Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 D A G B Ó K I N Actavis fyrirtækið frá sér og dró sig út úr viðræðunum á lokasprettinum þar sem verðið þótti orðið of hátt. Það var hins vegar bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan Laboratories sem hreppti hnossið og greiddi 430 millj- arða króna fyrir þetta eftirsótta fyrirtæki. 16. maí Nýherji kaupir danskt tækni- fyrirtæki Tilkynnt var að Nýherji hefði fest kaup á danska fyrirtækinu Dansupport A/S í Óðinsvéum í Danmörku. Um er að ræða þjón- ustufyrirtæki sem sérhæfir sig í uppsetningu á tölvu-, samskipta- og síma- kerfum fyrir meðalstór fyrirtæki. Kaupverð félagsins var 190 milljónir króna. Kaupin verða fjármögnuð að hluta með lánsfé. Tekjur Dansupport á liðnu ári voru um 340 millj- ónir króna. Ekki er búist við að kaupin hafi mikil áhrif á afkomu Nýherja á yfirstandandi ári. Hjá Dansupport starfa nú 30 manns og lögð er áhersla á að auka vöxt félagsins. Það opn- aði nýlega skrifstofu í Kolding og hyggst sömuleiðis opna skrifstofu í Kaupmannahöfn á næstunni. Starfsmenn Nýherja- samstæðunnar eru eftir kaupin um 420, þar af um 110 starfandi erlendis. 16. maí Verðbólga langt yfir markmiðum Verðbólgan er að hjaðna og því kom það á óvart að Seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum áfram óbreyttum, eða í 14,25%. Það eru mjög háir vextir og sumir hafa sagt að þeir valdi í sjálfu sér kostn- aðarverðbólgu. En á móti má segja að þetta sé gamla spurningin um það hvort komi á undan, eggið eða hænan, hvað sé orsök og hvað sé afleiðing. Á blaðamannafundi, sem Seðlabankinn hélt vegna óbreyttra stýrivaxta, sagði Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, að verðbólgan hefði hjaðnað á árinu en hægar en gert var ráð fyrir í spám bankans. Hann sagði ennfremur að undirliggjandi verðbólga væri enn langt yfir markmiðum bankans. Davíð sagði m.a. á blaðamannafundinum að Seðlabankinn héldi sínu striki, óháð því hvaða stjórn væri í landinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. 18. maí Verður „Gamli Sjóli“ „Nýi Sammi“? Þessi fyrirsögn var á blogg- inu þegar sagt var frá því að Samherji hefði keypt erlenda útgerð Sjólaskipa. Sjólaskip og tengd félög hafa gert út 6 verk- smiðjuskip og tvö þjónustuskip í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Sjólaskip eru með höfuðstöðvar á Íslandi en með bækistöðvar á Kanaríeyjum. Útgerðin er hafnfirsk að uppruna. Sjólaskip hafa gert út fiski- skip við Máritaníu og Marokkó síðastliðin 10 ár. Við reksturinn starfa ríflega eitt þúsund starfs- menn af ýmsum þjóðernum, þ.á m. um 80 Íslendingar. Fiskiskipin eru áþekk Engey sem Samherji hf. keypti nýlega. Skipin veiða einkum makríl, hestamakríl og sardínellu. Aflinn er unninn um borð en skipin eru búin öflugum vinnslubúnaði og fiskimjölsverksmiðjum. Á hverju skipi eru um hundrað sjómenn. Eftir kaupin koma um 70% af tekjum Samherja af erlendri starfsemi fyrirtækisins. Sjólaskip hf. eiga núna eitt skip, Delta, sem stundar veiðar í landhelgi Marokkó og landar ferskum fiski til vinnslu þar í landi. 19. maí Baugur kaupir 21 sjúkrahús Baugur hefur oft komið á óvart í fjárfestingum sínum, en sjaldan eins og í þetta skiptið. Sagt var frá því að hann hefði keypt 21 einkarekið sjúkrahús. Þetta er óbein fjárfesting því að það er breski fasteignasjóðurinn Prestbury sem kaupir sjúkra- húsin af fjárfestingasjóðinum Capio AB. Kaupverð sjúkrahúsanna nemur 686 milljónum punda, eða um 86 milljörðum króna. Að Prestbury standa Baugur, West Coast Capital, fjárfestingafélag Tom Hunters, og Halifax Bank of Scotland. Að sögn Reuters verður hús- næði sjúkrahúsanna leigt áfram fyrir um 5 milljarða króna á ári og nær samningurinn til 30 ára. Samkvæmt því ættu leigutekjur af sjúkrahúsunum að nema um 150 milljörðum króna á tímabilinu. 19. maí Krónan sterk út næsta ár Greiningardeild Landsbankans gaf út þennan dag að fátt gæti komið í veg fyrir að gengisstyrk- ing krónunnar héldi áfram og að hún yrði sterk út allt næsta ár, 2008, þótt búast mætti við töluverðum sveiflum á henni. Í fréttinni sagði að við síðustu áramót hefði gengisvísitala krón- unnar staðið í 127,9 stigum en væri nú í 115 stigum. Hún hefði því styrkst um 11% á rúmum fjórum mánuðum. Það væri töluvert meiri styrking en greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir í krónuspá sinni í upphafi árs. Þórður Sverris- son, forstjóri Nýherja. Davíð Oddsson seðlabankastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.