Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 35
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 35 Auðvelt að ímynda sér spennumynd þar sem tæki frá Hafmynd kemur við sögu. Kafbátur, mannaður gervi-greindu vélmenni, skimar yfir hafsbotninn og skráir hjá sér allt grunsamlegt. Sjóherir nokkurra landa eru meðal kaupenda og strangt til tekið er það sem hér fer á eftir hernaðarleyndarmál. Kafbáturinn heitir GAVIA og leit fyrst dagsins ljós árið 1999. Þremur árum fyrr hafði Hjalti Harðarson verkfræðingur byrjað að hanna sjálfvirkan kafbát til að leysa verkefni sem annars eru unnin af köfurum eða jafnvel úr mönnuðum kafbátum og voru stundum óframkvæmanleg vegna kostnaðar. Síðan hefur tækið þróast á ýmsa lund. Tölvutækni hefur fleygt fram. Gervigreind var til dæmis á þeim tíma vart meira en kenning um eitthvað sem tölvur gætu gert í framtíðinni. Núna er gervigreind nauðsynlegur þáttur í stýrikerfum margra verkfæra. Þar á meðal eru svona dvergkafbátar, sem verða að hafa vit fyrir sjálfum sér meðan þeir eru í hafdjúpunum. Þar er til dæmis ekkert GPS-leiðakerfi að styðjast við eins og á landi. Kafbáturinn hefur bara upphafspunktinn í fjörunni að miða við. Eftur það verður hann að rata sjálfur. Og hann sér með skynjurum, skráir hjá sér allt sem hann verður áskynja. Stríð og friður Júlíus Benediktsson hjá Hafmynd, sprotafyrirtæki sem síðustu ár hefur unnið að þróun kafbátsins, segir að GAVIA komi að notum við nánast alla vinnu neðansjávar – sama hvort það er atvinnustarfsemi eða varnarmál. Raunar er það svo að fyrirtækið verður að uppfylla öryggiskröfur NATO enda er hluti verkefnanna fyrir heri bandalagsríkjanna. Mikilvæg verkefni eru líka við olíuvinnslu. Kafbáturinn getur sinnt reglubundnu eftirliti með olíuleiðslum neðansjávar, fundið grjót sem lagst hefur upp að leiðslunum og rof í sjávarbotninum undir þeim. Síðustu þrjú ár hefur endurhönnuð gerð af bátnum verið til sölu. Báturinn er ekki stærri en svo að tveir menn geta borið hann. Síðstu ár hafa rafhlöður þróast mikið og nýjar gerðir af skynjurum hafa komið fram. Því er alltaf hægt að koma meiru og meiru fyrir í þessu litla verkfæri. Báturinn er settur saman á Íslandi en rafmagnshlutirnir í hann eru að mestu leyti keyptir frá erlendum framleiðendum. Allir málmhlutir eru smíðaðir á Íslandi. Júlíus segir það vanda fyrir sprotafyrirtæki eins og Hafmynd að málmtækni hefur verið vanrækt á Íslandi síðustu ár. Á Íslandi eru til góðir málm- og rennismiðir en það er skortur á þeim. Það er líka hörð samkeppni í greininni. Júlíus segir að nú séu einkum þrjú fyrirtæki sem bjóði lausnir á þessu sviði. Hafmynd reynir að skapa sér sérstöðu með því að aðlaga framleiðsluna sérþörfum hvers viðskiptavinar. Engin lán að fá Til þessa hefur Hafmynd verið fjármögnuð af eigin fé. Fyrirgreiðsla hjá bönkum hefur verið þung frá árinu 2007 og erfitt að fjármagna framleiðsluverkefni. Núna er íslenska bankakerfið hrunið og lítið sem ekkert lánsfé á lausu þess vegna. „Staða banka er mikið vandamál fyrir okkur,“ segir Júlíus. „Í öðrum löndum verðum við varir við mikið vantraust á íslensku bankana og íslenskan efnahag. Það þýðir lítið að bjóða upp á íslenska bankaábyrgð. Hún verður að koma frá erlendum banka fyrir milligöngu Seðlabankans.“ Hins vegar er óneitanlega kostur að gengisfall krónunnar hefur aukið tekjurnar mikið í krónum talið. „Það var ekki vænlegt að standa í framleiðslu hér innanlands meðan gengið var hátt. Nú hefur það snúist við,“ segir Júlíus. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er stór hluthafi í Hafmynd og kom þar fyrst inn árið 2003. Það var mikilvæg hjálp við að láta hugmyndina vaxa úr sprota og yfir í framleiðslufyrirtæki. Júlíus segir að opinberir sjóðir gegni þarna mikilvægu hlutverki en aðild þeirra verði líka að fylgja þekking og kröfur um hvernig eigi að nota peningana. „Það mikilvægasta í sprotafyrirtæki er að hafa áætlun um hvert menn ætla,“ segir Júlíus. „Það var ekki vænlegt að standa í framleiðslu hér innanlands meðan gengið var hátt. Nú hefur það snúist við.“ Júlíus Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá kafbátafyrirtækinu Hafmynd: frAmleiðslAn er leyndArmál Júlíus Benediktsson framkvæmdastjóri hjá Hafmynd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.