Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 50

Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 50
50 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 m A n n A r á ð n i n G A r rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur verið nokkuð sér-stakt á undanförnum árum. Það sem einkenndi ástandið var að atvinnuleysi var mjög lítið. Mjög lítið atvinnuleysi veldur því að atvinnumarkaðurinn verður seljendamarkaður þar sem starfsfólk getur gengið inn og út án nokkurra teljandi vandræða. Fyrirtæki í leit að starfsmanni hafa ekki haft úr miklu að velja og því oft þurft að taka því sem að þeim var rétt. Stundum gekk það vel og stundum ekki eins vel. Þessi þörf fyrir að fylla í stöður hefur verið drifkrafturinn við ráðn- ingar frekar en að leggja áherslu á að velja inn rétta fólkið. Aðallega vegna þess að það hefur ekki verið úr miklu að velja. Þessi staða er nú gjörbreytt og við erum komin inn í tímabil þar sem íslenski atvinnumarkaðurinn er orðinn að kaupendamarkaði. Á kaupendamarkaði hefur kaupandinn meira val, hann getur skoðað sig um, leitað að og fundið, einstakling sem raunverulega upp- fyllir kröfur starfsins. Einstaklingi sem fellur að þeirri menningu og venjum sem eru innan fyrirtækisins, einstaklingi sem er líklegur til að þróast áfram innan þess. Virði þess að velja hinn eina rétta liggur í augum uppi þrátt fyrir að stundum sé erfitt að festa á það krónur og aura. Þessi munur kemur fram í framlegð hvers starfsmanns. Rannsóknir1 hafa sýnt að þeir starfsmenn sem eru í lægstu 15% séu virði launanna sinna, hæstu 15% séu virði 2,5x launanna sinna og þau 70% sem eru í miðjunni séu virði um það bil 2x launanna sinna. Það liggur þannig ljóst fyrir að verulegir hagsmunir eru tengdir því að vanda valið. Við val á starfsfólki er gott að horfa til þriggja þátta. Geta: Til að sinna hverju starfi þarf starfsmaður að hafa til að bera ákveðna grunngetu. Hvort sem hún felst í að kunna að reikna út úr flóknum formúlum eða geta staflað kössum skynsamlega á bretti. Höfundur þessarar greinar getur þannig bæði reiknað út úr flóknum formúlum og staflað kössum á bretti. Það er um leið ljóst að stærð- fræðingur og reyndur löndunarmaður geta leyst þessi verkefni hraðar og sennilega betur. Hæfni: Það er spurning hvort umsækjandi uppfylli þær kröfur sem eru gerðar til hans í ákveðnu starfi. Starfi sem er leyst af hendi innan óáþreifanlegs en þó vel mótaðs ramma sem samanstendur af umhverfi, fólki og ferlum. Löndunarmaðurinn getur verið frábær í að stafla kössum, gert það hratt og örugglega. Ef hann aftur á móti á erfitt með að fylgja reglum og fyrirmælum þá er hann ekki góður löndunarmaður. Hann er hættulegur sjálfum sér og félögum sínum. Gildi: Svo við höldum okkur við löndunarmanninn þá gæti hann verið að vinna hjá fyrirtæki sem leggur minni áherslu á hraða og meiri áherslu á gæði. Ef löndunarmaðurinn okkar er þannig þenkjandi að fjöldi bretta á klukkutíma eru mikilvægari en að vel sé raðað og það slæðist engir ufsakassar með þorskinum þá er ekki víst að hann sé hjá réttu fyrirtæki. Við val á starfsfólki er gott að horfa til þriggja þátta; getu, hæfni og gildi. Öll fyrirtæki vilja starfsfólk sem sýnir frumkvæði, er gott í mannlegum samskiptum og hefur þjónustulund. texti: hinrik sigurður jóhannesson • MyNd: geir ólaFsson aÐ RÁÐa StaRFSMeNN: Hinn Eini SAnni?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.