Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 18

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 Í slendingar hafa sem kunnugt er haslað sér völl í Danmörku, ekki síst í fjármálalífinu. Það hefur verið minna um það að Danir hafi sótt inn á íslenska markaðinn. Nú kann að verða breyting þar á því að Forstædernes Bank hyggst hefja sölu á áhættubréfum með tryggðum höfuðstól. Bréfin hafa ekki verið markaðssett hér á landi ennþá en samt segist bankinn vera kominn með nokkra íslenska við- skiptavini. Frjáls verslun hitti nýlega tvo af forráðamönnum bankans í glæsilegum húsakynnum nálægt Íslands- bryggju og það var hlýlegt að sjá að í næsta húsi var Islands Hotel, nýtt og fallegt hótel. Þar voru þeir Kjeld Mosebo Christensen bankastjóri og Bo Schmidt, framkvæmdastjóri fjárfestinga. Bankinn sjálfur er í nýju húsi á mjög skemmtilegum stað. Útsýnið úr þeim skrifstofum sem snúa að sjónum er glæsilegt. Áður en við byrjum ræðum við hve mörg íslensk fyrirtæki hafi komið sér fyrir í Danmörku. Hlutafélag í miklum vexti Forstædernes Bank (FB) er ekki einn af stærstu bönkum í Danmörku. Satt að segja hafði blaðamaður ekki heyrt hans getið fyrr en nú í vor. Á undanförnum árum hefur markaðs- hlutdeild bankans í Danmörku nærri tvöfaldast, en er þó aðeins um 1,4%. Meginhluti starfseminnar er á Sjálandi, í nágrenni Kaup- mannahafnar, en nýlega opnaði bankinn líka skrifstofu í Árósum á Jótlandi. Dönsk fyrirtæki eru oft staðbundin. Líklega er þetta arfur frá því áður en brýr tengdu eyjarnar við Jótland. Á því markaðssvæði þar sem hann starfar er hlutur bankans tals- vert stærri eða milli átta og tíu prósent. Hann hefur í auknum mæli snúið sér að viðskiptum við fyrirtæki og það virðist hafa reynst vel því að hann hefur bæði stækkað í umsvifum og hagnaði. Bréf í FB eru skráð á hlutabréfamarkaði og hafa hækkað um 41% á ári undanfarin fimm ár. Hvers vegna Ísland? Það er eðlilegt að spyrja fyrst hvers vegna FB sé að velta fyrir sér við- skiptum á Íslandi. Þeir Kjeld og Bo svara því til að auðvitað hafi þeir séð að Íslendingar hafi haft áhuga á fjárfestingum í Danmörku undanfarin ár. Einn af fulltrúum þeirra hefur haft tengsl við nokkra íslenska fjárfesta og þeir hafa sýnt þeim verðbréfum, sem FB býður upp á, áhuga. Bankinn hefur á undanförnum árum náð góðum árangri með verð- bréfum sem tryggja höfuðstólsverðmæti fjárfesting- arinnar en geta samt boðið upp á álitlega ávöxtun. Þessi verðbréf henta mörgum sem vilja taka þátt í hlutabréfamörkuðum eða öðrum fjárfestingum þar sem ávöxtun hefur verið góð en áhættan til skamms tíma meiri en einstaklingar vilja taka. „Galdurinn er sá að fjárfestingunni bak við bréfin er skipt upp. Stór hluti fer í „örugg“ skuldabréf sem gefa fyrir fram ákveðna ávöxtun. Hitt er sett í „áhættufjárfestingu“. Með þessu móti geta íhaldssamir fjárfestar verið með í ýmsum fjárfestingum sem þeim dytti alla jafna ekki í hug að vera með í. Þá geta þeir keypt bréf með grunntryggingu en samt átt möguleika á því að njóta hárrar ávöxtunar ef þessi efni hækka mikið í verði,“ segir Bo Schmidt. Þeir nefna að bankinn hafi boðið upp á verðbréf með ávöxtun í hlutabréfum í Asíu og Suður-Ameríku, svo að dæmi séu tekin. „Sérfræðingar okkar velja bréfin eins og þeir best geta þannig að viðskiptavinurinn nýtur þar með þekkingar þeirra, en jafnvel ef ekki Íslendingar hafa að undanförnu haslað sér völl í Danmörku en nú snýr danski bankinn Forstædernes Bank við blaðinu og sækir inn á íslenska markaðinn með nýja tegund verðbréfa. TEXT OG MYNDIR: BENEDIKT JÓHANNESSON Danski bankinn Forstædernes Bank: SAMEINAR GÓÐA ÁVÖXTUN OG LITLA ÁHÆTTU B A N K A V I Ð S K I P T I Forstædernes Bank hyggst hefja sölu á áhættubréfum með tryggðum höfuðstól. Bréfin hafa ekki verið markaðssett hér á landi ennþá en bankinn er engu að síður kominn með nokkra íslenska viðskiptavini.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.