Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Síða 126

Frjáls verslun - 01.04.2007, Síða 126
FÓLK Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Grand Hótel hefur verið að reisa glæsilega fjórtán hæða viðbótarbyggingu við hót- elið í Sigtúni. Um þessar mundir er verið að taka nýbygginguna í notkun. Heiðveig Jóhannsdóttir er sölustjóri hjá Grand Hóteli og er hennar svið að sjá um hvata- ferðir og ráðstefnusalina: „Með stækkuninni verður mikil breyt- ing á rekstri hótelsins og starfi mínu í leiðinni. Við erum að taka í notkun 209 herbergi í viðbót við þau 105 sem fyrir eru og þá fjölgar einnig fundarsölum. Starfsemin í heild eykst mikið og strax í júní er hótelið orðið fullbókað.“ Heiðveig byrjaði fyrir nokkrum árum hjá Reykjavik Hotels, sem rekur Grand Hótel, Hótel Reykja- vík og Hótel Centrum og áður en hún flutti sig um set í Grand Hótel var hún móttökustjóri á Hótel Centrum í Aðalstræti. „Fyrir um það bil einu ári síðan bauðst mér starf sem sölustjóri á Grand Hóteli og hef verið í því starfi síðan. Síðustu mánuðina hefur vinnan hjá mér að mestu gengið út á að kynna hvað koma skal varðandi hótelið og það getur stundum verið erfitt að koma því á framfæri sem ekki er ennþá til, en það gekk allt framar vonum.“ Auk þess að hafa verið á kafi í markaðssetningu á hótelinu hefur mikið verið að gerast í einkalífinu hjá Heiðveigu. Hún gifti sig 5. maí Guðmundi Helga Finnbjarn- arsyni, sölumanni hjá Toyota, og eru þau nýkomin úr brúð- kaupsferð. „Við skelltum okkur til Spánar í tvær vikur, höfðum fundið stað á Costa Del Sol þar sem við gátum verið í ró og næði og slakað á og hlaðið batteríin fyrir komandi törn í vinnunni. Það verður því ekki mikið um frí í sumar hjá okkur, ætlum okkur þó að dvelja í sumarbústað í viku og fara af og til langar helgar í ferðalög innlands, en við höfum bæði gaman af að ferðast og þá helst á eigin vegum, svo erum við á hjóli og línuskautum. Ég bý á Nesveginum og er stutt að fara á göngustíginn við Ægissíðu.“ Heiðveig fór fljótt út á vinnu- markaðinn. „Segja má að ég hafi að mestu farið sjálfsmenntunar- leiðina í það starf sem ég er í nú. Þegar ég hafði lokið grunn- skólanámi fór ég til systur minnar í Noregi og dvaldi þar í hálft ár. Þegar ég kom heim skráði ég mig í ferðamálaskóla sem að ég best veit er löngu hættur, og þaðan lá leið mín til Bandaríkjanna í eitt ár þar sem ég var au pair. Seinna fór ég aftur til Bandaríkjanna með þáverandi sambýlismanni mínum, sem var í námi, og var þar í fjögur ár. Þar stofnuðum við meðal annars ferðaskrifstofu. Í millitíðinni hafði ég farið í Við- skiptaskóla Nýherja sem þá hét og tók bókhaldsnám ásamt því að ég vann í prentsmiðju. Þegar ég kom ein heim frá Bandaríkjunum fór ég að vinna hjá Reykjavik Hot- els, byrjaði á Grand Hóteli og er komin þangað aftur í spennandi og skemmtilegt starf.“ sölustjóri, Grand Hóteli HEIÐVEIG JÓHANNSDÓTTIR Heiðveig Jóhannsdóttir. „Við skelltum okkur í brúðkaupsferð til Spánar í tvær vikur, höfðum fundið stað á Costa Del Sol þar sem við gátum verið í ró og næði.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON 126 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 Nafn: Heiðveig Jóhannsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 27. október, 1969. Foreldrar: Jóhann Sófusson og Valgerður Jakobsdóttir. Maki: Guðmundur Helgi Finnbjörnsson. Börn: Engin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.