Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 51
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 51
m a n n a r á ð n i n g a r
Það er ljóst að fyrirtæki vilja einstaklinga sem geta gert það sem er
krafist af þeim, sýni þá hegðun sem skilar árangri (hæfni) og lifa eftir
gildum sem samræmast menningu fyrirtækisins. Ef það tekst að finna
þessa einstaklinga þá er hagurinn ekki eingöngu atvinnuveitandans
heldur mun fólkinu líða vel í starfi.
Öll fyrirtæki vilja starfsfólk sem sýnir frumkvæði, er gott í mann-
legum samskiptum og hefur þjónustulund. Spurningin er hvernig
eigi að skilgreina hvað er átt við með þessu, hvernig á að meta þessa
þætti og hvernig á að þróa þá. Fyrsta skrefið er að átta sig á því að það
er hægt að meta þessa þætti og nú er möguleiki til þess þar sem mikið
af frábæru fólki sækist eftir hverri auglýstri stöðu.
rannsóknir hafa sýnt að þeir
starfsmenn sem eru í lægstu
15% séu virði launanna sinna,
hæstu 15% séu virði 2,5x
launanna sinna og þau 70% sem
eru í miðjunni séu virði um það
bil 2x launanna sinna.
Eitt besta ráðið í stjórnun er að
vanda val á starfsmönnum. Það
sparar mikinn tíma síðar meir
og kemur í veg fyrir árekstra.
Vandið valið og vitið hvers konar
starfsmann þið sækist eftir. Greinarhöfundur, Hinrik Sigurður Jóhannesson, ráðgjafi hjá Capacent.
1 Burke, Eugene, The return on investment from personality testing, Business Issues, númer 7
Atvinnuveitendur eru nú komnir í þá stöðu að geta valið úr
stórum hópi fólks sem hefur til að bera getuna og hæfnina til að
skila af sér mjög vel unnu verki. Það er þó líklegt að það muni
taka stjórnendur tíma að átta sig á þessari breytingu og byrja að
nýta sér þá möguleika sem nú opnast. Til að byrja þetta ferli er
mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja spyrji ákveðinna lykilspurn-
inga áður en lagt er af stað í nýráðningar, uppsagnir eða end-
urskipulagningu.
Hef ég skýra sýn á hvert starf?•
Hlutverk þess?•
Afurðir (KPI´s)?•
Ábyrgð?•
Þekki ég þær hæfnikröfur sem starfið gerir til þeirra ein-•
staklinga sem sinna störfunum?
Hef ég safnað að mér fólki sem fellur að gildum þeirrar •
menningar sem ég vil byggja upp?
Hverjir eru styrkleikar og veikleikar liðsheildarinnar, starfs-•
mannahópsins?
Gerir liðið sér grein fyrir þessu?•
Get ég valið inn einstaklinga sem bæta hina upp?•
Hef ég réttan einstakling á réttum stað eða myndu •
ákveðnar hrókeringar á hlutverkum og ábyrgð skila
bættum árangri?
Með öðrum orðum; Hef ég hinn eina sanna í hverju starfi?•
nokkrar lykilspurningar