Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 37
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 37
Hugmyndin að baki fatahönnun hjá E-label er að sameina
fjóra kosti. Fötin eiga að vera
þægileg, endingargóð, í tísku
og um leið sígild. Áður hefur
ekki verið framleidd fatalína
sem sameinar alla þessa fjóra
eiginleika.
E-label er aðeins rúmlega
tveggja ára gamall sproti. Fyrsti
vísirinn kom upp á bjartsýnis-
árinu 2007 og síðan hefur
gengið á ýmsu bæði hjá fyr-
irtækinu og efnahag heimsins.
Stofnendur og eigendur eru þær
Ásta Kristjánsdóttir og Heba
Hallgrímsdóttir.
Ásta stofnaði áður Eskimo og
var meðal annars á vegum þeirra
í Mumbai – eða Bombay – á
Indlandi. Þar byrjaði E-label að
þróast og nú eru fötin frá fyr-
irtækinu saumuð þar og efnin
eru indversk.
Það er raunar sérstætt að fyr-
irtæki sem framleiðir tískuvörur
notar aðeins sex afbrigði af
fataefni og allt í sama lit. Enn
sem komið er eru fötin frá E-
label bara svört og áhersla er
lögð á að hafa öll ferli einföld og
milliliði sem fæsta.
Einfalt en flott
„Hugmynd okkar er að höfða
til nútímakvenna á ferð og flugi
og reyna að einfalda daglegt líf
þeirra,“ segir Ásta. „Fötin eiga
að vera einföld og handhæg og
allt á að passa saman. Þetta á að
vera endingargott en samt ódýrt
og fallegt.“
„Við leggjum líka áherslu
á að ekki eru allar konur eins
vaxnar og þær þurfa ekki endi-
lega að vera ungar til að vera
glæsilegar. Lífinu er ekki lokið
um sextugt,“ segir Ásta. Elsta
fyrirsætan hjá E-label er því 65
ára og sú yngsta 17 ára.
Í fyrstu hafa fötin verið seld
í verslun í Reykjavík og í Net-
verslun E-label. Ætlunin er hins
vegar að ná lengra og nú er búið
að stofna útibú í London. Heba
sér um það og fötin hafa verið
tekin inn í verslanir Top Shop í
Englandi.
Markmiðið er að ná enn
lengra og fara inná Japans- og
Ameríkumarkaðinn á næstu
tveimur árum. Ásta segir að
fjölga verði litum yfir sumartím-
ann fyrir erlendan markað. En
svört föt ganga vel á Íslandi
allan ársins hring.
Erlendar tekjur mikilvægar
„Fyrir okkur er mikilvægt að
fá erlendar tekjur,“ segir Ásta.
Hrun íslensku bankanna og
íslensku krónunnar hefur haft
veruleg áhrif á starfsemina, bæði
á jákvæðan og neikvæðan hátt.
„Það getur verið erfitt að
reka fyrirtæki þegar maður veit
aldrei hvert gengi krónunnar er,“
segir Ásta. Traust á Íslandi og
íslenskum fyrirtækjum beið líka
alvarlegan hnekki í hruninu í
fyrrahaust. Það
verða stjórn-
endur fyrir-
tækja eins og
E-label áþreif-
anlega varir
við.
„Íslend-
ingum er ekki
treyst lengur.
Fyrirgreiðsla
fæst ekki eins
og var og
þeir sem áður
veittu greiðslufresti vilja nú stað-
greiðslu,“ segir Ásta. „Þetta er
ein ástæða þess að fyrirtækið er
nú að hluta rekið frá London.“
Um leið hafa innflutt
aðföng hækkað í verði og
nauðsynlegt að selja meira til
annarra landa.
,,Við erum búnar að lenda
í allskonar málum á þessum
tveimur árum en að sama skapi
hefur hrunið líka sína kosti,“
segir Ásta. „Íslendingar eyða
peningum sínum hérlendis og
kaupa frekar íslenskt. Þar af
leiðandi hefur salan vaxið jafnt
og þétt og fyrirtækið dafnað vel
á þessum tíma. Núna stefnum
við að því að ná fótfestu á
alþjóðlegum markaði.“
Gera allt sjálfar
Til þessa hafa þær Ásta og Heba
fjármagnað reksturinn að mestu
með veltu félagsins og eiginfé.
Þær hafa ekki hlotið styrki úr
þróunarsjóðum til þessa en eru
að undirbúa umsóknir. Lítið
sem ekkert er fengið að láni.
Þá hafa þær einnig sjálfar sinnt
flestum verkum innan fyr-
irtækis.
„Það tekur ef til vill mest á
í svona rekstri að verða að geta
gert allt,“ segir Ásta. Hún er
hönnuður,
ljósmyndari,
rekstrarstjóri,
fjármálastjóri
og sinnir
markaðs-
málum. Heba
hefur sinnt
hönnun,
framleiðslu-
málum og
sölu og auk
þess starfar
hönnuður og
starfsfólk í verslun E-label.
„Annars vinnum við þetta
allt mjög mikið saman og hjálp-
umst að við hin ýmsu verkefni,“
segir Ásta.
,,Þetta er í raun og veru
mörg fyrirtæki í einu og við
erum alltaf að skipta um hlut-
verk,“ segir Ásta Kristjáns-
dóttir.
Ásta Kristjánsdóttir hjá hönnunarfyrirtækinu E-label:
„Við leggjum líka
áherslu á að ekki
eru allar konur eins
vaxnar og þær þurfa
ekki endilega að
vera ungar til að
vera glæsilegar.
Lífinu er ekki lokið
um sextugt.“
einfAlt og þægilegt
Heba Hallgrímsdóttir og Ásta Kristjánsdóttir hjá E-label.