Frjáls verslun - 01.07.2009, Blaðsíða 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
K
YN
N
IN
G
Dekur í vetur hljómar eflaust vel í eyrum
flestra. Bláa Lónið er á meðal bestu
heilsulinda heims en fyrr á þessu ári völdu
lesendur hins virta tímarits Conde Nast
Traveller Bláa Lónið sem eina af 10 bestu
heilsulindum heims og hina bestu í flokki
heilsulinda sem byggja á jarðvarma. Sjálfsagt
hefur það ekki farið framhjá neinum að
við Íslendingar nýtum okkur nú í auknum
mæli afþreyingu hér innanlands. Bláa Lónið
er þar engin undantekning og sem dæmi
má nefna að heimsóknum Íslendinga í Bláa
Lónið fjölgaði um 26 prósent í júlímánuði
samanborið við sama mánuð á sl. ári. Og
heimsókn í Bláa Lónið er ekki síðri að vetri
til en að sumri.
Notalegt undir norðurljósum
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri
Bláa Lónsins, segir að margir Íslendingar
vilji frekar heimsækja heilsulindina þegar
það fer aðeins að hausta: „Margir Íslend-
ingar leggja leið sína í Bláa Lónið þegar það
fer að hausta og fram á vor fremur en yfir
hásumarið, enda fátt notalegra en að slaka
á í Bláa Lóninu á þessum árstíma og jafnvel
undir norðurljósum þegar skyggja tekur. Við
bjóðum nú mjög hagstæð vetrarkort sem
veita ótakmarkaðan aðgang fram til 1. júní.
Einstaklingskortin kosta 10.000 krónur og
fjölskyldukortin 15.000 krónur. Íslendingar
geta því látið fara vel um sig í kreppunnni
og dekrað við sig í Bláa Lóninu í vetur.“
Einstakt samspil náttúru og vísinda.
„Óhætt er að lýsa Bláa Lóninu sem afrakstri
einstaks samspils náttúru og vísinda.
Uppruni jarðsjávar Bláa Lónsins er á allt að
tveggja kílómetra dýpi. Jarðsjór Bláa lónsins
er tekinn beint úr borholum og leiddur í
lögn að Bláa Lóninu. Fyrirtækið hefur ráðist
í miklar fjárfestingar í tengslum við flutning
á jarðsjónum og innan Bláa Lónsins hefur
skapast mikil þekking er lýtur að nýtingu
jarðsjávarins. Í lóninu eru 6 milljónir lítra
af jarðsjó, sírennsli er í lónið og endurnýjast
allur jarðsjórinn á um 40 klukkustundum.
Bláa Lónið er þekkt fyrir lækningamátt
og vísindarannsóknir sýna fram á góð
áhrif virkra efna þess á húðina en kísillinn
sem er svo einkennandi fyrir Bláa Lónið
verndar og styrkir húðina á meðan þörungar
vinna með áhrifaríkum hætti gegn öldrun
húðarinnar. Kísilnudd, saltskrúbb og
nærandi þörungameðferð eru á meðal þeirra
meðferða sem eru í boði. Blue Lagoon
meðferðirnar eru einnig í boði í nýju og
glæsilegu Blue Lagoon spa í Hreyfingu –
Glæsibæ.“
„Bláa Lónið er á meðal
bestu heilsulinda heims
en fyrr á þessu ári
völdu lesendur hins
virta tímarits Conde
Nast Traveller Bláa Lónið
sem eina af 10 bestu
heilsulindum heims
og hina bestu í flokki
heilsulinda sem byggja
á jarðvarma.“
Bláa Lónið
Dekur í vetur
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins.
www.bluelagoon.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Lífsorka
með nýtingu
náttúruaflanna
2 fyrir 1
í Bláa lónið
Gildir gegn framvísun
miðans til 31. des. 2009
Lykill 1561