Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 80

Frjáls verslun - 01.07.2009, Page 80
80 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 K YN N iN G Þann 3. október 2008 var undirritaður starfssamningur um Hátækni- og sprotavettvang sem miðar að því að efla uppbyggingu sprotafyrirtækja á Íslandi. Iðnaðar-, mennta-, fjármála- og utanríkisráðuneyti standa að samningnum ásamt fernum félagasamtökum; Samtökum sprotafyrirtækja, líftæknifyrirtækja og upplýsingatæknifyrirtækja og Samtökum iðnaðarins. Á fjölmennum fundi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja – NÚNA er tækifærið, mánuði síðar, tilkynnti Össur Skarphéðinsson að ríkisstjórnin hefði samþykkt að atvinnuleysistryggingasjóður myndi koma til móts við sprota- og nýsköpunarfyrirtæki sem ráða starfsfólk af atvinnuleysisskrá. Sjóðurinn greiði fyrirtækinu atvinnuleysisbætur viðkomandi starfsmanns í allt að 12 mánuði gegn því að fyrirtækin greiði síðan bæturnar til starfsmannsins og leggi sjálf jafnháa fjárhæð á móti. Að sögn Davíðs Lúðvíkssonar, forstöðumanns stefnumót- unar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins og stjórnarformanns Hátækni- og sprotavettvangs, er unnið að fjölmörgum verkefnum innan vettvangsins og Davíð segir mesta áherslu lagða á fjögur verkefni. Góður árangur í samstarfi við stjórnvöld „Þessi verkefni eru uppbyggingaferli hátækni- og sprotafyrirtækja, sem er lang- tímaverkefni þar sem skoðuð er staða og þróun sprotafyrirtækja á Íslandi; skattalegir hvatar til fjárfestinga í hátækni- og sprota- fyrirtækjum; endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar þar sem skoðað er að taka upp endurgreiðslukerfi vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar fyrirtækja að norskri fyr- irmynd, og efling Tækniþró- unarsjóðs – verkefnastyrkir, frumherja- og brúarstyrkir. Með því að auka framlög til sjóðsins um t.d. 500–1000 m.kr. á næsta ári, væri rík- issjóður að fjárfesta í mjög vænlegum verkefnum sem gætu skilað margfaldri þeirri fjárhæð í verðmætasköpun á tiltölulega stuttum tíma. Gott samstarf hefur náðst við stjórnvöld, ráðuneyti og samtök sem að vettvanginum koma. Þannig vinnur t.d. lögfræðingateymi iðnaðar - og fjármálaráðuneyta núna að því að semja lagafrumvörp um tvö af framangreindum áhersluverkefnum.“ Samtök iðnaðarins NÚNA er tækifærið „Það góða samstarf sem náðst hefur við stjórnvöld og milli þeirra ráðuneyta og samtaka sem að vettvanginum koma vegur þungt.“ Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins og stjórnarformaður Hátækni- og sprotavett- vangs: Unnið er að fjölmörgum verkefnum innan vettvangsins.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.