Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Síða 78

Frjáls verslun - 01.04.2007, Síða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 S T J Ó R N U N Howard Gardner - Fjölgreindarkenningin Howard Gardner (f. 1943) er að öllum líkindum sá af kenningakóngunum sem er minnst þekktur meðal stjórnenda hér á landi. Hann er þekktari meðal þeirra sem stunda menntarannsóknir og þróun í skólastarfi. Sál- fræðingurinn Gardner er pró- fessor við Harvardháskóla. Ef marka má útgáfur á bókum hans, yfir 30 bækur og meira en 700 fræðigreinar, er hann vaxandi meðal kenningakónganna og hann hefur fengið mikla viðurkenningu fyrir störf sín víða um heim. Á síðustu árum hefur hann hlotið athygli í stjórn- unarheiminum fyrir kenningar sínar um stjórnendur sem sögumenn. Þekktastur er Gardner hins vegar fyrir fjölgreindarkenningu sem hann birti í bókinni „Frames of Mind: Theory of Multiple Intelligences“ (1983). Í þessari bók er því hafnað að greind einstaklinga sé einvíð og að greind sé hægt að mæla með einföldu prófi. Fræðilegt framlag Gardners er tekið saman í bókinni „Develop- ment and Education of the Mind: Selected Readings“ (2005). Þar er m.a. fjallað um inntakið í fjölgreindarkenningunni. Í stuttu máli er það kenning Gardners að sérhver einstaklingur hafi 8 tiltölulega sjálfbær færnisvið þegar kemur að greind: a) Tungumálafærni; b) tónlistargáfu; c) tilfinningagreind; d) rökræna hugsun og reiknigetu; e) rýmisskynjun; f ) athafnatengdan lærdóm og verksvit; g) sköpunargetu; og h) sjálfsþekkingu og færni við myndun tengsla. Eins og dæmi eru um þá getur framsetningin á ofan- greindum færnissviðum verið lítið eitt mismunandi á milli bóka. Það er utan við tilgang þessarar stuttu samantektar að gera grein fyrir slíkum mismun og ræða hann. Meginmálið er að Howard Gardner hefur markað djúp spor í fræðaheiminn og verk hans eru lögð til grundvallar við fræðslu og starfsþróun í bæði skólum og fyrirtækjum, ekki síst þegar kemur að því að virkja fólk og ýta undir samskipti og tengsl á milli einstaklinga. Það má sjá hvernig verk Gardners eru í auknum mæli farin að beinast að stjórnendum og leiðtogum í fyrirtækjum. Dæmi um þetta er nýjasta bók hans, „Five Minds for the Future“ (2007). Í bókinni er fjallað um þá hugrænu getu sem kann að vera og verða mikilvæg í stjórnun og forystu í atvinnulífinu. Hann nefnir eft- irfarandi fimm flokka hugrænnar getu: a) (fag)menn- taðan huga; b) lausnamiðaðan huga; c) skapandi huga; d) réttsýnan huga; og e) siðmenntaðan huga. Fjallað er um framlag Howards Gardners um stjórn- endur sem sögumenn í bókinni „The Guru Guide: The Best Ideas of the Top Management Thinkers“ (1998). Þar segir að lykillinn að forystuhlutverkinu sé miðlun upplýsinga og að besti miðillinn sé að segja eða skrifa sögur. Að vera góður sögumaður er mikil og sérstök færni. Með því að rækta þá færni er stjórnandi að verja tíma sínum vel. Gardner bendir á ýmis atriði sem eru notadrjúg í bókinni „The Leading Minds“ (1995): Í fyrsta lagi að láta sögurnar fléttast inn í og tengjast vangaveltum um sjálfsmynd einstaklinga. Þetta er vegna þess að allir einstaklingar eru stöðugt að leita svara við spurningum eins og: a) Hver er ég? b) Hvaðan kem ég? c) Hvar á ég heima og hvers vegna? d) Hvað vil ég með líf mitt? e) Hvaða þættir í lífinu skipta máli og fegra tilveruna? Þetta eru tilvistarspurningar og þær eru mikið notaðar. Annað grundvallaratriði sem Gardner bendir á er að stjórnendur verða að passa í fötin sín og vera samkvæmir sjálfum sér. Þriðja atriðið er að stjórnendurnir er á sögumarkaði. Sagan og fram- setningin verður að slá í gegn, hafa einhver sérkenni án þess þó að vera of frábrugðin því sem viðtakendur vænta. Sögunotkunin verður líka að hafa framvindu og vera í takti við aðstæður. Síðasta ráðið í sambandi við sögur er að þær séu ekki of flóknar. Bestu sögumeist- ararnir ná athygli allra aldurshópa. Nánari upplýsingar um Howard Gardner er að finna á www.howardgardner.com. Í stuttu máli er það kenning Gardners að sérhver einstaklingur hafi 8 tiltölulega sjálfbær færnisvið þegar kemur að greind. Howard Gardner.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.