Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 15

Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 15
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 15 Sumt fólk er þannig gert að það vekur alltaf athygli. Bara það að ganga í sal fullan af fólki vekur slíka athygli að allir þagna og horfa á manninn. Þetta kallast að hafa útgeislun – eða karisma. Aðrir eru ósýnilegir við öll tækifæri. Jafnvel sjálfvirkir hurðaopnarar nema ekki útgeislun frá þeim. Það eru gráu mýsnar, sem enginn tekur eftir. Útgeislun snýst ekki um andlitsfegurð eða falleg föt. Ófrítt og sérstætt fólk hefur oft sterka útgeislun. Karisma er eiginleiki sem sumir fá í vöggugjöf en aðrir verða að þjálfa með sér með miklum erfiðismunum. Og það er hægt að auka útgeislun með æfingum. Gráa músin getur orðið að lifandi samkvæmisljóni ef hún bara reynir! Hér eru tíu ráð: 1. djúp rödd. Æfðu þig í að tala með aðeins dýpri röddu en þú ert vanur/vön. Rannsóknir sýna að djúpar raddir eru þægilegri áheyrnar en háar. Þarna hafa karlar oft vinninginn í sam- anburði við konur. 2. Vertu á staðnum. Miklu skiptir að snúa beint að þeim sem þú talar við og ekki á ská. Ekki vera á iði en gefðu til kynna að þú hlustir og hafir áhuga á því sem við þig er sagt. 3. Æfing í innkomu. Æfðu þig í að ganga í sal. Fyrsta sýn er mikilvæg, sama hvort þú ert í boði eða í viðtali vegna vinnu. Vertu bein/n í baki þó ekki stíf/ ur. Hiklaus framganga vitnar um sjálfsöryggi þótt þú sért í raun og veru óstyrk/ur. 4. Réttur tónn. Röddin skiptir miklu í öllum sam- skiptum. Há og nöldursleg rödd er alltaf frá- hrindandi. Ekki vera of ögrandi í röddinni. 5. Augun upp. Augnsamband er mikilvægt ef þú vilt ná athygli viðmælanda þíns. Þetta á við öll tækifæri, sama hvort þú ert inni á teppinu hjá forstjóranum eða í makaleit á árshátíð- inni. 6. Reyndu að ljóma. Ósvikin gleði og ánægja leynir sér aldrei. Gleði geislar frá fólki. Því er gott að temja sér létta lund til að auka útgeislunina. Fýlupokar eru óspennandi. 7. Rétt staða augabrúna. Staða augabrúna er eitt af því fyrsta sem fólk tekur eftir við fyrstu kynni. Það eykur útgeislun að hafa augabrúnir í kátri stöðu. 8. Litrík klæði. Litrík föt vekja meiri athygli en litlaus. Þetta er oft vandi gráu músanna. Þær velja grá föt til að vekja sem minnsta athygli. Til að snúa dæminu við velur þú sterkari liti. 9. Talaðu af áhuga. Útgeislun eykst ef fólk talar um málefni sem það brennur fyrir. Lifandi áhugi er ódýr uppspretta útgeislunar. 10. Ekki ganga of langt. Það getur virkað mjög ókurteist að ætla að gleypa allan salinn og tala við einn en horfa á annan. Einbeittu þér að viðmælanda þínum og gakktu ekki of langt í að beita öllum brögðunum sem hér hafa verið talin upp. S T J ó R N u N A R M o L I TEXTI: gísli kristjánsson GRÁA MÚSIN GENGuR Í SALINN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.