Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 66

Frjáls verslun - 01.04.2007, Page 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R sem hann mundi iðulega ekki hvar hann hefði hitt þó að allir ávörpuðu hann með nafni og myndu hvar og hvenær þeir hefðu hitt hann. Browne var harður á að Chevalier mætti með honum og hafði engan skilning á vaxandi vanlíðan ástmannsins. Málaferli og bitrar ásakanir Chevalier reyndi að leita sér lækninga, allt kom fyrir ekki og að lokum missti Browne þolinmæð- ina, útvegaði honum íbúð heima í Kanada og Chevalier varð aftur jafn slyppur og áður. Chevalier reyndi að biðja Browne um pen- inga en fékk enga áheyrn. Chevalier hafði þá samband við Mail on Sunday og rakti sögu sína. Blaðið neitar því að hafa greitt honum fyrir, aðeins borgað kostnað fyrir hann án þess að skilgreina það nánar. Áhugi blaðsins beindist að stjórnarháttum Brownes og sam- skiptunum við Blair og Brown. Svona blaðamennska gengur þannig fyrir sig að hálfum til tveimur sólarhringum áður en blaðið kemur út er fórnarlambinu tilkynnt hvað standi til að birta. Á föstudagskvöld hringdi almannatengsladeild BP í Browne þar sem hann var í fríi á Barbados og tilkynnti honum hvað stæði til. Þungamiðja efnisins væri annars vegar einkalíf Brownes, hins vegar frásagnir af lifnaðarháttum hans og stjórnun. Browne flaug heim á stundinni og á laug- ardagskvöld hafði hann fengið sett lögbann á birtinguna. Blaðið neyddist því til að fylla eyðurnar með öðru efni og ekkert fréttist „Mesti breski viðskiptajöfur sinnar kyn- slóðar“ Sex dögum eftir þessi átök tilkynnti Browne að hann hygðist flýta starfslokum sínum hjá BP, það væri í þágu fyrirtækisins. Við það tækifæri sagði Peter Sutherland, stjórnarformaður BP, að Browne væri „mesti breski viðskiptajöfur sinnar kynslóðar“ og bætti við að Browne áliti það fyrirtækinu í hag að flýta því að eftirmaður hans tæki við. Í kjölfar lögbannsins þurfti Browne að bera vitni fyrir dómi sem hann gerði nokkrum klukkustundum áður en Sutherland lofaði Browne svo mjög. Við það tækifæri sagði Browne að þeir Chevalier hefðu kynnst í skemmtigarði í London og hann ekki vitað að hann væri vændismaður. Hann talaði um Chevalier sem tæpan karakter sem hefði bæði drukkið og neytt eiturlyfja þó að lækna- skýrslur sýndu síðan annað. Þegar blaðið lagði fram upptöku á símtali við starfsmann vændismannaumboðsins um að Browne hefði upphaflega kynnst Chevalier í gegnum umboðið og að Browne væri enn í viðskiptum þar varð Browne að viðurkenna að hafa logið. Skýring hans var að hann hefði orðið miður sín yfir þessum upplýsingum því að hann hefði alltaf reynt að halda einkalífi sínu utan starfsins. Í febrúar hafnaði dómari lögbanninu og vítti um leið Browne harðlega fyrir að hafa logið og eins fyrir að hafa reynt að eyðileggja mannorð Chevaliers. Browne reyndi að fá málinu áfrýjað en því var hafnað í apríl. Þar með stóð dómurinn frá febrúar, lögbannið var fellt úr gildi, hörð ummæli dómarans um Browne voru birt og sama var um söguna. Þó eru enn atriði sem blaðið fékk ekki að birta, svo sem efni samræðnanna þegar Blair kom í heimsókn en þó sagt að Blair hefði látið hugann reika um lífið eftir stjórnmálastörfin. Enn er óljóst hvort Browne verður dreginn fyrir dóm fyrir lygar en ef það gerist gæti hann átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Dreymdi um yfirtöku BP á Shell Mail on Sunday birti síðan sögu Chevalier um líf þeirra og samskipti og aðrir fjölmiðlar köfuðu í sama brunn. Chevalier sagði að rétt eins og orðrómur var um hefði Browne dreymt um að BP keypti Shell, ætlaði að nýta sér veika stöðu þess 2004. Browne hefði ekki talað um annað á þeim tíma þau kaup sem hefðu skapað stærsta fyrirtæki í heimi og áttu að verða kór- ónan á sköpunarverki Brownes í BP. BP hefur tilkynnt að frásagnir Chevaliers af því hvernig Browne hafi farið með BP eins og sitt einkafyrirtæki feli ekkert í sér sem stangist á við reglur BP svo að ekki er búist við að BP aðhafist neitt frekar í þeim efnum. En Browne er ekki búinn að bíta úr nálinni með eftirmál slyssins 2005. Eftirmælin sem Browne hlaut í fjöl- miðlum í kjölfar afhjúpananna voru að hann væri dæmi um mann sem hefði hreykt sér of hátt, talið sig hafinn yfir reglu og lög sem giltu um aðra dauðlega menn. Saga hans væri dæmi um þær hættur sem fylgdu því að hafa mikil völd í langan tíma – og sýndi að dramb væri falli næst. Chevalier reyndi a› bi›ja Browne um peninga en fékk enga áheyrn. Chevalier haf›i �á sam- band vi› Mail on Sunday og rakti sögu sína.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.