Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 6

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 6
sjávarútvegsstefnunnar að leggja Vestmannaeyjar í eyði? Er það markmið sjávarútvegsstefnunnar að byggðin leggist af á Flateyri við Önundarfjörð?“ Þetta er ótrúlega mikið sagt af virtu dagblaði sem veit betur. MÁLIÐ ER ÞETTA: Árið 1974 kom fram fræg „svört skýrsla“ um stöðu sjávarútvegs á Íslandi. Hrun fiskistofnana blasti við vegna ofveiði. Í svörtu skýrslunni kom fram að skipin væru of mörg, flot- inn of stór, fiskvinnsluhúsin of mörg og of mikil veiði. Hvað var til ráða? Lausnin kom um tíu árum síðar: Kvótakerfi, sem átti að verja fiskistofnana frá hruni og jafnframt að innleiða hagræðingu í greininni; þ.e. fækka skipum og fiskvinnsluhúsum úti um allt land. Niðurstaðan er sú að fiskistofnarnir hafa ekki hrunið – ekki enn – og náðst hefur fram hagræðing í greininni; fyrirtækjum hefur fækkað, sem og skipum og fiskvinnsluhúsum – og til hafa orðið nokkrir risar í greininni. Stjórnmálamenn hafa að vísu aldrei farið eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar um veiði og ævinlega leyft meiri veiði en lagt hefur verið til. Nýja kolsvarta skýrslan bendir til að þorskstofninn sé mjög tæpur þrátt fyrir allt. Sem betur fer er íslenskt atvinnulíf orðið fjölbreyttara og stoðirnar fleiri en þegar kvótakerfið var sett á. Í UMRÆÐUM UM kvótakerfið festast margir í stærsta galla kerfisins. En hann er sá að margir hafa selt skipin sín og horfið á brott með milljarða í vas- anum; milljarða sem eingöngu urðu til vegna kvóta sem ríkið afhenti skipunum endurgjaldslaust. Upp úr stendur samt stærsti kosturinn og hann er kjarni málsins: Fiskistofnarnir hafa ekki hrunið – þó að þeir standi tæpt! Hefði það gerst snerist umræðan núna ekki bara um byggðavanda á Flateyri. ÞAÐ VERÐUR EKKI komist hjá því að litlir bæir eins og Flateyri lognist út af sem kraftmiklir vinnustaðir í fiskvinnslu. Það verður ekki lengur gert út frá öllum fjörðum á landinu. Það er hræsni – og allt að því illgirni – að telja íbúum þessara byggða trú um eitthvað annað. Það kemur líka spánskt fyrir sjónir að þau öfl í landinu sem hafa harðast barist gegn Kárahnjúkavirkjun, stækkun álvers í Straumsvík og Helguvík, gangi núna fram sem einhverjir verndarenglar lítilla, einhæfra þorpa á Íslandi. Friðun fiskistofna er umhverfisvernd. En á að hjálpa Flateyringum? Það væri þá einna helst að hjálpa þeim við að flytjast í burtu. Þetta þykir eflaust ekki fallega mælt. En verst af öllu er að telja þeim trú um að byggð á Flateyri verði áfram í blóma – með hjálp ríkisins – og að þeir sem þar búa og kaupa fasteignir taki enga áhættu. Jón G. Hauksson ÞAÐ ER ÁGJÖF í sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér kolsvarta skýrslu þar sem lagður er til 63 þúsund tonna nið- urskurður í þorskveiðum. Á sama tíma hefur mikil umræða verið um málefni Flateyrar eftir að helsti atvinnurekandinn í bænum, Kambur, ákvað að leggja niður rekstur og selja kvótann; kvóta sem hann keypti allan á frjálsum markaði – en þarf nú að selja vegna skulda. Það vekur athygli hve umræðan um málefni Flateyrar – sem og um yfirtökutilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Eyjum – hefur verið stóryrt af hálfu stjórnmálamanna og annarra og hve mikil hræsni og tvöfeldni hefur verið í henni. Á AÐ HJÁLPA Flateyringum? „Já,“ segja stjórn- málamenn í erfiðri stöðu og hneykslast á svona tali. En hvers vegna segir enginn þeirra „nei“? Allt bendir til að það sé hið raunverulega svar – þó það hljómi ekki vel. Hver vill ekki hjálpa fólki í neyð? En hver er vandinn á Flateyri? Hvernig á að hjálpa þeim? Á ríkið að stofna ríkisútgerð á Flateyri eða bærinn að stofna þar bæjarútgerð? Takið eftir því að enginn stjórnmálamaður ræðir um það hvernig eigi að leysa vanda Flateyringa. Það er bara blaðrað. Jón Bjarnason alþingismaður fellur á gildru gervimennskunnar og hrópar: „Viðbrögð sjálfstæðismanna við stöðunni á Flateyri minna óneitanlega á skítugu börnin hennar Evu, enginn vill kannast við neitt.“ Þetta er hrásk- innaleikur af versta tagi. Jón Bjarnason og aðrir í þingflokki Vinstri grænna flugu vestur til að ræða við Flateyringa. Það er vissulega gott að stappa stálinu í þá – en það er ekki sniðugt að gefa falskar vonir um að byggð á Flateyri verði áfram með blóma – með hjálp ríkisins – og að þeir sem þar búa og kaupa fasteignir taki enga áhættu. ÞETTA ER SAMI Jón Bjarnason og sami þingflokkur Vinstri grænna sem harðast hafa barist á móti Kárahnjúkavirkjun og álveri á Reyðarfirði sem gerir atvinnulíf á Austfjörðum fjölbreytilegra og bæina byggilegri. Ég hef margoft bent á það hér á þessum vettvangi að það á ekki að streitast á móti þróun byggðar í landinu og stýra því með handafli hvar fólk eigi að búa. Lítil þorp, eins og Flateyri, eru að lognast út af sem kraftmiklir vinnustaðir. Það er sannleik- urinn í málinu. Það á ekki að streitast á móti því. Þessi þróun hófst löngu áður en kvótakerfið var sett á. Í besta falli geta íbúarnir sótt vinnu til nærliggjandi bæja; Flateyringar til Ísafjarðar. MORGUNBLAÐIÐ SENDI SÖMULEIÐIS frá sér falskan tón í leiðara laugardaginn 2. júní, en þar stóð þetta: „Ef kvóti Vinnslustöðvarinnar hverfur frá Vestmannaeyjum má búast við að stór hluti íbúanna flytjist á brott. Viljum við það? Er það markmið RÍKISÚTGERÐ Í LITLUM BÆJARFÉLÖGUM: Á að hjálpa Flateyringum? RITSTJÓRNARGREIN Á að hjálpa Flateyringum? „Já,“ segja stjórnmálamenn í erfiðri stöðu og hneykslast á svona tali. En hvers vegna segir enginn þeirra „nei“? 6 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 EIMSK_FV 29.5.2007 14:02 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.