Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 50

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 50
KYNNING50 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 Á dögunum kynnti Glitnir nýjung í bankaþjónustu á Íslandi, Vildarklúbb Glitnis. Viðskiptavinir Glitnis, sem eru í Vildarklúbbnum, safna punktum fyrir það eitt að vera í viðskiptum og eykst punktasöfnunin eftir umfangi og fjölbreytileika viðskipta. Þannig geta viðskiptavinir séð punkta sína vaxa bara fyrir það eitt að vera í góðum viðskiptum við Glitni. „Það eru til margvíslegar leiðir til að safna Glitnispunktum en þú þarft í rauninni ekki að gera neitt aukalega, nema að sjálfsögðu að vera viðskiptavinur Glitnis og skrá þig í klúbbinn,“ segir Ragnar Már Vilhjálmsson, umsjónarmaður Vildarklúbbsins á markaðs- og sölusviði. „Síðan fer það bara eftir umfangi og fjölbreytileika við- skiptanna við okkur hvað þú færð mikið af Glitnispunktum í hverjum mánuði.“ Einfalt að safna Ragnar Már útskýrir að einfalt er að safna Glitnis- punktunum. Til dæmis fá menn punkta fyrir kreditkortanotkun, bílalán, eignastýringu, sparnað og tryggingar í Stofni Sjóvár. „Þetta er bara byrjunin því síðan fara viðskiptavinir að fá punkta fyrir ýmislegt sem tengist bankaþjónustu. Fyrst og fremst er þetta nánast fyrirhafnarlaus ávinningur. Við erum að endurgreiða viðskiptavinum fyrir það að eiga viðskipti við okkur, og því meiri sem viðskiptin eru, því fleiri Glitnispunkta fá þeir. Punktunum er síðan auðvelt að breyta í hreint virði með ýmsu móti.“ Hentug innlausnarform Glitnispunkta Þegar að er gáð má sjá að Glitnispunktana er hægt að taka út í peningum, sparnaði eða ferðafríðindum svo eitthvað sé nefnt, nánast hvenær sem er. „Kreditkortanotendur þekkja vel ferðafríðindi á borð við ferðaávísun MasterCard og Vildarpunkta,“ segir Ragnar Már. „Glitnispunktarnir safnast með sams konar hætti og ferðaávísun og Vildarpunktar en þó í mun meira mæli þar sem kreditkortanotkun er aðeins eitt söfn- unarformið í Vildarklúbbnum okkar. Síðan bætast við punktar fyrir annars konar bankaviðskipti. Þannig getur heildarpunktasöfnun orðið ansi há.“ Punktum breytt í hreinan ávinning Á vef Glitnis má sjá dæmi um punktasöfnun viðskiptavina og þar sést að það ætti að vera til- tölulega auðvelt að safna 50 til 60 þúsund punktum á ári. En hversu mikils virði eru Glitnispunktarnir? „Það er vissulega góð spurning en í sannleika sagt þá er ekki auðvelt að svara henni af mikilli nákvæmni. Ég get sagt þér hversu mikils virði Glitnispunktarnir eru að lágmarki, en viðskiptavinir munu ávallt geta fengið enn meira út úr punktunum sínum. Ef við tökum dæmi um 50 þúsund punkta þá get ég sagt með nokkurri vissu að verðmæti þeirra verður um 27 þúsund krónur ef þeir eru teknir út með hreinni peningaúttekt. Hins vegar verður hægt að taka út punktana með öðrum hagkvæmari hætti og mun verðmæti þeirra ávallt verða breytilegt og háð samningum við samstarfsaðila okkar, á meðan verðmæti peninga er hvorki umsemjanlegt né stjórnað af Glitni. Fyrst um sinn verður til dæmis hægt að auka virði punktanna í 32 þúsund króna ferðaávísun frá MasterCard og sambærilegt virði Vildarpunkta Icelandair. En þegar samstarfsaðilar okkar bjóða við- skiptavinum okkar enn betri kjör þá rennur það að sjálfsögðu beint út í virði punktanna. Þannig verður virði þeirra ávallt breytilegt en að lágmarki verður virði þeirra ávallt ljóst,“ segir Ragnar Már. Fyrnast ekki Ólíkt öðrum fríðindasöfnunum sem við þekkjum hér- lendis þá fyrnast Glitnispunktarnir ekki, svo lengi sem viðskiptavinir eru í Vildarklúbbnum. Þannig er til dæmis hægt að safna punktum yfir langan tíma og fara síðan í sannkallað draumaferðalag. „Það sem gerir punktasöfnun Vildarklúbbsins sérstaka, fyrir utan fjölbreytileika söfnunarinnar, er að viðskiptavinir þurfa ekki að ákveða fyrirfram í hvað punktunum verður varið. Á meðan önnur fríðindi eru ákveðin fyrirfram þegar valið er MasterCard eða VISA kreditkort, þá byrja viðskiptavinir í Vildarklúbbnum á því að safna Glitnispunktum og síðan er hægt að ákveða eftir á hvort þeim verði ráðstafað í ferða- ávísun, Vildarpunkta eða eitthvað annað, svo sem endurgreiðslu. Allt eftir hentugleika hvers og eins,“ segir Ragnar Már. Glitnir borgar viðskiptavinum til baka með Glitnispunktum: VIÐSKIPTAVINIR GETA INNLEYST PUNKTANA MEÐ MARGVÍSLEGUM HÆTTI V ILDARKLÚBBUR GL ITN IS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.