Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 83

Frjáls verslun - 01.07.2009, Side 83
haustið er tíminn F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9 83 Saga Capital: Leiðandi í skuldabréfaútgáfu Aðgangur að lánsfé getur, við núverandi aðstæður á Íslandi, hæglega verið það sem skilur á milli feigs og ófeigs. Það getur hins vegar verið þrautin þyngri fyrir fyrirtæki og sveitarfélög að verða sér úti um lán nú um stundir og skuldabréfaútgáfa hefur nánast verið eini kosturinn þegar kemur að fjármögnun. Á þeim markaði hafa Markaðsviðskipti Saga Capital verið með leiðandi stöðu en bankinn hefur aflað alls um 12 milljarða króna í frumútgáfu skuldabréfa í sjö útboðum. Ómar Sigtryggsson er framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta: ,,Skuldabréfaútboð fyrirtækja og sveitar- félaga hafa verið okkar aðalverkefni að undan- förnu og gengið vel. Á undanförnum mánuðum höfum við séð um skuldabréfa- útgáfu fyrir stór sveitarfélög og fyrirtæki, svo sem Kópavogsbæ, Farice, sem sér um Danice-sæstrenginn milli Íslands og Evrópu, Árborg, Norðurþing, Fljótsdalshérað og Byggða- stofnun. Fleiri slík verkefni eru á borðinu hjá okkur og má til dæmis nefna að við erum að stækka skuldabréfaflokk Kópa- vogs.“ Að sögn Ómars er staðan í dag einfaldlega sú að þó talið sé að nægir peningar séu í bönkunum þá liggi þeir peningar ekki á lausu sökum efnahagskreppunnar. ,,Þess vegna eru mörg fyrirtæki og sveitarfélög í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á skuldabréf og þar komum við inn í ferlið og sjáum um skuldabréfaútgáfuna.“ Ómar bendir á að fyrir nokkrum árum, þegar miklir peningar voru í umferð í samfélaginu, hafi lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir fjárfest mikið í skuldabréfum. Þegar kreppan skall á hafi eigendur skuldabréfanna hins vegar þurft að afskrifa mikið af þessum eignum. Fjárfestar séu því skiljanlega varari um sig í dag og nauðsynlegt sé að koma til móts við það. ,,Við höfum tekið mið af ástandinu og breytt okkar vinnureglum við útgáfu skuldabréfa töluvert. Við gerum nú meiri kröfur til útgefenda í upplýsingagjöf í söluferlinu til að fjárfestar fái meiri og nákvæmari upplýsingar. Lífeyrissjóðirnir spila mjög mikilvægt hlutverk í þessu ferli og við unnum því mjög náið með þeim til að koma á stöðlum sem eru viðunandi bæði fyrir lífeyrissjóðina og útgefendurna.“ Markaðsviðskipti Saga Capital eru staðsett í Skógarhlíð í Reykjavík en höf- uðstöðvar bankans eru á Akureyri. Fyrir utan þjónustu Markaðsviðskipta og hefð- bundna verðbréfamiðlun veitir Saga Capital þjónustu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og útlána bæði til fyrirtækja og fagfjárfesta. Ómar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Markaðsviðskipta Saga Capital.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.