna dagskrárgerð á RÚV hafa verið einstaklega duglegir á þessu ári í sýningum á íslenskum heimildarmyndum, en þær sem voru í fullri lengd og rötuðu fyrst á kvikmyndatjald síðari hluta árs eru: Gnarr. Í hálft ár var Jóni Gnarr fylgt eftir af kvikmyndatökumönn­ um hvert sem hann fór og hvað sem hann gerði. Hér fá áhorfendur að skyggn ast á bak við tjöldin og ekkert er dregið undan, allt látið flakka, og stjórn málamenn sem og aðrir leiðindapúkar fá hér rækilega á baukinn. Leik stjóri er Gaukur Úlfarsson. Feathered Cocaine (Fálkasaga) fjallar um olíufursta í Persaflóa sem eru helteknir af veiðifálkum og borga allt að einni milljón dollara fyrir góðan fugl. Myndin skyggnist inn í lokaðan heim sem örfáir aðilar í heiminum hafa haft aðgang að. Leik stjórar eru Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson. Í Með hangandi hendi er fylgst með Ragga Bjarna á tímamótum þar sem hann er að sigla inn í 75. aldursárið, ár sem einnig markar 60 ára starfsafmæli hans. Mynd sem varpar ljósi á manninn á bak við hinn goðsagnakennda og síunga rokkara og rifjar upp skrautlegt lífs­ hlaup hans. Leikstjóri er Árni Sveinsson. Norð Vestur, björgunarsaga rekur atburðarás björgunar­ aðgerða á Flateyri eftir að mikið snjóflóð féll á bæinn aðfaranótt 26. október 1995. Þessi einstæði atburður er mörgum í fersku minni, en frá honum segja yfir 40 einstaklingar, heimafólk á Flateyri, að stand­ endur, björgunar­ og fjölmiðlafólk og fjöldi þjóðþekktra Íslendinga. Leikstjóri er Einar Þór Gunnlaugsson. Backyard, tónlistarmynd í leikstjórn Árna Sveinssonar, var opnunar ­ mynd Bíó Paradísar. Myndin lýsir tónleikum sem haldnir voru í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt 2009 á horni Bergþóru götu og Frakkastígs. Fram koma margar af ferskari hljóm sveitum landsins. Draumurinn um veginn: 1. hluti – Inngangan er fyrsta kvik­ myndin af fimm í kvikmyndabálki um pílagrímsgöngu rithöf undarins Thors Vilhjálmssonar til heilags Jakobs á Norður­Spáni. Hann byrjar ferð sína í St. Jean­Pied de Port, Frakklandsmegin við Pýreneafjöllin, og kemst í lok 1. hluta til Santo Domingo de la Calzada, bæjarins sem oft er nefndur Litla Compostela. Á mikil vægum áfangastöðum sendir hann vini sínum, tónskáldinu Atla Heimi Sveinssyni, símskeyti sem Atli má ekki svara nema ef vera skyldi í tónum. Leikstjóri er Erlendur Sveinsson. Gauragangur var frumsýndur á annan dag jóla. Á myndinni eru Gunnar B. Gunnarsson og aðalleikararnir Alexander Briem og Eygló Hilmarsdóttir við tökur á myndinni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.