Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 13

Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 13
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 13 Fyrst þetta ... Auður Capital flutti á dögunum í nýtt hús- næði að Borgartúni 29 og þann 09.09.09. bauð Auður viðskiptavinum og samstarfs- aðilum í heimsókn. „Við ætlum að fagna komandi vetri, bretta upp ermar og taka þátt í að græða Ísland,“ sögðu þær Halla Tómasdóttir, og Kristín Pétursdóttir stofn- endur Auðar. Heimilistónar sáu um að útdeila jákvæðum tilfinningum og skapa heimilislegan blæ. Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, og Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður. Auður Capital í nýtt húsnæði w www.bgt.is | sími 533 5000 R Æ S T I N G A L A U S N I R FYRIR FYRIRTÆKI OG STOFNANIR S ím i 533 5000 • www.bgt . i s Leiðréttingar vegna Tekjublaðs Þær Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir, í Heimilistónum, slóu á létta strengi. Nokkrar alvarlegar villur voru í síð- asta tölublaði Frjálsrar verslunar, Tekjublaðinu. Frjáls ferslun biður hlutaðeigandi afsökunar á þessum villum. Um mannleg mistök var að ræða í innslætti. Tekjur Gunnars Más Sigurfinnssonar, framkvæmdastjóra Icelandair Cargo, voru gefnar upp margfalt meiri en þær voru á árinu 2008. Sambærileg mistök urðu vegna tekna Brynju Guðmundsdóttur. Það sama má segja um tekjur Kristleifs Kristjánssonar, læknis og forstöðu- manns hjá ÍE, og Hauks Valdimarssonar læknis. Einnig var um innsláttarvillu að ræða vegna ofáætlaðra tekna Jóns R. Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Manna og músa, Páls Harðarsonar, aðstoðarforstjóra Kauphallarinnar og Magnúsar Kristins Jónssonar hjá Landsbankanum. Ritstjóri áréttar hér með afsökunarbeiðni blaðsins. -JGH

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.