Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 58

Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 m a r k a ð s m á l Hringurinn byggist á almennum leiðbeiningum um hvernig eigi að veita þjónustu en starfsfólki er treyst til þess að meta þarfir við- skiptavinarins og veita þjónustuna á persónulegan hátt. Grundvöllur þjónustustefnunnar byggist á því að viðskiptavinurinn fari ánægður frá okkur.“ Þurfti að breyta mælingunum? „Já. Þegar við vorum komnir með þjónustustefnuna kom upp vandamálið hvernig ætti að mæla árangurinn svo að breyta varð aðferðinni.“ ÁTVR tók upp samstarf við Capacent Gallup sem tók að sér að spyrja viðskiptavini hvort þeir væru ánægðir með þjónustuna og voru spurningar lagðar fyrir þá í öllum 49 verslununum. Þessar kannanir hafa verið bæði í formi net- og símakannana. Að sögn Ein- ars hafa miklar upplýsingar fengist úr könnununum. Gott dæmi var vínbúð þar sem starfsmenn stóðu sig mjög vel og hefðu fengið góða einkunn í hulduheimsóknarkönnun en viðskiptavinir voru samt óánægðir með þjónustuna. Í ljós kom að það var húsnæðið sem setti strik í reikninginn. Eftir að vínbúðin hafði verið flutt í nýtt húsnæði kom ný útkoma úr könnuninni þótt starfsfólkið væri hið sama og áður. Búðin fór úr 3.-4. neðsta sæti í 9. efsta sæti. gott viðmót efst á blaði - Hvað gerir viðskiptavininn ánægðastan? „Ég get fullyrt að langstærsti ánægjuþátturinn er viðmót starfsfólks- ins. Þegar gott viðmót mætir manni fyrirgefst margt, meira að segja það að varan sé ekki til. Viðskiptavinur fyrirgefur hins vegar lítið ef viðmót er ekki gott,“ segir Einar. Svör viðskiptavina þar sem spurt er hverjar séu helstu ástæður þess að þeir séu ánægðri með núver- andi fyrirkomulag á áfengissölu á Íslandi sýna að góð þjónusta er í efsta sæti með 49,9%. Svar við annarri spurningu um hversu gott eða slæmt viðkomandi finnist viðmót starfsfólksins á skalanum 1-5 segja 4,7 mjög gott og 28,5% frekar gott. Aðeins 0,1% segir það mjög slæmt.“ Hluti af góðri þjónustu byggist á vöruþekkingu starfsliðs og til þess að auka hana og tryggja rekur ÁTVR vínskóla þar sem starfsfólk fær fræðslu um vörurnar og er kennt hvernig þjónustan skuli vera. Starfsfólki er kennt að vísa ekki á eina vöru heldur t.d. tvær til þrjár tegundir sem eru svipaðar og það á að vera viðbúið því að varan sem spurt er um sé ekki til á því augnabliki. Í þriðju könnun sem gerð hefur verið þar sem spurt er um mikilvægi eða lítilvægi nokkurra ríkið breytist í Vínbúð Árið 2001 var Vínbúðarheitið tekið upp fyrir verslanir ÁTVR. Í dag er það aðallógó fyrirtækisins og það „andlit“ sem snýr að viðskiptavininum. Þessi breyting hefur haft töluverð áhrif á það hvernig fólk talar um verslanir ÁTVR. Lengst af fóru menn alltaf í „ríkið“ en þeir sem yngri eru nota það orðalag lítið eða ekki nú orðið. Þeir fara bara í Vínbúðina. einu sinni var vínbúð á horni Laugarásvegar og Sundlaugavegar. Sú verslun gekk undir nafninu „konuríkið“. Líklega var það vegna þess að verslunin var vinsæl meðal kvenna, hugsanlega vegna þess að þær töldu sig ekki mundu rekast þar á jafnmarga sem þær þekktu eins og í ríkinu við Lindargötu eða á Snorrabraut en þar var gjarnan margt um manninn. Þá má geta þess að margt eldra fólk segir jafnvel enn að það ætli að skjótast í „mjólkurbúðina“ ætli það að fara í vínbúð. Þeir sem yngri eru vita varla að mjólkurbúðir voru eitt sinn á hverju horni. Þetta tal um mjólkurbúðarferð átti að koma í veg fyrir að menn þyrftu að segjast ætla í ríkið sem kannski þótti ekki öllum jafnviðeigandi. Á því hefur orðið breyt- ing og konur jafnt sem karlar bregða sér í Vínbúðina þegar þess gerist þörf. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR. Fyrsta sjálfsafgreiðsluverslun átVr var opnuð 1987 í kringlunni en þá voru verslanir átVr 13 talsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.