Frjáls verslun - 01.04.2007, Qupperneq 69
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 69
þjónustu og ráðgjöf. Starfsmenn Mílu leita bestu lausna og til þess að
halda í forystu verður lögð áhersla á stöðuga framþróun,“ segir Páll.
Tetrakerfið Míla hefur meðal annars yfirumsjón með uppsetningu
nýja Tetrakerfisins sem er neyðar- og öryggisfjarskiptakerfi, en með
nýja kerfinu mun viðbragðstími neyðarþjónustu styttast verulega og
samskipti lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita og annarra viðbragðs-
aðila verða einfaldari og öruggari. Fyrsti áfangi nýja kerfisins var
nýverið tekinn í notkun, þegar 49 Tetrastöðvar voru settar upp víðs
vegar um landið.
„Þegar uppsetningu kerfisins lýkur á næsta ári er áætlað að rúmlega
100 stöðvar verði í notkun vítt og breitt um landið,“ segir Páll.
Gott að vinna hjá Mílu Vellíðan starfsmannanna 220 er mikils metin
innan Mílu. Starfsmenn vinna í teymum, deila upplýsingum og
miðla þekkingu, en Míla byggir á þeirri grundvallarhugsun að styrkur
einstaklingsins njóti sín sem best í starfi. Skipulagið er einfalt og verk-
efnamiðað, vinnuaðstaðan góð og á vinnustaðnum er metnaðarfull
starfsþróun og fræðsla. Starfsmenn Mílu leggja rækt við heilsuna og
skilja að til þess að ná langt þarf einnig jafnvægi á milli einkalífs og
vinnu.
Síðar á árinu mun Míla móta sér stefnu varðandi samfélagslega
ábyrgð, en nú þegar er virk umhverfisstefna í gangi innan fyrirtæk-
isins.
„Miklar framkvæmdir eru á vegum fyrirtækisins um allt land og
fylgir þeim stundum nokkurt rask. Við slíkar framkvæmdir verður
lögð mikil áhersla á að valda sem minnstu ónæði og ganga vel um
landið,“ útskýrir Páll.
Að auki er þess gætt að rekstur bifreiða sé sem umhverfisvænstur,
og eru allar bifreiðar fyrirtækisins, sem eingöngu eru í innanbæjar-
akstri, á harðkornadekkjum.
Míla miklu meira en fyrirtæki Hann útskýrir að í huga starfsmann-
anna, og vonandi sem fyrst í huga landsmanna, sé Míla mun meira
en fjarskiptafyrirtæki.
„Míla er nútímaleg í hugsun, hugmyndarík og stefnir ótrauð
að settu marki. Hún tengir saman einstaklinga og fyrirtæki og er
miðpunktur flestra fjarskipta á Íslandi auk þess að tengja landið við
umheiminn,“ segir Páll Á. Jónsson að lokum.
Neðri röð frá vinstri, Eva Magnúsdóttir, Halldór Guðmundsson, Páll Á. Jónsson, Efri röð: Valdimar Jónsson, Bjarni M. Jónsson, Ingvar
Hjaltalín, Hrafnhildur Hreinsdóttir.
Stórhöfði 22-30
110 Reykjavík
Sími: 585-6000
Fax: 585-6309
Veffang: mila.is
Netfang:mila@mila.is