Frjáls verslun - 01.07.2009, Síða 84
K
YN
N
IN
G
Skrifstofur búnar húsgögnum sem hönnuð
eru af íslenskum arkitektum og framleidd
af íslenskum húsgagnaframleiðendum eru
svo sannarlega stolt hvers fyrirtækis. Fansa
línan sem frumsýnd verður í byrjun október
uppfyllir þessi skilyrði. Hönnuðurinn er
Valdimar Harðarson og eruhúsgögninfram-
leidd hjá Trésmiðju GKS fyrir Pennann sem
selur Fansa-línuna.
Framleiðsla á FANSA línuninni hófst
fyrir tveimur árum síðan og nú í byrjun
október verður kynnt ný viðbót við línuna
sem ber heitið FANSA Plús. Þessi nýja lína
er hönnuð og framleidd í takt við þarfir
íslenskra fyrirtækja í dag, bæði þeirra sem
eru að endurnýja og bæta við búnað sinn
og hinna sem eru að koma sér fyrir í fyrsta
sinn.
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðs-
stjóri Pennans, segir að þarfir fyrirtækja hafi
nokkuð breyst að undanförnu. Þörfin fyrir
ódýrari lausnir hefur komið fram að und-
anförnu en auk þess hefur ýmislegt breyst í
búnaði fyrirtækjanna sem kallar á nýjar og
ferskar lausnir. Tölvur voru til skamms tíma
fyrirferðarmiklar en allur tölvubúnaður er
nú orðinn nettari en áður og krefst þar af
leiðandi ekki jafnstórra og sterklegra skrif-
borða.
Yfir aldarfjórðungs reynsla
Valdimar Harðarson arkitekt, sem hannað
hefur skrifstofuhúsgögn fyrir Pennann í yfir
25 ár, hefur haft þessar breytingar í huga
við útfærslu nýju Fansa-línunnar sem hefur
hlotið mikið lof fyrir fallegt útlit.
Mikil áhersla er lögð á að allar einingar í
Fansa-línunni falli vel saman og verður það
til þess að möguleikar á uppröðun verða
ótalmargir og alltaf jafnsmekklegir og hent-
ugir, sama hvort skrifstofuhúsnæðið er lítið
eða stórt.
Ingibjörg Ásta segir að lesa megi ýmislegt
út úr því hvernig skrifstofur fyrirtækja líti út
og hvernig vali húsgagna sé háttað en þau
eru hin sýnilega ímynd fyrirtækisins sem
mætir viðskiptavininum. Um leið skipta
þau máli fyrir vellíðan starfsmanna. Ef hús-
gögnin henta starfseminni sem fram fer á
skrifstofunni og hæfa starfsmönnunum,
til dæmis hvað borðhæð og annað snertir,
skapa þau þægilega og góða vinnuaðstöðu.
„Ekki má heldur gleyma því að það er
mikilvægt fyrir Pennann, sem leggur metnað
í val á vörum sem hann býður viðskipta-
vinum sínum, að með Fansa-línunni er
hægt að bjóða upp á góða íslenska hönnun
og framleiðslu. Hvort tveggja á upptök í
íslensku þjóðfélagi þar sem boðleiðir eru
stuttar. Þannig getum við miðlað hönnuði
og framleiðanda upplýsingum sem koma
frá neytandanum. Komi viðskiptavinirnir
með ábendingar er ekkert einfaldara en
koma þeim áleiðis til hönnuðarins sem getur
haft þær í huga við hönnun og þróun hús-
gagnanna í framtíðinni.“ Starfsfólk Penn-
ans er síðan boðið og búið til þess að finna
sérsniðnar lausnir fyrir viðskiptavini sem að
henta hverju sinni.
Penninn
Fansa
skrifstofulínan
uppfyllir
íslenskar
þarfir
Fansa-línuna má sjá í
Pennanum Hallarmúla 4
og Hafnarstræti 91-93
á Akureyri.
84 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 9
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Pennans, og Sædís Guðmundsdóttir, rekstrar-
stjóri húsgagnasviðs, í sýningarsal Pennans í Hallarmúla.