Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 8

Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 Einkaleyfastofan fer með málefni er varða einkaleyfavernd, skráningu vörumerkja og hönnunar, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Ennfremur annast stofnunin málefni er varða faggildingu. Stofnunin veitir einstaklingum, stofn- unum og fyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkarétt- indi og faggildingu. Þá er það hlutverk Einkaleyfastofunnar að stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi. Forstjóri er Ásta Valdimarsdóttir. „Ef ég skilgreini hlutverk stofnunarinnar þá er Einkaleyfastofan fyrst og fremst þjónustustofnun fyrir viðskiptalíf og iðnað. Við þjónum þeim sem vilja vernda hugverk sín og veitum upplýsingar og fræðslu á þeim sviðum sem tilheyra stofnuninni. Verksviðið er vítt, en við störfum þó aðallega á fjórum sviðum, einkaleyfa, vörumerkja og hönnunar og síðan er faggilding nýtt svið sem áður var á vegum Neytendastofu. Stærstur hluti umsókna til okkar, allt að 90%, kemur að utan, frá erlendum aðilum sem eru að vernda sín hugverk á Íslandi, mestmegnis í lyfjageiranum. Hins vegar er stærstur hluti einkaleyfa frá íslenskum aðilum tengdur nýjungum í sjávarútvegi. Mikil aukning hefur átt sér stað á öllum sviðum starfseminnar á síðustu árum og helst aukningin í hendur við efnahagsþróun í Evrópu og annars staðar í heiminum og ekki síst hér á landi. Íslendingar eru orðnir samkeppnishæfir á ýmsum sviðum og þá er meiri ástæða fyrir erlenda aðila að vernda hugverk sín hér á landi. En aukningin hefur einnig verið hjá íslenskum aðilum. Sérstaklega í vörumerkjum hjá þeim sem vilja vernda þau bæði hér á landi og í útlöndum. Alþjóðlegt skráningarkerfi vörumerkja, sem tekur til fjölda landa, er mun meira notað en áður og við erum milliliðirnir fyrir íslenska umsækjendur í því ferli.“ Ásta er spurð hvort Íslendingar geri sér almennt grein fyrir hvað á gera til að vernda hugverk sín: „Þegar litið er 10 ár aftur í tímann þá hefur orðið gífurleg breyting til batnaðar. Hins vegar finnst mér að fólk sé aldrei nógu meðvitað um það hve miklu máli skiptir að vera með allt á hreinu þegar kemur að verndun hugverka og það vantar skilning á því hvernig þetta „tæki“ ef svo má segja virkar í viðskiptum. En það er einmitt hluti af okkar starfi að auka vitund um hugverkaréttindi, koma fræðslunni í skólanna, til fyrirtækja og til almennings“ Mikilvægur gagnagrunnur Ásta segir mikið rætt um hér á landi að koma upp þekkingarþjóðfélagi sem byggi á hugviti og nýsköpun, sem sé afar gott markmið. „ Mjög mikilvægur þáttur í því eru hug- verk, verndun og nýting þeirra, og jafnframt að nýttar séu allar þær upplýsingar sem felast í einkaleyfum. Einkaleyfin eru byggð á upp- finningum. Þegar sótt er um einkaleyfi á uppfinningu þá þarf hún að vera ný á heimsmælikvarða og eftir vissan tíma, 18 mánuði, eru allar umsóknir birtar almenningi. Kerfið grundvallast á þessu „birting- arprincipi“ sem á að gera það að verkum að tækniþróun haldi áfram, Þjónustustofnun fyrir viðskiptalíf og iðnað Einkaleyfastofan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.