Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
K
YN
N
iN
G
Fjölbreyttir áfangastaðir
Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri
íslenska sölusvæðisins hjá Icelandair, segir
áfangastaðina skemmtilega og fjölbreytta:
„Þeirra á meðal eru Kaupmannahöfn,
Stokkhólmur, London, Manchester,
Glasgow, Amsterdam, París og Frankfurt.
Við höfum fjölgað flugferðum til bæði
Manchester og Glasgow og verður flogið
fjórum sinnum í viku á hvorn staðinn.
Íslendingar vita sem er að tvær síðastnefndu
borgirnar eru gullnáma fyrir þá sem vita
fátt skemmtilegra en að versla enda finnst
þar glæsileg merkjavara á ótrúlegu verði.
Auk þess bjóða borgirnar upp á spennandi
veitingastaði og líflega kráarstemmningu.
Mikill áhugi er einnig fyrir haustferðum
til New York, Boston og Orlando og svo
nýja áfangastaðnum sem kom inn í myndina
þann 22. júlí, stoltinu okkar, Seattle.
Við erum síðan í samstarfi við Alaska
Airlines um fargjöld áfram innanlands
í Bandaríkjunum og Kanada í gegnum
Seattle. Má nefna staði sem áhugavert er að
heimsækja eins og Las Vegas, San Francisco,
Los Angeles, Hawaii,
Anchorage og
Vancouver, á meðal
fjölmargra annarra.“
Þakkargjörðarhátíð í
Boston, fótboltafjör
og gæða golfferðir
„Vert er að
minnast á frábæra
Bostonferð undir
leiðsögn Sólveigar Baldursdóttur, ritstjóra
Gestgjafans, sem kynnir borgina og verslun
þar á hagstæðu verði en útsölurnar í Boston
byrja daginn eftir Þakkargjörðardaginn,
þann 27. nóvember. Síðast komust færri að
en vildu svo það er um að gera að tryggja sér
sæti sem fyrst.
Icelandair býður líka upp á fótboltaferðir
á heimaleiki West Ham og er í góðu
samstarfi við ferðaskrifstofur sem selja
fjölbreyttar fótbolta-
og golfferðir.
Vélarnar okkar eru
búnar nýjum, þægi-
legum sætum og um
borð er skemmtikerfi
(Inflight entertain-
ment system) sem
stytta fólki stundir
meðan á flugferð
stendur.
Við bjóðum upp á pakkaferðir til allra
áfangastaða okkar – flug og hótel. Einnig
eru ýmsar sérferðir í boði, sjá netslóðina
http://www.icelandair.is/offers-and-book-
ings/book-packages/packages/item198160/
Serferdir/
„Mikill áhugi er einnig fyrir
haustferðum til New York,
Boston og Orlando og svo
nýja áfangastaðnum sem kom
inn í myndina þann 22. júlí,
stoltinu okkar, Seattle.“
Icelandair
Pakkaferðir til allra áfangastaða
Þorvarður Guðlaugsson, svæðisstjóri íslenska sölusvæðisins hjá Icelandair.