Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.07.2009, Qupperneq 45
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 45 S t u ð u l l Ragnar segir að deilt hafi verið um starfið. „Már og hans fólk vildi byggja upp flokk eða samtök á fræðilegum grunni, og byggja á flokks- legum strangleika. Við hin vorum kannski meira tilfinningafólk, og máttum ekkert aumt sjá, hvorki hér né erlendis,“ segir Ragnar. Hann segir þó að deilurnar hafi ekki valdið vinslitum með þeim Má. Þeir hafi strax eftir klofninginn skrifað saman grein í Þjóðviljann um það sem gerst hafði við klofning Fylkingarinnar og skilið sáttir. Við vildum hvorugur kasta rýrð á það glæsilega pólitíska starf sem Fylkingin vann á þessu tímabili. „Á endanum ákvað þessi hópur í kringum Má að viðhalda sínum fræðilega grunni og vinna að honum innan Alþýðubandalagsins,“ segir Ragnar. Á árunum 1988 til 1991 var Már efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra og formanns Alþýðubandalagsins. ósammála sambýlingar Már hélt til náms í hagfræði í Englandi árið 1977. Það var áður en Fylkingin leið undir lok. Hann settist á háskólabekk í Essex í háskóla- bænum Colchester skammt norðaustan Lundúna. Þar kom til borgarinnar á sama tíma Einar Kristinn Guðfinnsson og í svipuðum erindagjörðum. Einar Kristinn gekk í félag íhaldssamra stúdenta við skólann, Már í stúdentafélag marxista. Ásamt þeim Má voru þarna meðal annarra Yngvi Örn Kristins- son, aðalhagfræðingur Landsbankans, og Birgir Guðmundsson, blaða- maður og nú lektor á Akureyri. Þeir þrír voru kunnugir áður og Einar bættist í þennan hóp. „Við Már vorum mjög ósammála um allt, stjórnmál og hvaðeina,“ segir Einar Kristinn. „Hann var mjög róttækur vinstrimaður – en ég ekki – en þó fór vel á með okkur og við urðum vinir upp frá því.“ Einar segir að eftir fyrsta árið í skólanum hafi stúdentar orðið að leita sér sjálfir að húsnæði í bænum og svo fór að þeir Már fundu gam- alt hús, sem þeir andstæðingarnir tóku á leigu saman. Ferill más guðmundssonar Háskólamenntun: 1976–1977: Hagfræði- og stærðfræðinám við háskólann í gautaborg. 1979: Ba-(honours) gráða í hagfræði frá háskólanum í essex, englandi. 1980: M-phil. gráða í hagfræði frá háskólanum í Cambridge, englandi. 1987–1989: doktorsnám við háskólann í Cambridge. Starfsferill: 1980–1987: Hagfræðingur við hagfræði- deild Seðlabanka Íslands 1988–1991: efnahagsráðgjafi fjármála- ráðherra 1991–1994: Forstöðumaður við hagfræðisvið Seðlabanka Íslands 1994–2004: aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs bankans 2004–2009: aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs alþjóða- greiðslubankans í Basel (BiS). Á sæti í yfirstjórn bankans. 2009: Bankastjóri Seðlabanka Íslands. Önnur störf: 1989–1991: Formaður stjórnar Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. 1991–1992: Í nefnd um endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands. 1998–1999: Ráðgjafi á vegum alþjóða- gjaldeyrissjóðsins við seðlabankann í trinidad og tobago. 2000–2003: Í stjórn Íslenska járnblendi- félagsins. 2002–2004: Formaður nefndar á vegum Reykjavíkurborgar um orkustefnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.