Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
Forsíðu grein SPROTAFYRIRTÆKI
fyrstu viðbrögð við lýs-ingu Arnar Haraldssonar á hugmyndinni að baki
MindGames eru: Nei, þetta
hlýtur að vera einhver vitleysa!
Svona gerist ekki í alvöru. En
samt: Það er víst hægt að slappa
af með með því að hugsa hlýtt
til farsímans síns.
Hugarorka er til í raun og veru
og hún er bæði mælanleg og nýt-
anleg. Það er hægt að flytja hug-
arorku úr heilanum og í rafknúið
tæki. Innan taugavísindanna
heitir þetta ElectroEncephalo
Graphy – skammstafað EEG – og
er raforkan sem flytur taugaboð
um heilann. Við þetta er ekkert
dularfullt þótt það sé skrýtið.
En hugmyndin að baki
sprotafyrirtækinu MindGames
í Reykjavík er að nýta þessa
orku við að stýra tölvuleikjum
í farsíma, leikjum sem hafa það
að markmiði að þjálfa notand-
ann í að auka einbeitingu og
draga úr streitu.
Gömul tækni
„Hugmynd okkar er að búa til
tölvuleik þar sem framgang-
urinn í leiknum ræðst af hug-
arástandi notandans,“ segir Örn
Haraldsson, tölvunarfræðingur
og jógakennari. „Leikirnir verða
af ýmsum toga en eiga það sam-
eiginlegt að aukin slökun og
einbeiting gefur jákvæðan fram-
gang í leiknum.“
Til að leika EEG-tölvuleik
á farsíma þarf auk símans sér-
stakan heilabylgjuskynjara. Það
er tæki sem lítur út eins og
venjuleg heyrnartól auk þess
sem armur liggur út á ennið.
Örn segir að þessi tækni
sé ekki ný. Menn hafi lengi
vitað um heilabylgjurnar og
heilabylgjuskynjarar hafa verið á
markaði um nokkurt skeið. Það
sem er nýtt núna er að skynj-
ararnir eru orðnir það ódýrir að
hver sem er getur keypt þá.
Verð á skynjurum stefnir í
að verða á bilinu fimm til 10
þúsund krónur og núna eru æ
fleiri framleiðendur tölvuleikja
að uppgötva þessa aðferð við að
stjórna tölvuleikjunum. Því má
búast við að verð lækki enn með
meiri fjöldaframleiðslu.
Engan æsing
Til þessa hefur EEG-tæknin
verið notuð til að stýra leikjum
í venjulegum borðtölvum. Hjá
MindGames er þessi tækni
notuð til að stýra farsíma-
leikjum sem hægt er að grípa í
til að draga úr spennu og auka
einbeitingu.
„Við byggjum leikina þannig
upp að stress og æsingur dugar
ekki til að komast áfram,“ segir
Örn. „Ef hugurinn er í jafnvægi
og einbeiting góð fær þátttak-
andinn umbun fyrir það. Sem
dæmi má nefna kappakstursleik
þar sem allt situr fast ef menn
eru stressaðir.“
Örn segir að nýmælin hjá
MindGames felist í að leikirnir
þjálfi færni notenda í að draga
úr streitu og auka einbeitingu,
með aðstoð farsíma. Í fyrstu eru
leikirnir hannaðir fyrir iPhone
en síðar er ætlunin að hanna
fyrir fleiri gerðir síma.
Þverfaglegur hópur
Fyrirtækið er svo að segja nýtt.
Fyrstu hugmyndir urðu til í
janúar á þessu ári en skipuleg
vinna hófst ekki fyrr en í maí í
vor. Enn er þetta því alger sproti
og núna er verið að endurskoða
fyrstu viðskiptaáætlun, sækja
um styrki og leggja drög að því
að koma leikjum á markað eftir
áramótin.
Stofnendur MindGames
mynda fjölbreyttan hóp með
mismunandi bakgrunn og
þekkingu. Auk Arnar eru það
Deepa Lyengar, bandarísk
kona af indverskum uppruna,
sérfræðingur í taugavísindum
frá MIT-tækniháskólanum í
Bandaríkjunum; Hannes Högni
Vilhjálmsson, lektor við Háskól-
ann í Reykjavík og sérfræðingur
í gerð tölvuleikja til kennslu;
Hjalti Kolbeinsson hugbúnaðar-
verkfræðingur og grafísku hönn-
uðirnir Ragnar Már Nikulásson
og Katla Rós Völudóttir.
Enn á sparipeningunum
Til þessa hefur fyrirtækið að
mestu verið rekið með framlagi
eigenda sinna og launalausri
vinnu þeirra.
„Við erum komin að því
marki að verða að búa til fyr-
irtæki með fólk á launum,“ segir
Örn. „Það er hægt að vinna
launalaust eða með öðrum
verkum í einhvern tíma og
sleppa þá að kaupa sér fellihýsi
í staðinn. Svo kemur að því að
fá þarf fjármagn inn í fyrirtækið
til að geta sett kraft í þróun og
markaðssetningu.“
Og það liggur á því allt ger-
ist hratt í tölvuheiminum. Þau
hjá MindGames eru ekki eina
fólkið í heiminum sem fæst við
gerð leikja fyrir farsíma. Það
er hörð samkeppni á þessum
markaði og mikilvægt að skapa
sér sérstöðu.
,„Enn sem komið er getum
við ekki talað um samkeppni
í gerð svona EEG-leikja fyrir
farsíma en hún á eftir að koma
fram,“ segir Örn Haraldsson.
Örn Haraldsson,
einn aðstandenda
leikjasprotans MindGames:
,,Hugmynd okkar
er að búa til tölvu-
leiki þar sem
framgangurinn í
leiknum ræðst af
hugarástandi
notandans.“
HugsA fAllegA
til fArsímAns
Deepa, Arnar og Örn hjá MindGames.