Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 34

Frjáls verslun - 01.04.2007, Side 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 D A G B Ó K I N 24. maí Kaupþing ráðgjafi Ashley Morgunblaðið sagði þennan dag frá því að Kaupþing í London hefði verið í hlutverki ráðgjafa og miðlara í kaupum breska auðkýfingsins Mike Ashley á 41,6% hlut í enska knattspyrnu- félaginu Newcastle. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var það Ashley sem átti frumkvæðið að samstarfinu. Ashley mun gera yfirtökutilboð í félagið sem skráð er á hlutabréfamarkað. 29. maí Eimskip gerir yfirtökutilboð í kanadískt fyrirtæki Ein af stórfréttum ársins kom þennan dag, því að á blaðamannafundi í Eimskip var greint frá því að Eimskip Holdings Inc, nýstofnað dótt- urfélag Eimskipafélag Íslands, hefði gert yfirtökutilboð í allt hlutafé kanadíska fyrirtækisins Versacold Income Fund. Fram kom að stjórn Versacold hefði samþykkt samhljóða að mæla með yfirtökutilboðinu. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 67 milljarða króna. Eimskip hefur nú þegar tryggt sér um 25,3% hlutafjár í félaginu. Versacold á og rekur 72 kæli- og frystigeymslur í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Argentínu. Í tilkynningu frá Eimskip segir að taki hluthafar Versacold tilboði Eimskips verði félagið stærsta frysti- og kæli- geymslufyrirtæki í heimi með um 180 kæli- og frystigeymslur í fimm heimsálfum. Gangi kaupin eftir eykst velta Eimskips um 40 milljarða króna og verður um 140 milljarðar króna á ársgrundvelli á næsta ári. Velta Eimskips á þessu ári er áætluð um 100 milljarðar króna. 29. maí Nýr forstjóri Straums-Burðaráss Tvær stórfréttir voru í viðskipta- lífinu þennan dag því Straumur- Buðarás tilkynnti að William Fall, fyrrverandi forstjóri alþjóðasviðs Bank of America, hefði verið ráðinn forstjóri Straums- Burðaráss í stað Friðriks Jóhannssonar sem verið hefur forstjóri bankans frá því í júní í fyrra. Á blaðamannafundi sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður bankans, að ráðning Williams markaði mikilvæg tímamót í umbreytingu bankans. Fram kom hjá Björgólfi Thor og William að markmiðið væri að gera Straum-Burðarás að besta fjárfestingabanka á Norðurlöndum. William útskrifaðist með MA-gráðu í náttúruvísindum frá St. Catherine’s College við Cambridge-háskóla og lauk einnig BA-gráðu í dýralækn- ingum. William gekk til liðs við Bank of America í janúar 1995 en áður en hann varð forstjóri alþjóðasviðs var hann m.a. forstjóri alþjóðlegs áhættustýr- ingarsviðs, forstjóri alþjóðlegra markaðsviðskipta með áherslu á Evrópu, Asíu og Suður- Ameríku og forstjóri alþjóðlegrar söludeildar á sviði vaxtatengdra afleiðusamninga. GLÆSILEGUSTU SUNDFÖT LANDSINS ‘07 70ÁR Á FLUGI Vildarklúbbur Það er ótrúlegt hvað þau eru tilbúin að ganga langt til að fanga athygli ykkar. Ekki láta þau ganga lengra KYNNTU ÞÉR KOSTI VILDARKLÚBBS ICELANDAIR. Þú safnar Vildarpunktum í viðskiptum við Icelandair, Flugfélag Íslands, hjá Icelandair hótelunum og öðrum samstarfsaðilum Vildarklúbbs Icelandair. • Þú notar Vildarpunktana þína til þess að fara út í heim í áætlunarflugi Icelandair – börn að 16 ára aldri fljúga á helmingspunktum. • Þú notar Vildarpunktana til greiðslu fyrir gistingu á yfir 100 hótelum víðs vegar um heim og fyrir bílaleigubíla. • Félagar í Vildarklúbbi Icelandair safna að meðaltali á hverju ári Vildarpunktum sem samsvara greiðslu fyrir flugfari til Evrópu með Icelandair. • Þú getur notað Vildarpunktana þína sem greiðslu að hluta fyrir flugfar og greitt afganginn með peningum. Pálmi Haraldsson, skemmti- legur og orðheppinn. Yfirtökutilboðið kynnt. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips. 23. maí „ÉG ÆTLA AÐ HRINGJA Í HANN NÚNA.“ Pálmi Haraldsson í Fons er skemmtilegur og orðhepp- inn. Þennan dag var sagt frá því að Fons hefði keypt 32% hlut í danska fast- eignafélaginu Keops, en Baugur Group átti þar fyrir 29% þannig að eftir kaupin eiga Íslendingar núna rúm 60% í félaginu. Pálmi keypti hlutinn af Ole Vagner, stofn- anda og fyrrum forstjóra Keops, og greiddi fyrir hann um 15 milljarða króna. Pálmi sagði við danska fjölmiðla að kaupin hefðu borið brátt að. Hann hefði gert Ole tilboð um morg- uninn og því hefði verið snarlega tekið. Þegar Pálmi var spurður að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði ekki vitað af tilboðinu svaraði Pálmi að bragði að svo hefði ekki verið. „En ég ætla að hringja í hann núna.“ William Fall, hinn nýi forstjóri Straums-Burðaráss, er fyrr- verandi forstjóri alþjóðasviðs Bank of America.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.