Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 45
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 45
S t u ð u l l
Ragnar segir að deilt hafi verið um starfið. „Már og hans fólk vildi
byggja upp flokk eða samtök á fræðilegum grunni, og byggja á flokks-
legum strangleika. Við hin vorum kannski meira tilfinningafólk, og
máttum ekkert aumt sjá, hvorki hér né erlendis,“ segir Ragnar.
Hann segir þó að deilurnar hafi ekki valdið vinslitum með þeim
Má. Þeir hafi strax eftir klofninginn skrifað saman grein í Þjóðviljann
um það sem gerst hafði við klofning Fylkingarinnar og skilið sáttir.
Við vildum hvorugur kasta rýrð á það glæsilega pólitíska starf sem
Fylkingin vann á þessu tímabili.
„Á endanum ákvað þessi hópur í kringum Má að viðhalda sínum
fræðilega grunni og vinna að honum innan Alþýðubandalagsins,“
segir Ragnar. Á árunum 1988 til 1991 var Már efnahagsráðgjafi Ólafs
Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra og formanns Alþýðubandalagsins.
ósammála sambýlingar
Már hélt til náms í hagfræði í Englandi árið 1977. Það var áður en
Fylkingin leið undir lok. Hann settist á háskólabekk í Essex í háskóla-
bænum Colchester skammt norðaustan Lundúna.
Þar kom til borgarinnar á sama tíma Einar Kristinn Guðfinnsson
og í svipuðum erindagjörðum. Einar Kristinn gekk í félag íhaldssamra
stúdenta við skólann, Már í stúdentafélag marxista.
Ásamt þeim Má voru þarna meðal annarra Yngvi Örn Kristins-
son, aðalhagfræðingur Landsbankans, og Birgir Guðmundsson, blaða-
maður og nú lektor á Akureyri. Þeir þrír voru kunnugir áður og Einar
bættist í þennan hóp.
„Við Már vorum mjög ósammála um allt, stjórnmál og hvaðeina,“
segir Einar Kristinn. „Hann var mjög róttækur vinstrimaður – en ég
ekki – en þó fór vel á með okkur og við urðum vinir upp frá því.“
Einar segir að eftir fyrsta árið í skólanum hafi stúdentar orðið að
leita sér sjálfir að húsnæði í bænum og svo fór að þeir Már fundu gam-
alt hús, sem þeir andstæðingarnir tóku á leigu saman.
Ferill más guðmundssonar
Háskólamenntun:
1976–1977: Hagfræði- og stærðfræðinám
við háskólann í gautaborg.
1979: Ba-(honours) gráða í hagfræði frá
háskólanum í essex, englandi.
1980: M-phil. gráða í hagfræði frá
háskólanum í Cambridge, englandi.
1987–1989: doktorsnám við háskólann í
Cambridge.
Starfsferill:
1980–1987: Hagfræðingur við hagfræði-
deild Seðlabanka Íslands
1988–1991: efnahagsráðgjafi fjármála-
ráðherra
1991–1994: Forstöðumaður við
hagfræðisvið Seðlabanka Íslands
1994–2004: aðalhagfræðingur
Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóri
hagfræðisviðs bankans
2004–2009: aðstoðarframkvæmdastjóri
peningamála- og hagfræðisviðs alþjóða-
greiðslubankans í Basel (BiS). Á sæti í
yfirstjórn bankans.
2009: Bankastjóri Seðlabanka Íslands.
Önnur störf:
1989–1991: Formaður stjórnar
Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.
1991–1992: Í nefnd um endurskoðun á
lögum um Seðlabanka Íslands.
1998–1999: Ráðgjafi á vegum alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins við seðlabankann í
trinidad og tobago.
2000–2003: Í stjórn Íslenska járnblendi-
félagsins.
2002–2004: Formaður nefndar á vegum
Reykjavíkurborgar um orkustefnu.