Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 127

Frjáls verslun - 01.04.2007, Blaðsíða 127
F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 7 127 FÓLK N1 hf. varð til við sam-runa Olíufélagsins, Bílanausts, Ísdekks ásamt fleiri félögum í apríl 2007 og er eitt stærsta verslunar- og þjónustu fyrir tæki landsins. Hlöðver Sig- urðsson er deildar stjóri hjólbarða- þjónustu hjá N1 og hefur hann aðsetur að Bíldshöfða í Reykjavík. „Ég hóf störf hjá fyrirtækinu fyrir einu ári síðan, hafði áður stýrt Sólningu í Keflavík þar sem ég bý og hafði verið hjá því fyrirtæki í 25 ár, framkvæmdastjóri síð- ustu tíu árin. Þegar svo eigendur Bílanausts keyptu Olíufélagið var mér boðið að taka við hjólbarða- þjónustunni, þ.e. Ísdekki, sem er í eigu sömu aðila. Óhætt er að segja að allt hafi verið á fleygiferð þann tíma sem ég hef starfað hér. Mikil vinna lá í sameining- unni og tók ég þátt í þeirri vinnu ásamt mörgum öðrum og í dag er N1 alhliða fyrirtæki sem þjónar bílaeigandanum ásamt að vera með neysluvörur.“ Vinna Hlöðvers felst í að stýra innkaupa- og sölumálum í hjól- barðaþjónustunni sem er sú lang- stærsta á landinu og segir hann veltu deildarinnar hafa verið um einn milljarður á síðasta ári. „Við skilgreinum okkur sem heildsala á dekkjum og vörum tengdum þeim. Í eigu N1 eru mörg hjól- barðaverkstæði sem við seljum vörur okkar til en einnig seljum við til fjölda annarra hjólbarða- verkstæða á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Þetta er gef- andi og skemmtileg vinna.“ Hlöðver hefur alla tíð búið í Keflavík og alltaf unnið á heima- slóðum þar til hann tók við starfi sínu hjá N1: „Það voru nokkur viðbrigði að þurfa að keyra til Reykjavíkur á hverjum degi, en það venst og eftir tvöföldun á Reykjanesbrautinni að hluta er það auðveldara og verður enn auðveldara eftir því sem tvöföld- unin lengist.“ Eiginkona Hlöðvers er Þóra B. Karlsdóttir ferðamálafræð- ingur sem starfar hjá SBK í Keflavík og eiga þau tvö börn. „Eftir að ég hafði tekið stúd- entspróf frá MR 1975 fór ég í Háskóla Íslands og var eitt og hálft ár í efnafræði, en ákvað að taka mér hlé frá námi og liðu 25 ár þar til ég fór aftur í nám, þá í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Námið stundaði ég með fullri vinnu og útskrifaðist 2004. Það má segja að námið hafi komið í kjölfar þess að ég var farinn að huga mér til hreyf- ings með atvinnu. Námið gaf mér aukin tækifæri og nýt ég þess í dag að vera með 25 ára reynslu í dekkjabransanum auk þess að vera tiltölulega nýútskrif- aður viðskiptafræðingur.“ Þegar kemur að áhugamálum segir Hlöðver að ferðalög hafi fjölskyldan lengi stundað bæði innanlands og utan og nú sé verið prófa golfið: „Ég hafði fiktað við golfið fyrir nokkrum árum en eftir að ég fékk golfsett í jólagjöf var mér ekki til setunnar boðið, enda fín aðstaða til að stunda golf á Suðurnesjum og ég er þegar kominn með kennara.“ Hlöðver segir að í sumar sé áformað að fara til Spánar síð- ustu vikuna í ágúst og fram í september. „Við ætlum að vera eina viku í Barcelona og aðra á sólarströnd.“ Hlöðver Sigurðsson: „Við skilgreinum okkur sem heildsala á dekkjum og vörum tengdum þeim.“ deildarstjóri hjá N1 HLÖÐVER SIGURÐSSON Nafn: Hlöðver Sigurðsson. Fæðingarstaður: Keflavík, 24. mars 1955. Foreldrar: Sigurður Jóhannsson og Dagný Halldórsdóttir. Maki: Þóra B. Karlsdóttir. Börn: Ellert, 25 ára, Katla, 16 ára. Menntun: Viðskiptafræð- ingur frá Háskólanum á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.